Endurskipulagning á rekstri Strætó bs. í ljósi erfiðrar rekstrarstöðu: Rekstrargrunnur tryggður með endurfjármögnun og stefnumótun til fimm ára

Stjórn Strætó bs. samþykkti í dag tillögu um endurskipulagningu sem miðar að því að leysa úr erfiðri rekstrarstöðu Strætó og tryggja áframhaldandi grunnþjónustu. Í þessu felst m.a. að eigendur Strætó, sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, yfirtaka hluta af langtímalánum Strætó bs. Jafnframt verður unnið að því að hækka á næstu fimm árum hlutfall fargjalda af heildartekjum Strætó bs. til samræmis við það sem tíðkast í nágrannalöndum.

Það er mat stjórnar Strætó bs. að endurskipulagningin feli í sér skynsamlega og raunhæfa lausn á núverandi fjárhagsstöðu og veiti jafnframt nýtt tækifæri til uppbyggingar á rekstri og þjónustu. Með þessum aðgerðum náist jafnvægi í rekstri og hægt verði að byggja upp ásættanlegt eiginfjár- og veltufjárhlutfall á næstu fimm árum. Lánin sem um ræðir nema alls um 435 milljónum króna og verða yfirtekin af sveitarfélögunum sem að Strætó standa í hlutfalli af íbúatölu í árslok 2008. Þær kvaðir fylgja yfirtökunni að Strætó verður ekki heimilt að taka ný lán vegna rekstrar eða fjárfestinga.

Stjórn Strætó bs. samþykkti jafnframt á fundi sínum í dag nýja þjónustustefnu byggðasamlagsins sem er hluti af heildarstefnumótun fyrir félagið. Þetta er í fyrsta sinn frá stofnun Strætó bs. sem mótuð er sameiginleg stefna sveitarfélaganna um strætósamgöngur.

Þar hafa verið skilgreind þjónustumarkmið sem taka meðal annars til leiðakerfis, þjónustutíðni, akstursleiða, leiðakerfisbreytinga auk þess sem markmið hafa verið sett um áreiðanleika, stundvísi og þægindi fyrir farþega. Þjónustustefnuna má nálgast á www.strætó.is.  

Jafnframt var samþykkt að nemaverkefninu verði framhaldið með þeim hætti að hlutur hvers nemanda verður nú 15.000 krónur fyrir allan veturinn, en jafnframt mun verða boðið upp á að kaupa annarkort. Þar með greiða nemendur um helming af hagkvæmasta fargjaldakosti Strætó, bláa kortinu, sem veitir 75% afslátt af grunngjaldi.

„Almenningssamgöngur hafa sjaldan verið mikilvægari en nú og því er það afar jákvætt að sveitarfélögin hafi náð saman um þessar aðgerðir. Þær eru ekki sársaukalausar, en sýna einbeittan vilja okkar sem að Strætó bs. stöndum til að standa vörð um þjónustuna og tryggja til framtíðar að við getum aukið hana eftir þörfum," segir Jórunn Frímannsdóttir, stjórnarformaður Strætó bs.

„Þetta er mikilvægt skref fyrir Strætó sem þýðir að við höfum fast land undir fótum og getum hafið uppbyggingu. Nú munum við loksins geta einbeitt okkur að rekstrinum og þróun þjónustunnar þannig að hún nýtist sem flestum á eins hagkvæman hátt og kostur er," segir Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs.

Þessi fréttatilkynning var send á fjölmiðla eftir stjórnarfund Strætó bs í dag. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Frábært framtak Jórunn.

Hérna er sú framtíðarsýn sem ég sé fyrir Strætó.  Við þurfum að taka þetta allt saman upp á nýtt plan og fara að horfa miklu miklu lengra fram í tímann.  Það gerir enginn betur en OR.  Samlegðaráhrifin eru algjör.

Sjá nánar: http://siggiulfars.blog.is/blog/siggiulfars/entry/648855/ og
http://siggiulfars.blog.is/blog/siggiulfars/entry/567198/.

Gangi ykkur vel!

Sigurður Viktor Úlfarsson, 16.6.2009 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jórunn Frímannsdóttir

Höfundur

Jórunn Ósk Frímannsdóttir
Jórunn Ósk Frímannsdóttir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...i_mbl_blogg
  • ...logo
  • ...k_mynd_stor
  • Jólakortamynd 2009 003
  • DSCN2230

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 84713

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband