Komið betur til móts við tekjulága foreldra með börn á framfæri

Um 200 fjölskyldur með u.þ.b. 300 börn á framfæri, eiga nú rétt á sérstakri fjárhagsaðstoð vegna barna, eftir breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð sem Velferðarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt. Þessi fjárhagsaðstoð er viðbót við þá aðstoð sem Reykjavíkurborg hefur veitt barnafjölskyldum á árinu.

 

Markmiðið með breytingunum er að koma betur til móts við tekjulága foreldra með börn á framfæri.  Fram til þessa hefur verið heimilt að veita sérstaka fjárhagsaðstoð vegna barna kr. 11.635 á mánuði ef tekjur undanfarna fjóra mánuði hafa verið við eða lægri en grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar. Eftir breytingu er hægt að veita sérstaka fjárhagsaðstoð vegna barna strax og tekjur lækka niður fyrir grunnfjárhæð.

 

Reglurnar um fjárhagsaðstoð eru alltaf í endurskoðun. Það var nauðsynlegt, í ljósi breyttra aðstæðna, að gera breytingu hvað þennan lið varðar strax. Fólk hefur minni bjargráð en áður, stórfjölskyldan á erfiðara með að hlaupa undir bagga og það er mikilvægt að styðja við börnin.

Ég er þess fullviss að þessi breyting mun koma sér vel á mörgum heimilum.


Við höfum allar forsendur til að komast hratt út úr þessu...

Frunforsenda þess er þó að almenningur haldi áfram og gefist ekki upp - þess vegna þarf að grípa til réttlátra almennra aðgerða við leiðréttingu skulda heimilanna.


mbl.is Nærri 40 milljarða afgangur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leiðir til að stuðla að virkni einstaklinga

Leitað verður leiða til að stuðla að virkni þeirra einstaklinga sem njóta fjárhagsaðstoðar í Reykjavík.

Velferðarráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í dag tillögu meirihlutans um að fela sviðsstjóra Velferðarsviðs að útfæra leiðir til að stuðla að virkni einstaklinga sem njóta fjárhagsaðstoðar hjá Reykjavíkurborg.

Afleiðingar atvinnuleysis og fjárhagslegra erfiðleika til lengri tíma litið geta verið margvíslegir, s.s. félagsleg einangrun og óvirkni.  Því er mikilvægt að leita allra leiða til að sporna við félagslegri einangrun og koma í veg fyrir langtímavanda.

Velferðarsviði var því falið í samráði við önnur svið borgarinnar, Vinnumálastofnun og fleiri samstarfsaðila að leita leiða til að gera einstaklingum  sem njóta fjárhagsaðstoðar kleift að taka þátt í verkefnum, vinnu eða öðru skipulögðu starfi á vegum borgarinnar, en stefnt er að því verkefni verði í boði í öllum hverfum borgarinnar

Svohljóðandi fréttatilkynning fór frá Velferðarsviði í dag :-) 
Frábært mál og vonandi tekst okkur að virkja sem flesta.


Sveitarfélögin sem standa að Strætó bs niðurgreiða nemakort um helming

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu greiða niður hvert nemakort sem framhalds- og háskólanemendur kaupa hjá Strætó bs. um 15.000 krónur. Aðstæður verða betri í vetur en áður til leggja stund á vistvænan ferðamáta á höfuðborgarsvæðinu. Sveitarfélögin sem standa að rekstri Strætó bs felldu niður gjald fyrir sína framhalds- og háskólanemendur síðastliðin tvö skólaár að undanskildum Garðabæ sem fór aðra leið seinna árið. Verkefnið hefur gefist afar vel og notið vinsælda nemenda og farþegum fjölgað jafnt og þétt. Í könnun sem gerð var meðal námsmanna kom fram að 80% námsmanna sem fara í strætó á annað borð gera það vegna kortanna, og að hópur nemenda hætti við að kaupa einkabíl vegna þeirra.

Nemendur geta á næstu dögum sótt um og greitt fyrir nemakortin á straeto.is en Strætó bs hefur umsjón með framkvæmd þessa verkefnis.

www.straeto.is  

Reykjavík niðurgreiðir nemakort Strætó bs. um helming

Reykjavíkurborg niðurgreiðir í vetur hvert nemakort sem reykvískir framhalds- og háskólanemendur kaupa hjá Strætó bs. um 15.000 þúsund krónur. „Við hjá Umhverfis- og samgöngusviði hlökkum jafnframt til þess að vinna með ríkinu að framtíð nemaverkefnis Strætó bs, en ríkisstjórnin hefur nýlega sagt að hún vilji skoða aðkomu sína að verkefninu Ókeypis í Strætó. Það er lykilatriði að borg og ríki vinni saman að þessu til framtíðar,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir formaður umhverfis- og samgönguráðs.

Reykjavíkurborg felldi niður gjald fyrir reykvíska framhalds- og háskólanemendur síðastliðin tvö skólaár í tilraunaskyni. Verkefnið gafst vel og hefur notið vinsælda nemenda og bættust milljón farþegar við hóp viðskiptavina Strætó vegna kortanna hvert skólaár. Í könnun sem gerð var kom fram að 80% námsmanna sem fara í strætó á annað borð gera það vegna kortanna, og að hópur nemenda hætti við að kaupa einkabíl vegna þeirra.

Nemendur geta á næstu dögum sótt um og greitt fyrir nemakortin á straeto.is en Strætó bs hefur umsjón með framkvæmd þessa verkefnis.

Reykjavíkurborg fagnar yfirlýsingu umhverfisráðherra og samgönguráðherra á dögunum um aðgerðir til að efla sjálfbærar samgöngur, og væntanlegri aðkomu ríkisins að nemaverkefni Strætó bs.

MIKLU BETRI STRÆTÓ

Miklu betri strætó er eitt af Grænu skrefunum í Reykjavík. Markmið Reykjavíkurborgar með því er að styrkja almenningssamgöngur sem ferðamáta, draga úr bílaumferð og mengun í andrúmsloftinu. Strætó hefur nú aukinn forgang í umferðinni í Reykjavík eftir að svokallaðar strætóreinar voru gerðar hjá helstu umferðarhnútum á Miklubraut og forgangsreinum fjölgað á næstunni.

Reykjavíkurborg styður ekki aðeins námsmenn til að fara í strætó heldur hvetur hún starfsmenn sína til að nýta strætisvagna og reiðhjól og hefur því til áréttingar samþykkt græna samgöngustefnu til að innleiða vistvænar samgöngur í starfsemi borgarinnar. Borgin vill með þessu vera öðrum til fyrirmyndar og hvetur bæði fyrirtæki og stofnanir til að taka upp græna samgöngustefnu.

Tenglar:
Græn skref í Reykjavík 2009

Strætó bs

Umhverfisráðuneytið – sjálfbærar samgöngur


Almennar aðgerðir

Eftir að hafa hlýtt á Benedikt Jóhannesson í Speglinum í fyrrakvöld ákvað ég að nú væri kominn tími til að ég setti eitthvað á blað um þá skoðun mína að hér verði að koma til almennar aðgerðir gagnvart skuldum heimilanna. 

Það er margt sem fer í gegnum hugann við þessar aðstæður sem við nú lifum. Inngangurinn að viðtalinu við Benedikt var svo hljóðandi: "Enn eitt efnahagslegt áfallið er að dynja á íslensku þjóðinni: Landflótti. Það er unga fólkið sem fer, sérfræðingar sem eiga auðvelt með að fá vinnu í öðrum löndum. Fólkið fer vegna þess að það sér ekki fram úr fjárhagserfiðleikunum hér. Verði landflótti ámóta mikill og frá Færeyjum fyrir nærri 20 árum, lækka tekjur ríkisins um 16 prósent. Það yrði gríðarlegt áfall. Þetta segir Benedikt Jóhannesson, ritstjóri Vísbendingar, vikurits um efnahagsmál. Hann segir stjórnvöld verða að bregðast við og gera fólki fært að búa hér áfram. Það sé beinlínis þjóðfélagsleg nauðsyn að færa niður skuldir heimilanna, gera skuldabyrðina viðráðanlega svo fólk neyðist ekki til að flýja landið."

Mín skoðun er sú að það sé raunveruleg hætta á því að það verði ekki aðeins fólkið sem geti ekki borgað sem fari af landi brott, það er ekki síður áhyggjuefni ef fólkið sem getur borgað fer líka. Fólk sem sér ekki tilganginn í því að vera hér og borga og borga og borga. Borga skuldir sem eru langt umfram það sem það stofnaði til, afborganir sem eru langt umfram það sem það mátti búast við þegar lánin voru tekin og allt á sama tíma og laun þess lækka. Þriðji hópurinn er síðan þeir sem missa vinnu, fá starf erlendis, selja eignir hérna heima og koma ekki til baka. Þetta er stækkandi hópur.

Í máli Sigríðar Ingadóttur á visir.is í gær kom fram að hún er ekki fylgjandi almennum aðgerðum. Hún vill sértækar aðgerðir, við hjálpum Jóni en ekki Gunnu. Hvernig má það vera að hægt sé að telja að við komum í veg fyrir landflótta, sláum á reiðina í samfélaginu, minnkum tortryggnina og gefum fólki væntingar um sanngjarna málsmeðferð eingöngu með sértækum aðgerðum.  Ég á erfitt með að skilja þessi sjónarmið.  Hér var hægt að ganga fram í einu vetfangi og tryggja innistæður, ekki bara einstaklinga heldur og fyrirtækja, stofnana, lífeyrissjóða og svo framvegis. Það var hægt að leggja inn í bankana "skrilljónir" - og hverjir munu standa undir því að greiða þetta allt saman?
Þeir sem áttu innistæður í bönkunum fengu fulla vexti og verðbætur og innistæður þeirra voru tryggðar. Þeir einstaklingar sem skulduðu bönkunum (almenningur - unga fólkið okkar) mega hins vegar borga fullum fetum, með verðtryggingu og vöxtum.  Hafi þeir hinir sömu skuldað í erlendri mynt þá auðvitað hafa lánin þeirra hækkað miklu meira en sem nemur vöxtum og verðbótum, þá hafa lánin margfaldað sig. 

Ég sat í nefnd félagsmálaráðherra um húsnæðismál sem starfandi var á síðari hluta ársins 2007 og fram á sumar 2008, síðan var starf þessarar nefndar endurvakið skömmu eftir hrunið sem átti sér stað hér síðastliðið haust, en þá voru auðvitað umræðurnar ansi mikið breyttar og áherslur aðrar.  Það var á þessum nefndarfundum eftir hrun sem ég gerði mér ljóst mikilvægi þess að farið yrði í almennar aðgerðir til bjargar heimilunum, sértækar aðgerðir myndu aldrei gera annað en ala á tortryggni og reiði í samfélaginu.  Við ræddum þessa hluti mikið inn í þessari nefnd á þeim tveimur eða þremur fundum sem við áttum eftir hrun og fengum til okkar sérfræðinga til skrafs og ráðagerða. Flest okkar voru sammála um það að það sem skipti þjóðarbúið okkar mestu máli á þessum erfiðu tímum var það að hafa fólkið og þjóðina með sér.  Það væri ekkert mikilvægara en það að fólk væri áfram tilbúið að hlaupa, tilbúið að leggja sig fram og tilbúið að borga. Sigríður Ingadóttir deildi ekki þessum skoðunum okkar á þeim tíma og gerir greinilega ekki enn, en hún leiddi starf þessarar nefndar.

 

 


Hvað gerist ef við semjum "ekki" um Icesave? Hugleiðingar leikmanns!

  • Eru öll lönd heims upptekin af því að við borgum Hollendingum og Bretum á þeirra forsendum?
  • Eða skiptir það önnur ríki kannski ekki svo miklu máli?
  • Getum við ákveðið að gera þetta upp á okkar forsendum, þeir tóku jú ákvörðun um að greiða út með þeim hætti sem gert var, getum við farið aðra leið og greitt þetta út á nokkrum árum.
  • Getum við krafist skaðabóta gagnvart Bretum sem gerðu eignir okkar að engu og málið allt erfiðara?
  • Hvaða stöðu hafa þessi lönd til þess að fara að beita okkur refsiaðgerðum eins og nefnt hefur verið?
  • Hvað segja Bandaríkin?
  • Munu verða settar á okkur viðskiptaþvinganir frá öðrum löndum en Bretlandi og Hollandi?
  • Hvaða möguleika eigum við eftir að við samþykkjum allar þessar skuldbindingar á þjóðina?
  • Hvernig lánafyrirgreiðslur fáum við í framhaldinu? 
  • Hvaða vexti fáum við?
  • Hvernig mun okkur ganga að endurfjármagna orkufyrirtækin, þegar þjóðarbúið verður skuldsett upp á margfalda þjóðarframleiðslu og mörg spurningamerki framundan?
  • Getum við hugsanlega endurfjármagnað okkur sjálf með lífeyrissjóðunum og því sem við eigum?

Ég veit ekki svörin við þessum spurningum enda hef ég ekki aðgang að þeim upplýsingum sem þeir hafa sem standa í framlínunni fyrir okkur en hitt veit ég að...

við munum áfram selja fiskinn...
við eigum orkuna okkar og alla þá möguleika sem hún bíður upp á...
við getum brauðfætt þjóðina...

við eigum menntunina okkar og þekking okkar er eftirsóknarverð...
við eigum endalaust af hreinu vatni...
við höfum myndað mikil tengsl um allan heim sem við getum áfram byggt á...
hreinu afurðirnar okkar eru  áfram eftirsóknarverðar...
Ísland verður áfram áhugavert...

Við erum og verðum ríkt land, við erum öfunduð um allan heim af auðlindunum okkar og við verðum það áfram. Hvað gerist ef við semjum "ekki" um Icesave á þeim forsendum og afarkostum sem við nú stöndum frammi fyrir? Það er stóra spurningin?

Mig langar að lokum að láta fylgja ljóðið Ég elska mitt land eftir Unni Sólrúnu Bragadóttur sem ég hef áður sett hér inn. Það minnir okkur á hvílíkt land það er sem við eigum og hvað við erum í raun einstök, ekki bara landið okkar heldur ekki síður menningin, gildin, normin og kannski umfram allt krafturinn og þrautseigjan. það megum við ekki missa!

Ég elska þetta land með ljóðum sínum öllum,
með lækjarbotnum, dalvörpum og tígulegum fjöllum,
með leysingum á vorin þegar lækir verða ár,
með lóunni sem framkallar hjá okkur gleðitár.

Ég elska einnig lömbin og lambakjöt í sneiðum
lúðuna og ýsuna og þorskinn sem við veiðum
ég elska þennan ákafa sem áfram okkur rekur
ég elska þennan eldmóð sem mannlífið skekur.

Ég elska þessa geðveiki sem grípur okkur sum
þá göngum út á ystu nöf á betri dögunum,
svei mér þá, ég elska að Íslendingur vera
elska þessa eyju endilanga og þvera.


Ærin verkefni - hugleiðingar...

Það eru ærin verkefni sem við sem erum í forsvari fyrir rekstur sveitarfélags eins og Reykjavíkur þurfum að takast á við næstu vikur og mánuði.

Það er ekki ólíklegt að tekjur borgarinnar dragist það mikið saman að nauðsynlegt verði að stokka upp og fara gaumgæfilega ofan í saumana á því hvaða og hvernig þjónustu við veitum. Það er mikilvægt að vanda til verka þegar kemur að því og leita í smiðju annarra þjóða. Það höfum við gert og erum að gera. Hægt er að sækja mikla þekkingu til Finnlands þar sem margt var vel gert í kreppunni sem þar gekk yfir í byrjun tíunda áratugarins, en margt var líka miður gert og af því þarf að læra. Hvað getum við gert betur og hvernig, hvar verður að halda úti þjónustu og hvernig þjónustu?

Mikilvægasta verkefni okkar í dag er að finna út hvernig sporna má við langtímaafleiðingum atvinnuleysis og finna hvernig við getum við ýtt undir fjölgun starfa.  Það er aldrei mikilvægara en nú að velta þessu vel fyrir sér, ekki síst hvað varðar börnin okkar - þau eru framtíð þessa lands.


Þróttarar - Til hamingju með daginn!

Knattspyrnufélagið Þróttur er 60 ára í dag. Af því tilefni verður afhjúpuð brjóstmynd af Halldóri Sigurðssyni, fyrsta formanni félagsins í Þróttarheimilinu.

Saga Þróttar er vel varðveitt, á fimmtíu ára afmæli félagsins var gefin út vegleg bók með sögu félagsins og í vor var gefið út afmælisrit. Jón Birgir Pétursson hefur haft veg og vanda af þessum skrifum og skrifaði hann meðal annars fjórar greinar í Laugardalsblaðið á þessu ári sem hver og ein rakti fimmtán ára tímabil í sögu félagsins. 

Þann 5. ágúst 1949 var félagið stofnað, skráðir stofnfélagar voru 37 en félagsheimili Ungmennafélags Grímsstaðaholts við Ægisíðu var þétt setið þetta kvöld.  Það var mikill hugur í mönnum og enda þótt Þróttur væri ekki stofnaður til að keppa við stóru félögin í bænum, þá var snemma ljóst að félagið var komið til að vera.Þróttur gekk næstu árin í gegnum erfiða tíma. 
Lýðveldið okkar var ungt og bláfátækt, þegar Þróttur var stofnaður, og fátæktin kannski hvað mest á bernskuslóðum Þróttar á Grímsstaðaholti.  Fyrstu kapplið félagsins áttu engan búning, félagið átti örfáa og gatslitna fótbolta, - en félagið átti það sem mestu skipti, áhugasama leikmenn og forráðamenn. Fyrstu búningum félagsins var hreinlega smyglað til landsins af sjómanni og vini félagsins, enda höfðu innflutningsyfirvöld synjað um gjaldeyrisleyfi fyrir slíkum munaði.
Þróttur átti því láni að fagna að eiga forystumenn sem aldrei létu deigan síga.  Þrátt fyrir mismunandi gengi á íþróttasviðinu, var félagið í góðum höndum, félagslífið var sterkt, og aldrei datt neinum í hug að leggja félagið niður.  Frumherjarnir Dóri fisksali og Eyjólfur sundkappi þurftu oft að taka á honum stóra sínum til að halda félaginu á lífi og baráttan var ekkert minni hjá þeim sem á eftir komu eins og Óskari Péturssyni skátaforingja, þessir menn lögðu allt í sölurnar fyrir Þrótt.  Síðar komu fyrrverandi leikmenn úr Þrótti til forystustarfa, markmennirnir Jón Ásgeirsson og Guðjón Oddsson.   Þá var það ekki lítils virði að fá Guðjón Sverri Sigurðsson borgarfulltrúa til starfa.Gömlu félögin í Reykjavík voru að koma sér upp aðstöðu á seinni hluta síðustu aldar.
Þróttur, yngsta félagið í bænum, var hinsvegar án allrar aðstöðu.  Gamli herskálinn þar sem félagið var stofnað, dugði lengi vel fyrir fundi, dansleiki, kvikmyndasýningar  og sem búningsklefi.  En þarna var ekki tjaldað til margra nátta. Bragginn, eins og félagshúsið var kallað, var rifinn, og Þróttur var á götunni um fimm ára skeið.
Á 15 ára afmæli félagsins 1964 kom Geir Hallgrímsson þáverandi borgarstjóri færandi hendi, gaf félaginu lóðir og  lendur skammt frá Kleppi, svæðið við Sæviðarsund. Næstu árin stóðu Þróttarar í miklum framkvæmdum á þessum stað.  Þarna reis  malarvöllur, þar sem mikill fjöldi ungmenna átti góða daga um árabil.  Á svæðið var flutt gamalt bárujárnshús, sem þjónaði í mörg ár sem heimili Þróttar.  Guðjón Oddsson og síðar Magnús Óskarsson og hans félagar í stjórninni, reistu glæsilegt félagsheimili, Þróttheima, og á svæðið komu nokkrir tennisvellir og grasvöllur fyrir knattspyrnuna. Félagið bókstaflega blómstraði inn við Sund.Tryggvi E. Geirsson var mikill framkvæmdamaður og í formannstíð hans var félagið flutt af svæðinu við Sund í Laugardal.  Það vita líklega allir hvílíkt afrek Tryggvi og hans félagar unnu.  Þróttur gerði góðan samning við Reykjavíkurborg um makaskipti, borgin fékk byggingalóðir á fótbolta- og tennisvöllum félagsins, en Þróttur fékk fimm knattspyrnuvelli og glæsilegt félagshús í Laugardal.  Það voru mikil heillaspor, sem stigin voru afmælissumarið 1999,  þegar félagið flutti sig um set frá Sæviðarsundi í Laugardal.     Kristinn Einarsson og hans stjórn tók við góðri aðstöðu í Laugardalnum og vann af metnaði að því að laða fleiri þátttakendur að félaginu. Það tókst með sanni og nú eru mörg hundruð börn sem stunda æfingar með Þrótti í hinum ýmsu íþróttagreinum og Þróttur orðið raunverulegt stórveldi á íþróttasviðinu.

Í dag fögnum við 60 ára afmæli félagsins. Af því tilefni verður afhjúpuð brjóstmynd af fyrsta formanni félagsins í Þróttarheimilinu í Laugardal. Athöfnin hefst kl. 16:00, en að athöfninni lokinni verður boðið upp á kaffi og sannkallaða Þróttartertu.  Húsið er öllum opið, en eldri Þrótturum og fyrrum leikmönnum og félögum Þróttar er sérstaklega boðið að koma í félagsheimilið, hitta gamla félaga og þiggja veitingar.   


Eva Joly á hrós skilið fyrir þessa grein

Mikið var gott að lesa skrif Evu Joly í morgun. Ég læt hér grein hennar fylgja með, en mikið þurfum við að velta vel fyrir okkur stöðu okkar. Ráðamenn verða að standa með íslensku þjóðinni sem hefur ekkert gert annað en vera dugleg og vinnusöm, það voru einungis nokkrir íslendingar sem komu okkur í þessi vandræði. Skuldir sem við getum ekki staðið undir og er ekki réttlætanlegt að leggja á almenning með þeim hætti sem til stendur að gera.

En hér er grein Evu Joly sem ég fékk af bloggi Egils, ( Silfur Egils).

Ísland – Það sem læra má af efnahagshruninu

Viðbrögð Brown, Barrosso og Strauss-Kahn við íslensku bankakreppunni sýna að þeir hafa ekkert lært

<!--[if !supportEmptyParas]--> <!--[endif]-->

Mörgum þjóðhöfðingjum og  ríkisstjórnum, allt frá G8 til G20, verður gjarna tíðrætt um að héðan í frá verði ekkert eins og það var áður. Heimurinn hafi breyst, kreppan hafi jafnvel gerbreytt honum; afstaða okkar og vinnubrögð varðandi lagaumhverfi fjármálastarfsemi, alþjóðasamskipti eða þróunarsamvinnu verði því, að þeirra sögn, einnig að þróast. En því miður ganga fjölmörg dæmi þvert gegn þessum fagurgala þeirra. Staða Íslands nú í kjölfar bankahrunsins og þjóðnýtingar þriggja stærstu bankanna þar (Kaupþings, Landsbankans og Glitnis) er sennilega eitt skýrasta dæmið um þetta. Ísland, sem telur einungis 320 þúsund íbúa, sér nú fram á að þurfa að axla margra milljarða evra skuldabyrði sem langstærstur hluti þjóðarinnar ber nákvæmlega enga ábyrgð á og ræður alls ekki við að greiða.

<!--[if !supportEmptyParas]--> <!--[endif]-->

Sáralítil umræða í Evrópu

Ég fékk áhuga á Íslandi þegar ég var fengin til að starfa sem ráðgjafi vegna réttarrannsóknar á orsökum bankahrunsins, sem er rót þess vanda sem landið glímir nú við. Umfjöllunarefni mitt nú varðar hins vegar ekki þá rannsókn; það er mun víðtækara en hún. Auk þess er ég ekki á neinn hátt talskona íslenskra stjórnvalda, en þau bera vitaskuld umtalsverða ábyrgð á þessu öllu saman. Sú stjórn sem sat þegar bankahruið varð neyddist raunar til að segja af sér, enda hafði almenningur risið upp og mótmælt þeim hagsmunaárekstrum og klíkuskap í stjórnkerfinu sem eru undirrót allra ófara þeirra. Þar sem ég er snortin af örlögum þessarar grandvöru og elskulegu þjóðar, og finnst sárlega skorta umræðu um hlutskipti hennar í evrópskum fjölmiðlum, langar mig bara að vekja athygli almennings á því hversu miklir hagsmunir eru í húfi í þessu máli – gríðarlegir hagsmunir sem afmarkast síður en svo af strandlengju Íslands. Ábyrgðarlaus afstaða sumra ríkja, Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gagnvart hruni íslenska efnahagskerfisins sýnir að þau eru ófær um að draga lærdóm af hruni þess samfélags sem Ísland var holdgervingur fyrir – þ.e. samfélags óhefts markaðsfrelsis, einkum frjálsra fjármálamarkaða, sem þessir sömu aðilar tóku þátt í að móta.

<!--[if !supportEmptyParas]--> <!--[endif]-->

Skáldskapur Alþjóða gjaldeyrissjóðsins

Tökum fyrst kröfur Bretlands og Hollands. Hrun íslensku bankanna snertir þessi lönd beint, enda tóku þau dótturfyrirtækjum bankanna og útibúum opnum örmum þrátt fyrir að yfirvöld þessara sömu landa hafi að einhverju leyti verið vöruð við þeirri hættu sem vofði yfir bönkunum. Nú krefjast þau þess að Ísland greiði þeim himinháar upphæðir (Bretlandi meira en 2,7 milljarða evra og Hollandi meira en 1,3 milljarða evra), og það á 5,5% vöxtum. Löndin telja að Íslandi beri að gangast í ábyrgð fyrir innlán í Icesave, netbankaútibúi Landsbankans sem bauð mun hærri vexti á innlánum en keppinautarnir. Það voru Hollendingar og Bretar sem ákváðu einhliða að upphæð innistæðutryggingarinnar ætti að vera ekki aðeins 20 þúsund evrur fyrir hvern reikning, rétt eins og kveðið var á um í evrópskum og íslenskum lögum– nokkuð sem þegar var ógerlegt fyrir íslensku ríkisstjórnina að standa við, en hún hafði tilkynnt mjög fljótlega eftir að bankarnir voru þjóðnýttir að aðeins væri hægt að ábyrgjast innlán á Íslandi –, heldur að upphæð 50.000 til 100.000 evrur, jafnvel hærri. Raunar var gripið til hneykslanlegra þvingunarráðstafana vegna þessa. Bretland greip þannig strax í októberbyrjun til afar róttækra aðgerða: frysti innistæður á reikningum Landsbankans og einnig  Kaupþings, sem þó hafði nákvæmlega ekkert með Icesave að gera, og beitti til þess lögum um baráttu gegn hryðjuverkum. Með þessu setti Bretland Íslendinga, bandamenn sína í NATO, í sama flokk og hryðjuverkasamtök á borð við Al Quaida... Upp frá þessu virðist Bretland hafa lagst með öllum sínum þunga gegn því að alþjóðasamfélagið grípi til nokkurra ráðstafana sem komið geta Íslandi að gagni fyrr en það hefur haft sitt fram. Gordon Brown gaf þannig í skyn í breska þinginu að hann „ynni með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum“ til að ná fram kröfum sínum gagnvart Íslandi. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn þurfti því að fresta því að lána Íslandi, og setti afar hörð skilyrði fyrir veitingu lánsins. Það á við um þau markmið að ná jafnvægi í fjárlögum á Íslandi í síðasta lagi árið 2013, markmið sem ekki er gerlegt að ná, en kemur engu að síður til með að leiða til gríðarlegs niðurskurðar í grundvallarmálaflokkum á borð við menntakerfið, heilbrigðiskerfið, almannatryggingakerfið, o.s.frv. Afstaða Evrópusambandsins og annarra Evrópuríkja var lítið skárri. Evrópuráðið tók strax í nóvember skýra afstöðu með Bretlandi þegar forseti ráðsins lét að því liggja að aðstoð myndi ekki berast frá Evrópu meðan Icesave málið væri enn ófrágengið; raunar má segja að Barosso, sem þá var allur með hugann við eigin kosningabaráttu og dauðhræddur við að styggja helstu stuðningsmenn sína, Breta, hafi þá eins og fyrri daginn algerlega verið búinn að missa stjórn á atburðarásinni. Sama  má segja um Norðurlöndin, sem þó eru ötulir talsmenn alþjóðasamstöðu, sem afreka það nú helst að bregðast ekkert við þeirri kúgun sem Ísland er beitt – nokkuð sem dregur úr trú manna á raunverulegan vilja þeirra til þess að veita Íslandi stuðning.

<!--[if !supportEmptyParas]--> <!--[endif]-->

Bresk stjórnvöld bera líka ábyrgð

Brown heldur því ranglega fram að hann og ríkisstjórn hans beri enga ábyrgð á þessu máli. Brown ber siðferðilega ábyrgð þar sem hann var fremstur í flokki þeirra sem hömpuðu svo mjög því skipulagi sem nú er komið í þrot. En hann ber líka ábyrgð að því leyti að hann getur ekki skýlt sér á bak við lagalega stöðu Icesave –að það heyri formlega undir íslensk yfirvöld bankamála – og sagt að Bretland hafi hvorki haft tök né lagalega stöðu til að fylgjast með starfsemi þeirra. Hvernig er hægt að ímynda sér að 40 manns í Reykjavík hafi getað haft virkt eftirlit með starfsemi banka í hjarta fjármálahverfisins í Lundúnum? Það er raunar athyglisvert að evrópskar reglugerðir sem fjalla um fjármálasamsteypur virðast greinilega gera ráð fyrir að  aðildarríki ESB sem heimila starfsemi slíkra fyrirtækja frá þriðja landi verða að fullvissa sig um að þau séu undir jafn miklu eftirliti frá upprunaríkinu og kveðið er á um í evrópskum lögum. Þannig kann að vera að bresk yfirvöld hafi brugðist að þessu leyti – nokkuð sem raunar kemur ekki mikið á óvart þegar „frammistaða“ annarra enskra banka í bankakreppunni er skoðuð, banka sem voru alls ótengdir Íslandi... Það hversu mjög Brown hefur beitt sér gegn þessu smáríki er því ekki hægt að skýra á annan hátt en þann að hann hefur viljað ganga í augu eigin kjósenda og skattgreiðenda, fólks  sem að sönnu  varð fyrir miklu fjárhagstjóni og rétt er að halda til haga.. Rétt er að undirstrika að íslenskar stofnanir  bera mikla ábyrgð á þessu máli. En þýðir það að menn eigi að líta fram hjá því að bresk stjórnvöld bera jafn mikla ábyrgð, en láta íslensku þjóðina axla allar byrðarnar?

<!--[if !supportEmptyParas]--> <!--[endif]-->

Ætla Evrópa og AGS að koma Íslandi á vonarvöl?

<!--[if !supportEmptyParas]--> <!--[endif]-->

Þess ber að gæta að Ísland, sem hefur  einungis tekjur af útflutningi, kemur ekki til með að geta staðið undir þessum ábyrgðum.  Samningurinn um Icesave, sem Alþingi greiðir atkvæði um á næstunni, myndi þýða aukna skuldsetningu Íslands. Hlutfallslega er um að ræða upphæð sem er sambærileg við það að Bretar tækju á sig 700 milljarða sterlingspunda skuld eða að Bandaríkjamenn tæku á sig 5600 milljarða dollara skuld. Það er heldur ekki raunhæft að Ísland geti skilað hallalausum fjárlögum innan fimm ára á sama tíma og fjárlagahalli flestra ríkja eykst gríðarlega. Þar fara fremst í flokki stórveldi heimsins, ekki síst Bretland og Bandaríkin. Ef Evrópa og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn snúa ekki við blaðinu kann vera að þau vinni sannkallað afrek: dragi land þar sem þjóðartekjur á hvern íbúa hafa verið með þeim hæstu í heimi niður á stig þeirra allra fátækustu... Afleiðingin: Íslendingar, sem langflestir eru vel menntaðir, fjöltyngdir og í nánum tengslum við Norðurlöndin þar sem þeir aðlagast auðveldlega, eru þegar farnir að flýja land. Þegar til kastanna kemur verður hvorki hægt að endurgreiða Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, né Bretlandi né Hollandi. Lega Íslands er hernaðarlega mikilvæg og landið ríkt af náttúruauðlindum. Ef svo fer sem horfir mun aldurssamsetning íbúanna breytast og ungt menntað fólk flytja úr landi. Þeir  sem eftir verða munu eiga meira undir þeim sem hæst býður. Engum dylst aukin áhugi Rússa á svæðinu.

<!--[if !supportEmptyParas]--> <!--[endif]-->

Lausnir eru til

En það eru til aðrar lausnir. Aðildarlönd Evrópusambandsins hefðu þannig getað hugað að leiðum sem gerðu þeim kleift að axla ábyrgð í málinu, koma betra skipulagi á fjármálamarkaðina, jafnvel taka á sig að minnsta kosti hluta skuldarinnar vegna þess að þeim láðist að sinna hlutverki sínu sem eftirlitsaðilar gagnvart bönkunum – nokkuð sem er síður en svo bannað samkvæmt evrópskum lögum. Þau hefðu getað boðið Íslandi, sem hefur auðvitað enga reynslu í málum sem þessum, aðstoð í þeirri rannsókn sem er ætlað að leiða í ljós hvað gerðist og greina ástæður hrunsins að fullu. Evrópuríkin hefðu getað notað þetta tilefni og efnt til umræðu um hvernig megi kljást við  alþjóðlega glæpastarfsemi, einkum fjármálaglæpi með beitingu evrópskra laga. Eins hefðu Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og forstjóri hans geta notað þetta tækifæri til að endurskoða rækilega þau skilyrði sem sjóðurinn setur fyrir lánveitingum. Það er hægt gera þau raunhæfari, hugsa þau betur og til lengri tíma og taka meira tillit til félagslegra þátta. Þannig hefði fyrsta skrefið verið stigið í átt að nauðsynlegum og löngu tímabærum  umbótum á fjölþjóðlegum stofnunum sem hafa lykilhlutverki að gegna í alþjóðasamstarfi. Strauss-Kahn, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, missti hér af gullnu  tækifæri til þess að láta loks verkin tala.

<!--[if !supportEmptyParas]--> <!--[endif]-->

Viðbrögð Evrópuþingsins

Það mun augljóslega kosta mikinn tíma, og orku að halda þessari umræðu lifandi, og það þarf að vera vel á verði – einkum á Evrópuþinginu þar sem búast má við  miklum umræðum um þetta efni á næstu mánuðum. Svíum, sem nú eru í forsæti í Evrópusambandinu, virðast nefnilega ekkert sérlega mikið í mun að setja fjármálageiranum skýrari lagaramma  Andstæðingar ríkisafskipta eru ráðandi í þeim nefndum Evrópuþingsins sem fjalla um efnahagsmál og eru Bretar þar fremstir í flokki. Það er því ljóst að þeir sem ráða ferðinni hafa ekkert lært, heldur á að halda áfram á sömu braut. Við þurfum því að krefjast þess að alþjóðasamfélagið veiti svör við því hvernig koma eigi í veg fyrir hrun og hörmungar eins og Ísland lenti í. Það á ekki að líðast að alþjóðasamfélagið yppi öxlum og láti sem engra breytinga sé þörf og beiti lönd eins og Ísland þrýstingi af fullkomnu miskunnarleysi.

<!--[if !supportEmptyParas]--> <!--[endif]-->

Þýðing: Friðrik Rafnsson

 

 


ReyCup - frábæru knattspyrnumóti lokið

Þá er lokið stærsta ReyCup móti nokkru sinni og erum við Þróttarar stolt og ánægð með hvað mótið heppnaðist vel. Hundruðir sjálfboðaliða lögðust á árarnar og gerðu mótið að því sem það varð, án þeirra hefði þetta ekki gengið upp.

Þátttakendur að þessu sinni voru 1650, þar af 1500 leikmenn. Fjöldi liða var 105, 40 kvennalið og 65 karlalið. Liðin komu alls staðar að af landinu og fimm lið komu erlendis frá, þar af þrjú frá Danmörku, eitt frá Englandi og eitt frá Færeyjum.

Eins og við er að búast lauk ReyCup 2009 með verðlaunaafhendingu. Veitt voru verðlaun til efstu liða í hverjum flokki, háttvísiverðlaun KSÍ í hverjum flokki og einnig háttvísiverðlaun ReyCup sem árlega eru veitt því félagi sem hefur staðið sig best utan vallar sem innan. Geir Þorsteinsson formaður KSÍ veitti aðalverðlaun mótsins, ég fékk það hlutverk að veita silfurverðlaun, en Kristinn Einarsson, formaður stjórnar ReyCup veitti bronsverðlaun. Það var víða dramatík og var afar sérstakt að veita silfurverðlaunin, þar áttu margir erfitt með að gleðjast yfir árangrinum og voru ósáttir við að vera ekki að taka við gullinu. Mest sárindin voru þó sennilega hjá Fylkisdrengjum í 3. flokki KK A liða, en þar þurfti vítaspyrnukeppni til að fá úr því skorið hver yrði sigurvegari.

Grillið í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum og ballið með Ingó og Veðurguðunum á Broadway á laugardagskvöldið sló í gegn að vanda. A
lmennt var ekki annað að heyra en þátttakendur færu sáttir heim af mótinu, en þreyttir eftir mikla útiveru í frábæru veðri og mikla skemmtun. Það var ánægjulegt að heyra liðsstjóra Reading liðsins lýsa því yfir að þetta mót stæði algerlega jafnfætis flottustu mótum sem þeir hefðu tekið þátt í og hefur hann farið víða með leikmenn Reading liðsins. Margir eru strax farnir að plana komu á ReyCup 2010, sem haldið verður síðustu helgi fyrir verslunarmannahelgi á næsta ári.

Sjá nánar um mótið, myndir og fleira á www.reycup.is


Segir meira en margt annað um formann utanríkismálanefndar!

Þeim tókst að tengja þetta við DO og þannig á að gera lítið úr þessu áliti. Þetta fólk er engan vegin hæft til þess að taka upplýsta afstöðu eða ákvörðun um framtíð okkar hér í þessu landi. Held að væri nær að tekið væri mark á þeim varnaðarorðum sem lögð eru fram og hlusta á álit þeirra sem hafa uppi efasemdir.
mbl.is Ekki formleg umsögn Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný stefnumótun stendur vörð um þjónustu Strætó

Stjórn og stjórnendur Strætó bs. hafa undanfarna mánuði unnið að mótun stefnu og framtíðarsýnar fyrir fyrirtækið ásamt því að endurskilgreina hlutverk þess sem þjónustufyrirtækis. Stefnumótunin hefur, eðli máls samkvæmt, verið undir áhrifum af þeim efnahagslegu þrengingum sem við búum við um þessar mundir. Fjármunir og fjármagn er af skornum skammti og sterk krafa er um það í samfélaginu að vel sé farið með almannafé um leið og leitast er við að veita góða og styrka þjónustu.

Höfuðmarkmið Strætó bs. er að strætósamgöngur á höfuðborgarsvæðinu séu góður og öruggur kostur í samanburði við aðra ferðamáta og stuðli að því að draga úr bílaumferð og þeim vandamálum sem henni fylgja. Framtíðarsýn stjórnar Strætó bs. er að í árslok 2014 verði Strætó þekkt sem fyrirmyndarfyrirtæki á sviði umhverfisvænna og skilvirkra strætósamgangna. Að þjónusta fyrirtækisins verði framúrskarandi og svari þörfum mikilvægustu markhópa þess. Leiðakerfið verði skilvirkt og hagkvæmt og starfsfólk ánægt og stolt af sínum störfum. Ímynd fyrirtækisins skal einkennast af virðingu, þjónustulund og vingjarnlegu viðmóti gagnvart notendum. Þá er stefnt að því að nýting fjármagns sem bundið er í rekstrinum verði með því besta sem þekkist og eigendur þess verði ánægðir með það samfélagslega virði sem þjónustan skapar. 

Þjónustustefna til framtíðar

Stjórn Strætó bs. hefur skilgreint ítarlega þjónustustefnu í þeirri viðleitni að gera framtíðarsýn sína að veruleika. Þessi stefna er grundvölluð  á nokkrum lykilmarkmiðum en hana er hægt að nálgast í heild sinni á http://www.straeto.is/.  

Meðal helstu lykilmarkmiða er að leiðarkerfið skuli vera auðskilið og taka mið af almennum ferðaþörfum. Áhersla verður lögð á þjónustu á annatíma og hún efld eftir þörfum þannig að vagnar á stofnleiðum og öðrum helstu leiðum aki með að minnsta kosti 15 mínútna tíðni. Á öðrum tímum þ.e. um kvöld og á laugardögum og helgidögum sé þjónustan löguð að eftirspurn og haldið innan eðlilegra kostnaðarmarka á hverja ferð. Á minna notuðum leiðum getur tíðnin verið breytileg og í samræmi við notkun. Almennt er stefnt er að því að lækka meðalkostnað hverrar ferðar í leiðakerfinu í heild.

Mikilvægt er að hafa í huga að akstursleiðir geta breyst samfara fjölgun eða fækkun farþega. Til grundvallar verða þá hafðar nákvæmar reglubundnar talningar ásamt kostnaðarmati.

Í þjónustustefnunni er mikil áhersla á áreiðanleika, stundvísi og þægindi og þau markmið sett að 95% ferða séu innan 3ja mínútna frá áætlun og að vagninn sé aldrei á undan áætlun. Í því sambandi verður unnið að því með sveitarfélögunum að strætisvagnar fái aukinn forgang í umferðinni og þeir losaðir eftir megni við almennar ferðatafir.

Lögð verður aukin áhersla á innkaup og notkun umhverfisvænna vagna og nýtingu á umverfisvænum og innlendum orkugjöfum á borð við metan og raforku. Þá verða gerðar auknar kröfur til gæða og útbúnaðar í vögnum til að auka þægindi og öryggi notenda.

Almenna markmiðið er að hlutfall þeirra sem nota almenningssamgangnakerfið verði aukið innan næstu fimm ára. Í því sambandi verða markaðs- og kynningarmál efld og m.a. leitast við að kynna almenningssamgöngur sérstaklega í efri bekkjum grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu og hvetja nemendur til aukinnar notkunar.

Almenningssamgöngur hafa sjaldan verið mikilvægari en einmitt nú. Með stefnumótun Strætó bs. til næstu fimm ára sýna stjórn samlagsins og aðildarsveitarfélög einbeittan vilja sinn til að standa vörð um þjónustuna þannig að hún nýtist sem flestum á eins hagkvæman hátt og kostur er.

 Þessi grein birtist í Fréttablaðinu þann 18. júní síðastliðinn


Umfjöllun um endurfjármögnun Strætó bs í Morgunblaðinu í dag

Taka yfir 435 milljónir króna af lánum Strætó

Nemar sem fengu frítt í strætó í fyrravetur fá kort á 15.000

EIGENDUR Strætó bs., sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, munu yfirtaka hluta af langtímalánum félagsins.

EIGENDUR Strætó bs., sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, munu yfirtaka hluta af langtímalánum félagsins. Jafnframt verður unnið að því að hækka á næstu fimm árum hlutfall fargjalda af heildartekjum Strætó til samræmis við það sem tíðkast í nágrannalöndum.

Stjórn Strætó bs. samþykkti í gær tillögu um endurskipulagningu á rekstri félagsins. Það er mat stjórnar Strætó að endurskipulagningin feli í sér skynsamlega og raunhæfa lausn á núverandi fjárhagsstöðu og veiti jafnframt nýtt tækifæri til uppbyggingar á rekstri og þjónustu.

Nemendur framhaldsskóla og háskóla, sem fengu ókeypis í strætó í fyrravetur, verður í vetur boðið að kaupa níu mánaða kort á 15.000 krónur. „Það var ákveðið að halda nemaverkefninu áfram en með þessum formerkjum,“ sagði Jórunn Frímannsdóttir, stjórnarformaður Strætó við Morgunblaðið í gær.

Nokkrar ástæður eru fyrir því, að sögn Jórunnar, að nemar fá ekki lengur frítt með vagninum. M.a. sú að staðan er erfið hjá sveitarfélögunum en sátt hafi náðst um að fara þessa leið og um verulega niðurgreiðslu sé samt sem áður að ræða. „Þetta var tilraunaverkefni og staðan er einfaldlega önnur nú en árið 2007 þegar farið var af stað. Við lögðum mikið á okkur til að geta haldið verkefninu áfram, því það er mjög jákvætt að hvetja fólk til þess að taka strætó í stað þess að ferðast um á bíl.“

Jórunn lagði áherslu á að níu mánaða kortið væri mjög hagkvæmt. Ef eigandinn færi eina ferð til og frá vinnu eða skóla á dag kostaði hver ferð 75 krónur en eftir niðurgreiðslu væri kostnaðurinn helmingur þess. „Hver ferð kostar því nemann 37,5 krónur, miðað við að hann noti kortið fram og til baka hvern virkan dag.“

Jórunn sagði að skv. talningu nýttu sér alls 700-800 nemendur Háskóla Íslands strætisvagn á sólarhring en nemendur HÍ eru um 12.000. „Þetta er minni notkun en við höfðum búist við fyrst kortið var frítt.“ Einnig verður boðið upp á annarkort, sem á eftir að útfæra með forráðamönnum stúdenta að sögn Jórunnar.

Lánin, sem um ræðir, nema alls um 435 milljónum króna og verða yfirtekin af sveitarfélögunum sem að Strætó standa í hlutfalli af íbúatölu í árslok 2008. Þær kvaðir fylgja yfirtökunni að Strætó verður ekki heimilt að taka ný lán vegna rekstrar eða fjárfestinga.


Endurskipulagning á rekstri Strætó bs. í ljósi erfiðrar rekstrarstöðu: Rekstrargrunnur tryggður með endurfjármögnun og stefnumótun til fimm ára

Stjórn Strætó bs. samþykkti í dag tillögu um endurskipulagningu sem miðar að því að leysa úr erfiðri rekstrarstöðu Strætó og tryggja áframhaldandi grunnþjónustu. Í þessu felst m.a. að eigendur Strætó, sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, yfirtaka hluta af langtímalánum Strætó bs. Jafnframt verður unnið að því að hækka á næstu fimm árum hlutfall fargjalda af heildartekjum Strætó bs. til samræmis við það sem tíðkast í nágrannalöndum.

Það er mat stjórnar Strætó bs. að endurskipulagningin feli í sér skynsamlega og raunhæfa lausn á núverandi fjárhagsstöðu og veiti jafnframt nýtt tækifæri til uppbyggingar á rekstri og þjónustu. Með þessum aðgerðum náist jafnvægi í rekstri og hægt verði að byggja upp ásættanlegt eiginfjár- og veltufjárhlutfall á næstu fimm árum. Lánin sem um ræðir nema alls um 435 milljónum króna og verða yfirtekin af sveitarfélögunum sem að Strætó standa í hlutfalli af íbúatölu í árslok 2008. Þær kvaðir fylgja yfirtökunni að Strætó verður ekki heimilt að taka ný lán vegna rekstrar eða fjárfestinga.

Stjórn Strætó bs. samþykkti jafnframt á fundi sínum í dag nýja þjónustustefnu byggðasamlagsins sem er hluti af heildarstefnumótun fyrir félagið. Þetta er í fyrsta sinn frá stofnun Strætó bs. sem mótuð er sameiginleg stefna sveitarfélaganna um strætósamgöngur.

Þar hafa verið skilgreind þjónustumarkmið sem taka meðal annars til leiðakerfis, þjónustutíðni, akstursleiða, leiðakerfisbreytinga auk þess sem markmið hafa verið sett um áreiðanleika, stundvísi og þægindi fyrir farþega. Þjónustustefnuna má nálgast á www.strætó.is.  

Jafnframt var samþykkt að nemaverkefninu verði framhaldið með þeim hætti að hlutur hvers nemanda verður nú 15.000 krónur fyrir allan veturinn, en jafnframt mun verða boðið upp á að kaupa annarkort. Þar með greiða nemendur um helming af hagkvæmasta fargjaldakosti Strætó, bláa kortinu, sem veitir 75% afslátt af grunngjaldi.

„Almenningssamgöngur hafa sjaldan verið mikilvægari en nú og því er það afar jákvætt að sveitarfélögin hafi náð saman um þessar aðgerðir. Þær eru ekki sársaukalausar, en sýna einbeittan vilja okkar sem að Strætó bs. stöndum til að standa vörð um þjónustuna og tryggja til framtíðar að við getum aukið hana eftir þörfum," segir Jórunn Frímannsdóttir, stjórnarformaður Strætó bs.

„Þetta er mikilvægt skref fyrir Strætó sem þýðir að við höfum fast land undir fótum og getum hafið uppbyggingu. Nú munum við loksins geta einbeitt okkur að rekstrinum og þróun þjónustunnar þannig að hún nýtist sem flestum á eins hagkvæman hátt og kostur er," segir Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs.

Þessi fréttatilkynning var send á fjölmiðla eftir stjórnarfund Strætó bs í dag. 


Tími til að taka Strætó

Þessi grein birtist í Morgunblaðinu í gær 14. júní.

Almenningssamgöngukerfi höfuðborgarsvæðisins stenst fyllilega samanburð við þau lönd sem við berum okkur hvað helst saman við. Engu að síður þá er það svo að við notum þennan góða samgöngumáta of lítið. Nú kreppir víða að og fólk þarf að horfa í hverja krónu og finna leiðir til þess að láta enda ná saman. Ein leið til þess að minnka útgjöld heimilisins er að leggja öðrum eða báðum bílum fjölskyldunnar og nota aðrar leiðir til þess að komast milli staða, best er að byrja á því að taka strætó, hjóla eða ganga til og frá vinnu. Strætó er þægilegur ferðamáti sem fleiri ættu að notfæra sér. Meðan vagnstjórinn sér um aksturinn getur farþeginn setið rólegur og notið ferðarinnar, jafnvel litið í blöðin á leiðinni eða undirbúið sig fyrir daginn. Hvers vegna að keyra sjálfur með allri þeirri fyrirhöfn sem því fylgir þegar þú getur látið skutla þér? Það er ákvörðun að byrja að taka strætó sérstaklega fyrir þá sem ekki hafa tileinkað sér þennan ferðamáta. En það er ekki erfitt að finna út úr því hvernig best sé að taka vagninn, hvar næsta stoppistöð sé eða hvenær vagninn komi. Það er í raun sáraeinfalt. Einfaldast er að byrja á því að fara inn á vefsíðuna www.strætó.is, slá þar inn götuheiti sem lagt skal upp frá og götuheiti sem farið skal til og sjá hvað kemur út úr því.  Þannig má finna hvaða mögulegar leiðir eru færar að fara með strætó milli þessara staða. Á vefsíðunni er auk þess hægt að kaupa farmiða eða kort og láta senda heim að dyrum. Sumarið er kjörinn tími til þess að prófa þetta.  Stjórn Strætó bs hefur verið í stefnumótunarvinnu þar sem mótuð er stefna fyrir fyrirtækið til framtíðar.  Þar er lögð mikil áhersla á þjónustuþætti eins og áreiðanleika, þ.e. að vagninn komi alltaf á réttum tíma, sé aldrei á undan áætlun og ekki meira en þremur mínútum á eftir áætlun. Þar erum við líka að skoða þætti eins og þjónustuþéttni eftir þjónustuþörf og þéttleika íbúðarbyggðar, vegalengd milli stoppistöðva, kostnaðarhlutdeild farþega, þjónustu í vögnunum, þrif og fleira mætti telja allt skiptir þetta miklu máli fyrir notandann. Strætó bs er að vinna sér traust og fastan sess í hugum íbúa höfuðborgarsvæðisins. Það er mikilvægt fyrir Strætó bs að notandinn upplifi þessa þjónustu sem jákvæða, örugga, áreiðanlega og umfram allt þægilega.  Sumarið er tíminn til að prófa að taka strætó og skora ég á unga sem aldna að nota nú sumarið til þess að kynnast þessum fína ferðamáta.     

Sykur, sætuefni, skattar!

Ég ákvað að setja aftur inn þessa bloggfærslu mína frá 20. febrúar 2008 í ljósi umræðunnar um sykurskatt. Ávaxtadrykkir hafa mikil áhrif á tannheilsu og vil ég hvetja  háttvirtan Heilbrigðisráðherra til að kynna sér þessi mál í hörgul áður en hann ríkur af stað með skattlagningu á sykraðar vörur. Hvað um Gervisætuefnin, eru þau heilsusamleg?  

 

Gervisætuefni fitandi! 

Í morgunblaðinu í gær kom fram að vísindamönnum í Bretlandi hafi tekist að sína fram á gervisætuefni geti verið fitandi.  "Gerð var rannsókn á rottum sem látnar voru borða jógúrt og sýndi það sig að þær rottur sem fengu jógúrt með gervisætu borðuðu meira og þyngdust þar af leiðandi meira en þær rottur sem fengu venjulega jógúrt."

Eins og vinir mínir vita þá hef ég lengi haldið því fram að sætuefni, sykurlausir drykkir og fleira þess háttar geti jafnvel leitt til offitu.

Ég hef því miður aldrei haft neinar rannsóknir eða annað slíkt til að styðja við þessa tilgátu mína.  Engu að síður gerðist ég nú svo djörf að setja fram hugleiðingar í þessa veru í grein í Blaðinu í byrjun mars árið 2006.  Hér er hluti þeirrar greinar:

"Hugleiðingar
Ég velti því oft fyrir mér hvort það að neyta fituskertrar og sykurlausrar fæðu sé lausnin gegn offitu.  Er það ekki einmitt þannig að ef við borðum einungis sykurskert eða sykurlaust og fitusnautt þá þurfum við meira magn til þess að fullnægja þörf líkamans fyrir orku.  Getur verið að þessi orku/næringarlausi matur geti haft áhrif á það að við síðan "dettum í það"?  Hlaupum út í sjoppu á kvöldin og borðum svo yfir okkur af sælgæti eða öðrum sætindum fyrir framan sjónvarpið.  Getur verið að það sé köllun líkamans á næringu vegna þess að hann hafi einfaldlega ekki fengið næga orku yfir daginn?  Ég skal ekki segja hvort það sé svo, ég hef engar rannsóknir til þess að styðja þessar hugleiðingar mínar.  Það er þó alveg öruggt að fersk matvara er hollari en unnin og við ættum að reyna eftir fremsta megni að nota eins mikið af fersku hráefni og við mögulega getum. "

Það er vert að velta þessu fyrir sér, svo mikið er víst Wink


Bætt búsetuúrræði fyrir eldri borgara í Reykjavík

Síðan á haustdögum 2006 hef ég veitt forystu (utan hundrað daga) stýrihópi á vegum Borgarráðs sem hefur það hlutverk að vinna að auknum og bættum búsetuúrræðum fyrir eldri borgara í víðum skilningi og eru helstu verkefni hópsins eftirfarandi:

  • Að áætla þörf fyrir hjúkrunarheimili, þjónustuíbúðir, öryggisíbúðir, þjónustukjarna, söluíbúðir og önnur úrræði sem eru brýn fyrir aldraða í borginni.
  • Gera tillögur um uppbyggingu og framkvæmdir á næstu árum á grundvelli þarfagreiningar. Unnið sé út frá því markmiði að eldri borgarar geti búið sem lengst heima.
  • Fjalla um val á samstarfsaðilum, úthlutunarskilmála vegna lóða, fjárhagslegar forsendur og samninga um framkvæmdir í þágu aldraðra.
  • Finna bestu kosti í uppbyggingu búsetuúrræða fyrir eldri borgara.

Stýrihópurinn skilaði nýverið inn stöðuskýrslu til Borgarráðs og er hér farið yfir verkefnin síðustu ár. Ég ákvað að setja þetta hérna inn eins og það er í skýrslunni þó það sé kannski ekki mjög auðlesið svona. Mikið af upplýsingum í þessuóg áhugavert að rýna fyrir áhugasama.

 

Helstu verkefni  2006

Verkefnaskrá

Leitað eftir samstarfi við þá aðila sem eru eingöngu í rekstri og þjónustu við aldraða. Stefnt var að samstarfi, samvinnu og verkaskiptingu vegna framkvæmda og reksturs þjónustu- og öryggisíbúða, þjónustukjarna og hjúkrunarheimilis.

Þann 18. október var skrifað undir viljayfirlýsingar um annars vegar byggingu og rekstur öryggis- og þjónustuíbúða og þjónustu- og menningarmiðstöð við Eir og hins vegar byggingu og rekstur þjónustuíbúða og þjónustukjarna við Sjómannadagsráðs/ Hrafnistu.

Útbúa yfirlitskort þar sem fram koma núverandi byggingar fyrir eldri borgara ásamt ýmsum möguleikum varðandi staðsetningu nýrra bygginga. Stefnt var að því að úthluta lóðum til uppbyggingar fyrir aldraða og er þar sérstaklega horft til svæða við þjónustumiðstöðvar sem þegar eru til staðar.

Svæði við Spöngina. Skipaðar voru tvær nefndir annars vegar undirbúningsnefnd og hins vegar bygginganefnd á vegum Eirar. Undirbúningsnefndin vann að gerð forsagnar fyrir byggingar.

Svæði við Sléttuveg. Skipaðar vinnuhópur. Unnin forsögn svæðisins í samvinnu við Hrafnistu.

Endurbætur á eldra húsnæði í Vesturbæ . Ákveðið að gera könnun varðandi bætt aðgengi innan íbúða og í sameign í húsnæði eldri borgara í Vesurbæ Reykjavíkur. Það snýst um að gera fólki kleift að búa lengur heima.

Svæði í Spönginni. Skipaðar vinnuhópur. Unnin forsögn svæðisins í samvinnu við Hjúkrunarheimilið Eir.

 

Helstu verkefni2007

Verkefnaskrá

Sléttuvegur. Gerð byggingasamnings  við Hrafnistu um byggingu þjónustuíbúða og þjónustukjarna við Sléttuveg.  Á svæðinu verður þjónustukjarni og . Hrafnista mun byggja 100 þjónustuíbúðir og þjónustukjarnann. 

Gerð skilgreininga á þjónustustigi íbúða eldri borgara, þjónustu- og öryggisíbúðir þar sem tekið er mið af þjónustuþörf

Sléttuvegur. Unnið skipulag að lóð undir íbúðir fyrir aldraða .Samtök aldraðra fái lóð undir 58 þjónustuíbúðir í tengslum við þjónustukjarnann. Nýtt deiliskipulag tók gildi þann 12. september.

Svæði í Spönginni. Gerð byggingasamnings  við Hjúkrunarheimilið Eir um byggingu þjónustu- og öryggisíbúða í Spönginni.  Á svæðinu verður þjónustu og menningarmiðstöð.

Nýtt deiliskipulag í Spönginni tók gildi í lok nóvember 2007. Hafinn var bygging 110 þjónustu- og öryggisíbúða en bygging þjónustu- og menningarmiðstöðvar hefst líklega á árinu 2010

Árskógar í Mjódd. Meta möguleika á byggingu nýrra þjónustuíbúða við þjónustumiðstöð Reykjavíkurborgar við Árskóga í Mjódd . Samráð við Félag eldri borgara í Reykjavík.

Tilraunaverkefni með öryggissíma á eitt hundrað heimilum. Tilgangurinn er að veita fólki aukið öryggi og þjónustu þegar það hefur þörf fyrir hana, ýmist með því að leysa úr vanda þess í gegnum síma eða senda starfsfólk á vettvang ef þess gerist þörf.

Gerðuberg. Skoða og meta möguleika á byggingu nýrra þjónustuíbúða við Gerðuberg í Breiðholti, þar má líklega koma fyrir allt að 50 íbúðum.

Heimasíða - Vefsvæði . " Betra að eldast í borginni " Koma upp vefsvæði á heimasíðu Reykjavíkurborgar með upplýsingum um úrræði í búsetumálum aldraðra. Á vefsvæðinu er hægt að nálgast upplýsingar um hvar stendur til að byggja íbúðarhúsnæði fyrir eldri borgara í Reykjavík á næstu árum. Sjá slóða á internetinu http://www.rvk.is/DesktopDefault.aspx/tabid-2324 

 

Helstu verkefni 2008

Verkefnaskrá

Gerð viljayfirlýsingar um úthlutun lóða til Félags eldri borgara í Reykjavík. Borgarráð samþykkti úthlutun í Mjódd og Gerðubergi.

Forvarnarmál  Samstarf við Forvarnarhús Sjóvá um forvarnir í heimahúsum.

Gerð sérskilmála um úthlutun lóða til félaga og samtaka eldri borgara fyrir íbúðir Reykvíkinga 67 ára og eldri. Meginmarkmiðið er að stuðla að uppbyggingu sérhannaðra íbúða og tryggja að íbúðir sem  byggðar eru verði seldar á kostnaðarverði.

Unnið að tillögum með Elliheimilinu Grund, dvalar- og hjúkrunarheimili, að uppbyggingu hjúkrunarheimilis og þjónustuíbúða í Reykjavík. Skipulag í Úlfarsfelli - Úlfarsárdal til skoðunar . Unnið er að mótun hugmynda um byggingu 200 íbúða fyrir aldraða í Úlfarsárdal í tengslum við uppbyggingu þjónustu og verslunar þar. Humanitas

Biðlistar eftir þjónustuíbúðum. Markmið verkefnis: Að áætla þörf fyrir  þjónustuíbúðir, öryggisíbúðir,  söluíbúðir og önnur úrræði sem eru brýn fyrir aldraða í borginni

Lóð við Gerðuberg, Hólaberg 84. Úthlutun byggingaréttar á 49 íbúðum til Félags eldri borgara í Reykjavík  og viljayfirlýsing um kaup Reykjavíkurborgar á 12 íbúðum

Gerð þjónustusamninga við  Hrafnistu. Samningur um þá þjónustu sem veita á og hvað hún kostar,.

 

Helstu verkefni 2009

Verkefnaskrá

Gerð húsaleigusamnings við  Hrafnistu. Samningur um leigu á 20 þjónustuíbúðum við Skógarveg.

Gerð húsaleigusamnings við  Eir / Hjúkrunarheimili. Samningur um leigu á 22 öryggisíbúðum við Fróðengi 1 - 11.

Undirbúningur vegna byggingar hjúkrunarheimilis við Sléttuveg. Viðræður við ríkið og Hrafnistu .

Árskógar í Mjódd. Umsögn um stækkun hjúkrunarheimilis við Árskóga í Mjódd . Samráð við framkvæmdastjóra.

Skoða það að koma á styrkjum til breytinga á íbúðum, kjósi einstaklingar heldur að búa áfram á sama stað og fá aukna þjónustu þangað. Semja reglur, ræða við ríkið, fjármögnun o.fl.

Gerð húsaleigusamnings við  Hrafnistu. Samningur um leigu á 1400 m2 þjónusturými við Sléttuveg.

Athugun á byggingarkostnaði íbúðarhúsnæðis fyrir aldraða og leitað verði upplýsinga hjá byggingaraðilum.

Gerð þjónustusamninga við  Eir/hjúkrunarheimili. Samningur um þá þjónustu sem Eir á að veita annars vegar og hins vegar borgin og hvað hún kostar,.

Í undirbúningi, hönnun og framkvæmd er nú bygging um 336 öryggis- og þjónustuíbúða. Þær skiptast þannig:

 

 

 

 

 

Staður

Samstarfsaðili

Fjöldi íbúða

Eigna- og/eða búsetuíbúðir

Leiguíbúðir

Spöngin

Eir hjúkrunarheimili

110

90

20

Sléttuvegur

Hrafnista/DAS

Allt að 100

70

30

Sléttuvegur

Samtök aldraðra

58

58

 

Skógarvegur

Félögin Skógarleiti ehf og Elliárin ehf

20

20

 

Gerðuberg

Félag eldri borgara

48

34

12

 

 

 

 

 

Til viðbótar við ofangreint fer fram forathugun, deiliskipulagsvinna og frumhönnun varðandi byggingarlóðir á svæði í Suður - Mjódd,  Norðurbrún, Dalbraut og Furugerði 1 eða allt að 110 þjónustuíbúðir.

Staður

Samstarfsaðili

Fjöldi íbúða

Eigna- og/eða búsetuíbúðir

Leiguíbúðir

Norðurbrún

Félagsbústaðir

Allt að 20

 

20

Dalbraut

Félagsbústaðir

Allt að14 

 

14

Furugerði 1

Félagsbústaðir

Allt að 6 

 

6

Mjóddin

Félag eldri borgara

Allt að 70

70

0

Einnig  fer fram frumathugun varðandi byggingarlóðir í Úlfarsfelli. Unnið hefur verið yfirlit yfir lausar íbúðir sem eru til sölu hjá Félagi eldri borgara ,Samtökum aldraðra og annarra félaga. Í dag eru um 60 íbúðir á söluskrá.

Samkvæmt þessum upplýsingum munu því verða um 500 íbúðir fyrir eldri borgara til sölu og leigu árin 2009 til 2013, en áætluð þörf samkvæmt greiningu og grófri áætlun næstu fimm árin er um 600 íbúðir. Með innkomu bygginga fyrir eldri borgara í Úlfarsfelli á seinni hluta þessa tímabils verður framboð orðið það sama og áætluð þörf.  

 

 

 


Knattspyrnufélagið Þróttur kynnir nýjung í starfsemi íþróttafélaga á Íslandi og gengur í Bandalag með fjölda fyrirtækja

Trottur_logo_2004_Prent25x325Knattspyrnufélagið Þróttur fagnar á þessu ári 60 ára afmæli sínu og vill  á þeim tímamótum kynna nýja og skapandi hugsun sem er svar þessa síunga félags við þeim erfiðleikum sem dunið hafa yfir og hafa mikil áhrif á allt starf og rekstrarumhverfi íþróttafélaga.

Hvað kynnum við?

Við kynnum BANDALAGIÐ sem er nýjung í fjármögnun og rekstri Knattspyrnudeildar Þróttar þar sem byggt er á annarskonar hugmyndafræði en verið hefur við lýði til þessa í rekstri íþróttafélaga á Íslandi.

Hvað er BANDALAGIÐ?

Hugmyndin er fengin að láni frá Danmörku, þar sem hún hefur gefist afar vel. Í samstarfi við fjölda fyrirtækja verður til BANDALAGIÐ sem hefur að markmiði að efla og styrkja Þrótt til dáða en líka að búa til margvísleg og verðmæt tengsl milli einstaklinga og fyrirtækja. Þróttur verður einskonar miðpunktur í samvinnu ólíkra fyrirtækja sem geta þó átt sameiginlega hagsmuni þegar allt kemur til alls og eiga það sameiginlegt að vilja, þrátt fyrir erfitt ástand, halda áfram að styðja við kröftugt íþróttafélag sem rekur umfangsmikið barna- og unglingastarf í hjarta höfuðborgarinnar. Í BANDALAGINU er nú þegar fjöldi fyrirtækja og fleiri hafa lýst áhuga á að taka þátt í því og tengjast félaginu.

Hversvegna BANDALAGIÐ

Þróttur þarf að bregðast við samdrætti í samfélaginu líkt og allir aðrir.   Í stað þess að leita eftir einum til tveimur áberandi styrktarfyrirtækjum er hugsunin sú að margar hendur vinni létt verk. Með stofnun BANDALAGSINS verður til vettvangur fyrir smærri og stærri fyrirtækja til að taka höndum saman á nýjan hátt og styrkja gott málefni. Markmiðið er að búa til í senn vina- og viðskiptasamband sem lifað getur um lengri tíma. Þróttarar telja að ástandið í samfélaginu kalli á nýja hugsun og nýjar leiðir í samvinnu fyrirtækja og íþróttafélaga. BANDALAGIÐ er okkar framlag.

Hver er ávinningurinn af BANDALAGINU

Ávinningurinn fyrir Þrótt er ótvíræður því stuðningur fyrirtækja er íþróttafélögum nauðsynlegur. Ávinningurinn fyrir fyrirtækin verður margvíslegur sömuleiðis og sérstaklega í gegnum það tengslanet sem skapast. Því fleiri fyrirtæki sem taka þátt í BANDALAGINU því öflugra verður það og því verðmætara verður það fyrir þá sem þar eru. Stærsti ávinningurinn er þó fólgin í þeirri samfélagslegu ábyrgð sem fyrirtækin sýna með því að taka áfram þátt í jafn mikilvægu verkefni og rekstri íþróttafélagsins

Hvernig tengjast menn innan BANDALAGSINS?

Tengingarnar verða með fjölbreyttum hætti. Miðpunktur samstarfsins verður ný heimasíða, www.bandalagid.is en þar geta fyrirtæki unnið saman á hefðbundin hátt, boðið fram vöru og þjónustu, leitað eftir samstarfi og stofnað til nýrra viðskiptasambanda. Þarna   rúmast allt sem hægt er að nefna, tilboð á kartöflum, fyrirlestrar um stjórnum, nýjungar í vöruúrvali og bætt þjónusta. Fyrirtækin sjálf geta nýtt BANDALAGIÐ eins og þau vilja og því fleiri sem nýta það, því kraftmeiri miðill verður það. Um leið leggur Þróttur áherslu á að félagsmenn félagsins þekki BANDALAGIÐ og þá sem í því eru og svari stuðningi fyrirtækjanna með því að bindast þeim sterkum böndum.

IMG_0794 

Geta allir tekið þátt í BANDALAGINU

Já, öll fyrirtæki sem vilja geta verið með.   Engum verður úthýst úr BANDLAGINU.

Hvernig sést BANDALAGIÐ?

Fyrirtækin sem eru í BANDALAGINU verða kynnt með sérstökum hætti á heimaleikjum Þróttar í Pepsi-deildinni í sumar. Að auki verða þau áberandi á íþróttasvæði félagsins jafnt í leik og starfi. Þróttur leggur mikla áherslu á að kynna vel þau fyrirtæki sem með þessum hætti taka þátt í jákvæðri uppbyggingu. Þetta allt er mikilvægt, en síðast en ekki síst verður það einkennismerki BANDLAGSINS sem mun prýða búninga Þróttar í sumar.

Hver verða áhrifin af BANDALAGINU?

Þróttarar eru í eðli sínu glaðir og geðfelldir. Þetta mun ýta undir það. Þessi gleði mun smitast inn í fyrirtækin og frá þeim áfram út í samfélagið og veitir ekki af á þessum síðustu og verstu. Þetta er með öðrum orðum BANDALAG sem kallar fram betra líf og betri fótbolta.


Samþætt þjónusta í hverfum borgarinnar - tillaga samþykkt samhljóða í borgarstjórn í dag

Í borgarstjórn í dag lögðum við fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fram svohljóðandi tillögu:

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir að hefja vinnu við mótun stefnu um samþætta þjónustu í hverfum borgarinnar. Markmið með mótun stefnu um samþætta þjónustu er að ná sameiginlegri pólitískri sýn á þróun, starfsemi, hlutverk og stefnu hverfatengdrar þjónustu í þágu borgarbúa til framtíðar. Borgarráð skipi sjö manna vinnuhóp sem vinni að mótun stefnunnar og leggi hana fyrir borgarráð á fyrsta fundi borgarráðs í október.

Með tillögunni var lögð fram greinagerð sem síðan var dregin til baka að beiðni minnihlutans, en aðalástæða þess að minnihlutinn vildi að greinagerðin færi út var sú að í greinagerðinni var fjallað um það að mikilvægt væri á þessum tímum að taka mið af ástandinu í þjóðfélaginu og því aldrei mikilvægara en nú að hafa hagkvæmni í huga við mótun stefnu til framtíðar. Greinagerðin var svohljóðandi:

Árið 2005 samþykkti borgarstjórn að setja á laggirnar fimm og síðar sex þjónustumiðstöðvar í hverfum borgarinnar.
Markmiðin með stofnun þjónustumiðstöðva voru eftirfarandi:

  • Að þjónustan verði aðgengilegri og íbúar geti snúið sér á einn stað með erindi sín
  • Að veita markvissari þjónustu með samþættingu verkefna
  • Að efla félagsauð í hverfum, auka samstarf við íbúa, frjáls félagasamtök og aðra þá sem sinna grasrótarstarfsemi í hverfum
  • Að búa borgina undir framtíðina, meðal annars til þess að hún geti tekið við fleiri verkefnum frá ríkinu

Ákvörðun þáverandi meirihluta í borgarstjórn um stofnun þjónustumiðstöðva var tekin í ágreiningi. Það sem aðallega var gagnrýnt var helst eftirfarandi:

  • Miðstöðvarnar þóttu of litlar og ekki var talið að þær gætu orðið alhliða miðstöðvar fyrir alla þjónustu borgarinnar, "one stop shop" eins og lagt var upp með.
  • Gagnrýnt var að framkvæmd þjónustunnar yrði dýrari en áður með því að dreifa henni með þessum hætti.
  • Þjónusta sem flutt var undir stjórn þjónustumiðstöðva var að stærstum hluta velferðarþjónusta og aðeins hluti af annarri starfsemi borgarinnar var færður undir þeirra hatt. Strax í upphafi var því talið að  þjónustmiðstöðvarnar væru ekki að ná upphaflegu markmiði sínu.

Ákveðin reynsla er nú komin á rekstur þjónustumiðstöðva þau þrjú og hálft ár sem þær hafa starfað. Kjörnir fulltrúar hafa haft mismunandi sýn hvað varðar þróun þjónustumiðstöðva og því hvort þjónustu borgarinnar sé betur fyrir komið dreifstýrt eða miðlægt.  Af þessum ástæðum er talin þörf á mótun skýrrar stefnu borgarstjórnar, sem nýtur stuðnings bæði meiri&#x2010; og minnihluta.

Næstu ár verða ár samdráttar í tekjum borgarinnar á sama tíma og eftirspurn eftir þjónustu hennar er líkleg til að aukast á ákveðnum sviðum. Æskilegt er því að tekið verði ríkt tillit til þess kostnaðar (eða sparnaðar) sem hugsanlega hlýst af nýrri stefnu sem gæti falið í sér breytt skipulag eða aðra þætti sem tengjast þjónustumiðstöðvum. Lagt er til að einkum verði lögð áhersla á aðgerðir sem hafi í för með sér skjótan ávinning (fyrir starfsemi og/eða kostnað), séu einfaldar í framkvæmd og kostnaður við þær sé í lágmarki. Miða skal við að fulltrúar starfshópsins endurspegli þau svið sem veita þjónustu í hverfum borgarinnar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jórunn Frímannsdóttir

Höfundur

Jórunn Ósk Frímannsdóttir
Jórunn Ósk Frímannsdóttir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...i_mbl_blogg
  • ...logo
  • ...k_mynd_stor
  • Jólakortamynd 2009 003
  • DSCN2230

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband