Umfjöllun um endurfjármögnun Strætó bs í Morgunblaðinu í dag

Taka yfir 435 milljónir króna af lánum Strætó

Nemar sem fengu frítt í strætó í fyrravetur fá kort á 15.000

EIGENDUR Strætó bs., sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, munu yfirtaka hluta af langtímalánum félagsins.

EIGENDUR Strætó bs., sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, munu yfirtaka hluta af langtímalánum félagsins. Jafnframt verður unnið að því að hækka á næstu fimm árum hlutfall fargjalda af heildartekjum Strætó til samræmis við það sem tíðkast í nágrannalöndum.

Stjórn Strætó bs. samþykkti í gær tillögu um endurskipulagningu á rekstri félagsins. Það er mat stjórnar Strætó að endurskipulagningin feli í sér skynsamlega og raunhæfa lausn á núverandi fjárhagsstöðu og veiti jafnframt nýtt tækifæri til uppbyggingar á rekstri og þjónustu.

Nemendur framhaldsskóla og háskóla, sem fengu ókeypis í strætó í fyrravetur, verður í vetur boðið að kaupa níu mánaða kort á 15.000 krónur. „Það var ákveðið að halda nemaverkefninu áfram en með þessum formerkjum,“ sagði Jórunn Frímannsdóttir, stjórnarformaður Strætó við Morgunblaðið í gær.

Nokkrar ástæður eru fyrir því, að sögn Jórunnar, að nemar fá ekki lengur frítt með vagninum. M.a. sú að staðan er erfið hjá sveitarfélögunum en sátt hafi náðst um að fara þessa leið og um verulega niðurgreiðslu sé samt sem áður að ræða. „Þetta var tilraunaverkefni og staðan er einfaldlega önnur nú en árið 2007 þegar farið var af stað. Við lögðum mikið á okkur til að geta haldið verkefninu áfram, því það er mjög jákvætt að hvetja fólk til þess að taka strætó í stað þess að ferðast um á bíl.“

Jórunn lagði áherslu á að níu mánaða kortið væri mjög hagkvæmt. Ef eigandinn færi eina ferð til og frá vinnu eða skóla á dag kostaði hver ferð 75 krónur en eftir niðurgreiðslu væri kostnaðurinn helmingur þess. „Hver ferð kostar því nemann 37,5 krónur, miðað við að hann noti kortið fram og til baka hvern virkan dag.“

Jórunn sagði að skv. talningu nýttu sér alls 700-800 nemendur Háskóla Íslands strætisvagn á sólarhring en nemendur HÍ eru um 12.000. „Þetta er minni notkun en við höfðum búist við fyrst kortið var frítt.“ Einnig verður boðið upp á annarkort, sem á eftir að útfæra með forráðamönnum stúdenta að sögn Jórunnar.

Lánin, sem um ræðir, nema alls um 435 milljónum króna og verða yfirtekin af sveitarfélögunum sem að Strætó standa í hlutfalli af íbúatölu í árslok 2008. Þær kvaðir fylgja yfirtökunni að Strætó verður ekki heimilt að taka ný lán vegna rekstrar eða fjárfestinga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jórunn Frímannsdóttir

Höfundur

Jórunn Ósk Frímannsdóttir
Jórunn Ósk Frímannsdóttir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...i_mbl_blogg
  • ...logo
  • ...k_mynd_stor
  • Jólakortamynd 2009 003
  • DSCN2230

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 84712

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband