Hvað gerist ef við semjum "ekki" um Icesave? Hugleiðingar leikmanns!

  • Eru öll lönd heims upptekin af því að við borgum Hollendingum og Bretum á þeirra forsendum?
  • Eða skiptir það önnur ríki kannski ekki svo miklu máli?
  • Getum við ákveðið að gera þetta upp á okkar forsendum, þeir tóku jú ákvörðun um að greiða út með þeim hætti sem gert var, getum við farið aðra leið og greitt þetta út á nokkrum árum.
  • Getum við krafist skaðabóta gagnvart Bretum sem gerðu eignir okkar að engu og málið allt erfiðara?
  • Hvaða stöðu hafa þessi lönd til þess að fara að beita okkur refsiaðgerðum eins og nefnt hefur verið?
  • Hvað segja Bandaríkin?
  • Munu verða settar á okkur viðskiptaþvinganir frá öðrum löndum en Bretlandi og Hollandi?
  • Hvaða möguleika eigum við eftir að við samþykkjum allar þessar skuldbindingar á þjóðina?
  • Hvernig lánafyrirgreiðslur fáum við í framhaldinu? 
  • Hvaða vexti fáum við?
  • Hvernig mun okkur ganga að endurfjármagna orkufyrirtækin, þegar þjóðarbúið verður skuldsett upp á margfalda þjóðarframleiðslu og mörg spurningamerki framundan?
  • Getum við hugsanlega endurfjármagnað okkur sjálf með lífeyrissjóðunum og því sem við eigum?

Ég veit ekki svörin við þessum spurningum enda hef ég ekki aðgang að þeim upplýsingum sem þeir hafa sem standa í framlínunni fyrir okkur en hitt veit ég að...

við munum áfram selja fiskinn...
við eigum orkuna okkar og alla þá möguleika sem hún bíður upp á...
við getum brauðfætt þjóðina...

við eigum menntunina okkar og þekking okkar er eftirsóknarverð...
við eigum endalaust af hreinu vatni...
við höfum myndað mikil tengsl um allan heim sem við getum áfram byggt á...
hreinu afurðirnar okkar eru  áfram eftirsóknarverðar...
Ísland verður áfram áhugavert...

Við erum og verðum ríkt land, við erum öfunduð um allan heim af auðlindunum okkar og við verðum það áfram. Hvað gerist ef við semjum "ekki" um Icesave á þeim forsendum og afarkostum sem við nú stöndum frammi fyrir? Það er stóra spurningin?

Mig langar að lokum að láta fylgja ljóðið Ég elska mitt land eftir Unni Sólrúnu Bragadóttur sem ég hef áður sett hér inn. Það minnir okkur á hvílíkt land það er sem við eigum og hvað við erum í raun einstök, ekki bara landið okkar heldur ekki síður menningin, gildin, normin og kannski umfram allt krafturinn og þrautseigjan. það megum við ekki missa!

Ég elska þetta land með ljóðum sínum öllum,
með lækjarbotnum, dalvörpum og tígulegum fjöllum,
með leysingum á vorin þegar lækir verða ár,
með lóunni sem framkallar hjá okkur gleðitár.

Ég elska einnig lömbin og lambakjöt í sneiðum
lúðuna og ýsuna og þorskinn sem við veiðum
ég elska þennan ákafa sem áfram okkur rekur
ég elska þennan eldmóð sem mannlífið skekur.

Ég elska þessa geðveiki sem grípur okkur sum
þá göngum út á ystu nöf á betri dögunum,
svei mér þá, ég elska að Íslendingur vera
elska þessa eyju endilanga og þvera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Allt tal um að við verðum fryst úti og útskúfuð úr samfélagi þjóðanna er ómerkilegur hræðsluáróður.

Sýnum djörfung og dug. Það eina sem glatast við að hafna þeim samningi sem nú liggur fyrir vegna Icesave er löng og ströng dagskrá hanastéla í tengslum við ESB umsókn.

Sigurður Ingi Jónsson, 11.8.2009 kl. 12:18

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Flott færsla hjá þér kæri formaður.

 Það er rétt hjá þér að við vitum ekki allt um innihald ógeðsdrykksins Æsseif en eitt hefur þó verið staðfest frá innanbúðarmanni í Samfylkingunni:  Æsseif inniheldur hvorki harðfisk, hákal, slátur  né sviðakjamma  

Sigurður Þórðarson, 11.8.2009 kl. 12:43

3 Smámynd: Benedikta E

Sæl Jórunn.

Takk fyrir góða færslu.

Ég deili þínum skoðunum.

Auðvitað getum við verið algjörlega sjálfbær og lifað á landsins gæðum !

Vilji er allt sem þarf.

Með góðri kveðju.

Benedikta E, 11.8.2009 kl. 13:01

4 Smámynd: Jórunn Ósk Frímannsdóttir

Þessar hugleiðingar eru fyrst og fremst hugleiðingar.  Mér finnst mörgum spurningum ósvarað varðandi það sem á eftir kemur, hvort heldur að við fellum þennan samning eða staðfestum hann. 

Þetta verður alltaf óvissa. óvissan um hvað ef við hefðum kosið hina leiðina... en eitt er þó sennilega mikilvægast í þessu öllu og það er að þjóðin standi á bak við þá ákvörðun sem tekin verður, án samstöðu þjóðarinnar, komumst við hvorki lönd né strönd.  Til þess að það megi verða mögulegt þarf samstöðu allra flokka fyrir þeirri ákvörðun sem tekin verður.

Jórunn Ósk Frímannsdóttir , 11.8.2009 kl. 13:43

5 Smámynd: Ragnar E. Arnar Finnbogason

thetta er allt fallega spurt og af hreinlyndi. Thví midur er nú samt ad flestar fullyrdingar um hvad vid eigum og getum, standa frekar sem mynnisvardar um lidna tíma en thad sem byggja má á.

Ég veit ekki hvort ad fólk á Íslandi gerir sér almment grein fyrir thví ad ímynd landsins er gjörsamlega farin.  ìsland er land efnahagshruns, barnslegrar greadgi, glaepamanna og spyllingar. Thad er sárt ad sjá ordspor landsins farid. Um leid og thad er farid, lítur fisksala, vidskiptafjármögnun og traust dálítid ödruvísi út.

 Thad er sárt, en vid verdum ad horfast í augu vid ad vid erum fulltrúar thess sem engin vill hafa neitt med ad gera.

Nú er ad gera betur - en greinilega hefur enginn getu eda áhuga á thví. Flest sem vid gerum nú midast vid ad bjarga theirri brunarúst sem landid er, í stad thess ad rífa húsid og byrja uppá nýtt.

 veridi thorin og hugrökk, ekki ganga trodnar leidir. 

Ragnar E. Arnar Finnbogason, 11.8.2009 kl. 14:37

6 Smámynd: Steinarr Kr.

Takk Jórunn fyrir mjög góðan pistil.

Ragnar:  Ég á mikið af félögum í Bandaríkjunum, Englandi, Skotlandi, Danmörk og víðar.  Ég hef hvergi heyrt það að ímynd Íslands væri eitthvað slæm.  Ímynd fjármálakerfisins hérna er slæm, en ekki allt hitt.  Margir eru hins vegar að skoða að koma hingað, þar sem þeir sjá möguleika í því að fá mikið fyrir lítið.

Steinarr Kr. , 11.8.2009 kl. 14:56

7 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Hárrétt speki hjá þér eins og ávalt.  Ég er mjög þakklátur að Ögmundur og nokkrir þingmenn VG skuli standa í fæturnar í þessu ömurlega máli.  Þennan Icesave samning verður að fela og semja upp á nýtt.  Málið er ekkert flókið, frekar einfalt, en Samspillingin reynir ávalt að flækja allt & alla umræðu....!"

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 11.8.2009 kl. 15:10

8 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Ég hef sagt það áður og ég segi það enn: Hefðum við alltaf haft leiðtoga eins og þá sem stjórna landinu í dag værum líklega ennþá dönsk hjálenda með 3ja mílna landhelgi.

Stundum þarf að taka slaginn. Eins og var t.d. gert í þorskastríðunum. Þá létu menn ekki skapvonda breta (viljandi með litlum staf) hræða sig. Þvert á móti þjappaði það þjóðinni saman.

Úrtölumenn eins og Óskar, hér að ofan, ættu að hafa við á því að þegja. Menn kaupa sér hvorki vináttu né virðingu. Menn ávinna sér hana... og menn gera það ekki með því kokgleypa það sem kúgarinn réttir manni.

Góður pistill, Jórunn, sem vekur til umhugsunar.

Emil Örn Kristjánsson, 11.8.2009 kl. 15:48

9 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Komdu þér niður á jörðina, Óskar. Eins og málin standa höfum við allt að vinna og engu að tapa. Auðvitað eigum við að standa skil á því sem okkur ber en það er engin ástæða til þess að borga meira en maður skuldar... jafnvel þó maður hafi hugsanlega efni á því.

Svo máttu alveg átta þig á því að það er kreppa um allan hinn vestræna heim og að hún hafi komið hart niður á okkur er mest þeim að kenna sem fóru offari í lánatöku og fjárfestingum. Ekki sízt eru sökudólgarnir þeir viðskipta- og hagfræðingar sem unnu hjá þessum fyrirtækjum og tóku þátt í vitleysunni þó þeir hefðu átt að vita betur.  Hrunið hér á Íslandi er einnig áfellisdómur yfir viðskipta- og hagfræðideildum háskólanna okkar. Þeir hafa greinilega ekki verið að útskrifa neina fagmenn.

Emil Örn Kristjánsson, 11.8.2009 kl. 17:23

10 Smámynd: Jón Sveinsson

sæl Jórunn ósk mjög gott hjá þér,sumir tala um þennan og hinn flokkinn því þeir skilja ekki hvað er rétt eða rangt við látum ekki kúa okkur þó sumir bloggarar vilja slíkt

Jón Sveinsson, 11.8.2009 kl. 18:20

11 Smámynd: Jórunn Ósk Frímannsdóttir

Ég vil biðja menn að vera kurteisa hér í athugasemdum.  Þetta eru nú allt vangaveltur og við vitum svo sem ekkert hvað gerist nú í framhaldinu. Allar spár um slíkt eru SPÁR!

Við þurfum að greiða þessar skuldir okkar. Spurningin er einfaldlega hvort við getum ekki náð betri "samningum".

Jórunn Ósk Frímannsdóttir , 11.8.2009 kl. 18:51

12 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það er óhætt að taka undir þau orða að við hefðum aldrei fært út landhelgina eða hafið hvalveiðar ef við hefðum forystumenn sem byrja alltaf á því að kikkna í hnjánum .Svo ekki sé talað um þá sem skammast sín fyrir íslenskan mat. 

Sigurður Þórðarson, 11.8.2009 kl. 19:40

13 Smámynd: Jónas Rafnar Ingason

Emil: Er verið að kúga okkur? Er ekki verið að ganga eftir því að við göngum frá því sem okkur ber að ganga frá? Þá vil ég einnig benda þér á Emil að hrunið er einnig stórfelldur áfellisdómur yfir spillingu stjórnmálaflokka og óhæfni flokksráðinna embættismanna. Ég læt aðra um að ákvarða hvaða stjórnmálaflokkar eiga þar mesta sök.

Jórunn, tími vangaveltna er í raun löngu liðinn. Það er kominn tími til að stjórnmálamenn hysji upp um sig og gangi frá málum þannig að virðing fáist af. Það er þjóð og landi til skammar hvernig umræðan um þetta blessaða mál hefur farið fram á alþingi Íslendinga.

Jónas Rafnar Ingason, 12.8.2009 kl. 08:29

14 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Stóri óvissuþátturinn er varðandi fjármögnun og vexti.  Ef við samþykkjum ríkisábyrgð þá verður skuldastaða okkar skýra, við verðum eitthvað skuldsettari en áður, hins vegar er alltaf best að semja út frá því sem er þekkt, áhættan er minni og það ætti að hafa góð áhrif á vilja erlendra aðila að lána okkur á góðum kjörum.

Ef við samþykkjum ekki Ice-save þá erum við að hafna því að standa við skuldbindingar okkar.  Skuldastaðan verður óvissari, við verðum ekki eins skuldsett, áhættan vegna óvissunar verður meiri og það getur dregið úr vilja erlendra aðila að lána okkur.

Auk þess mun óvissan, ef samþykkt ríkisábyrgðar dregst á langin, hafa þau áhrif að menn vilja síður eiga ISK og reyna eftir fremsta mætti að skipta þeim í erlendan gjaldeyri.  -  Samþykkt ríkisábyrgðar og minni áhættu af krónueign getur þannig flýtt fyrir afnámi gjaldeyrishafta.

En þetta er líka bara mínar vangaveltur.  

Lúðvík Júlíusson, 12.8.2009 kl. 09:12

15 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ef við samþykkjum erum við komin í skuldastöðu nálægt 240-250% af landsframleiðslu fyrir utan einkaskuldir sem eru háar.  Þetta þýðir á mannamáli að við séum gjaldþrot eða a.m.k. hangandi á hengifluginu og verðum við sultarmörk í langan tíma jafnvel þó takist að greiða vexti.

Það er nú öll óvissan!

Sigurður Þórðarson, 12.8.2009 kl. 11:00

16 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Jónas Rafnar, að sjálfsögðu er verið að kúga okkur. Það hafa komið fram ýmis rök sem benda til þess að það eigi að láta okkur greiða meira en okkur ber. Auk þess eru ýmis ákvæði samningsins mjög gagnrýniverð. Á sama tíma beita bretar sér til þess að koma í veg fyrir að við fáum fyrirgreiðslu annarsstaðar frá fyrr þeir erum búnir að knýja sitt í gegn. Ég leyfi mér að spyrja: Þrátt fyrir allar goðsagnir um "sjéntílmennsku" breta, hvenær hafa þeir sýnt sanngirni í milliríkjaviðskiptum?

Lúðvík, það er enginn að tala um að við neitum því að standa við skuldbindingar okkar. Æsseif samningurinn hefur ekki verið "undirritaður". Samþykki Alþingis fyrir ríkisábyrgð er undirritun. Að sjálfsögðu á maður að standa skil á sínu, en það vex enginn við að láta þröngva sér til greiða meira en honum ber... jafnvel þó hann hafi hugsanlega efni á því.

Emil Örn Kristjánsson, 12.8.2009 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jórunn Frímannsdóttir

Höfundur

Jórunn Ósk Frímannsdóttir
Jórunn Ósk Frímannsdóttir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...i_mbl_blogg
  • ...logo
  • ...k_mynd_stor
  • Jólakortamynd 2009 003
  • DSCN2230

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 84713

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband