Samþætt þjónusta í hverfum borgarinnar - tillaga samþykkt samhljóða í borgarstjórn í dag

Í borgarstjórn í dag lögðum við fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fram svohljóðandi tillögu:

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir að hefja vinnu við mótun stefnu um samþætta þjónustu í hverfum borgarinnar. Markmið með mótun stefnu um samþætta þjónustu er að ná sameiginlegri pólitískri sýn á þróun, starfsemi, hlutverk og stefnu hverfatengdrar þjónustu í þágu borgarbúa til framtíðar. Borgarráð skipi sjö manna vinnuhóp sem vinni að mótun stefnunnar og leggi hana fyrir borgarráð á fyrsta fundi borgarráðs í október.

Með tillögunni var lögð fram greinagerð sem síðan var dregin til baka að beiðni minnihlutans, en aðalástæða þess að minnihlutinn vildi að greinagerðin færi út var sú að í greinagerðinni var fjallað um það að mikilvægt væri á þessum tímum að taka mið af ástandinu í þjóðfélaginu og því aldrei mikilvægara en nú að hafa hagkvæmni í huga við mótun stefnu til framtíðar. Greinagerðin var svohljóðandi:

Árið 2005 samþykkti borgarstjórn að setja á laggirnar fimm og síðar sex þjónustumiðstöðvar í hverfum borgarinnar.
Markmiðin með stofnun þjónustumiðstöðva voru eftirfarandi:

  • Að þjónustan verði aðgengilegri og íbúar geti snúið sér á einn stað með erindi sín
  • Að veita markvissari þjónustu með samþættingu verkefna
  • Að efla félagsauð í hverfum, auka samstarf við íbúa, frjáls félagasamtök og aðra þá sem sinna grasrótarstarfsemi í hverfum
  • Að búa borgina undir framtíðina, meðal annars til þess að hún geti tekið við fleiri verkefnum frá ríkinu

Ákvörðun þáverandi meirihluta í borgarstjórn um stofnun þjónustumiðstöðva var tekin í ágreiningi. Það sem aðallega var gagnrýnt var helst eftirfarandi:

  • Miðstöðvarnar þóttu of litlar og ekki var talið að þær gætu orðið alhliða miðstöðvar fyrir alla þjónustu borgarinnar, "one stop shop" eins og lagt var upp með.
  • Gagnrýnt var að framkvæmd þjónustunnar yrði dýrari en áður með því að dreifa henni með þessum hætti.
  • Þjónusta sem flutt var undir stjórn þjónustumiðstöðva var að stærstum hluta velferðarþjónusta og aðeins hluti af annarri starfsemi borgarinnar var færður undir þeirra hatt. Strax í upphafi var því talið að  þjónustmiðstöðvarnar væru ekki að ná upphaflegu markmiði sínu.

Ákveðin reynsla er nú komin á rekstur þjónustumiðstöðva þau þrjú og hálft ár sem þær hafa starfað. Kjörnir fulltrúar hafa haft mismunandi sýn hvað varðar þróun þjónustumiðstöðva og því hvort þjónustu borgarinnar sé betur fyrir komið dreifstýrt eða miðlægt.  Af þessum ástæðum er talin þörf á mótun skýrrar stefnu borgarstjórnar, sem nýtur stuðnings bæði meiri‐ og minnihluta.

Næstu ár verða ár samdráttar í tekjum borgarinnar á sama tíma og eftirspurn eftir þjónustu hennar er líkleg til að aukast á ákveðnum sviðum. Æskilegt er því að tekið verði ríkt tillit til þess kostnaðar (eða sparnaðar) sem hugsanlega hlýst af nýrri stefnu sem gæti falið í sér breytt skipulag eða aðra þætti sem tengjast þjónustumiðstöðvum. Lagt er til að einkum verði lögð áhersla á aðgerðir sem hafi í för með sér skjótan ávinning (fyrir starfsemi og/eða kostnað), séu einfaldar í framkvæmd og kostnaður við þær sé í lágmarki. Miða skal við að fulltrúar starfshópsins endurspegli þau svið sem veita þjónustu í hverfum borgarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jórunn Frímannsdóttir

Höfundur

Jórunn Ósk Frímannsdóttir
Jórunn Ósk Frímannsdóttir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...i_mbl_blogg
  • ...logo
  • ...k_mynd_stor
  • Jólakortamynd 2009 003
  • DSCN2230

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 84712

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband