Ærin verkefni - hugleiðingar...

Það eru ærin verkefni sem við sem erum í forsvari fyrir rekstur sveitarfélags eins og Reykjavíkur þurfum að takast á við næstu vikur og mánuði.

Það er ekki ólíklegt að tekjur borgarinnar dragist það mikið saman að nauðsynlegt verði að stokka upp og fara gaumgæfilega ofan í saumana á því hvaða og hvernig þjónustu við veitum. Það er mikilvægt að vanda til verka þegar kemur að því og leita í smiðju annarra þjóða. Það höfum við gert og erum að gera. Hægt er að sækja mikla þekkingu til Finnlands þar sem margt var vel gert í kreppunni sem þar gekk yfir í byrjun tíunda áratugarins, en margt var líka miður gert og af því þarf að læra. Hvað getum við gert betur og hvernig, hvar verður að halda úti þjónustu og hvernig þjónustu?

Mikilvægasta verkefni okkar í dag er að finna út hvernig sporna má við langtímaafleiðingum atvinnuleysis og finna hvernig við getum við ýtt undir fjölgun starfa.  Það er aldrei mikilvægara en nú að velta þessu vel fyrir sér, ekki síst hvað varðar börnin okkar - þau eru framtíð þessa lands.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jórunn Frímannsdóttir

Höfundur

Jórunn Ósk Frímannsdóttir
Jórunn Ósk Frímannsdóttir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...i_mbl_blogg
  • ...logo
  • ...k_mynd_stor
  • Jólakortamynd 2009 003
  • DSCN2230

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 84712

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband