10.3.2009 | 12:25
treystum grunninn - tryggjum velferð
Þjóðin
Öflugt atvinnulíf og traust efnahagsástand er nauðsynleg forsenda fyrir aukinni farsæld þjóðarinnar. Mikilvægt er efla undirstöður atvinnulífsins með framsækinni atvinnustefnu og ábyrgri fjármálastjórn. Við verðum að tryggja óskoruð réttindi yfir auðlindum okkar með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi.
Nýtt fólk með reynslu
Það skiptir miklu máli að Sjálfstæðisflokkurinn verði við stjórnvölinn eftir kosningar í vor. Krafan um endurnýjun á Alþingi er hávær og réttmæt þó mikilvægt sé að nýta þá reynslu sem fyrir er. Þetta verður að sameina. Þjóðin verður að standa þétt saman um að vinna sig út úr því ástandi sem nú ríkir. Djörfung og framsýni á að ráða ferðinni inn í framtíðina.
Verkin tala
Þau ár sem ég hef verið í forystusveit í borginni hefur mörgum góðum málum verið hrint í framkvæmd. Heimahjúkrun og heimaþjónusta í Reykjavík var sameinuð og efld og málefni geðfatlaðra voru flutt til borgarinnar. Niðurgreiðslu í félagslega íbúðakerfinu var breytt í einstaklingsbundinn stuðning við greiðslu leigu og tekið á málefnum utangarðsfólks með sérstakri uppbyggingu. Einnig var tekið á búsetuúrræðum fyrir heimilislausar konur. Stórátak var gert í byggingu öryggis- og þjónustuíbúða fyrir eldri borgara. Reynsla mín af setu í borgarstjórn Reykjavíkur, m.a. sem formaður Velferðarráðs og stýrihóps um uppbyggingu búsetuúrræða fyrir eldri borgara mun nýtast mér vel í störfum mínum á Alþingi. Þess vegna bið ég um stuðning þinn í prófkjöri Sjálfstæðismanna.
Fyrir fólkið
Á vettvangi borgarstjórnar hef ég beitt mér fyrir fjölmörgum framfaramálum, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft forystu um að hrinda í framkvæmd. Ég er stolt af þessari uppbyggingu. Ég tel að þessi reynsla mín geti nýst mér vel í störfum mínum fyrir borgarbúa og þjóðina á Alþingi. Á vettvangi þjóðmála tel ég að reynsla mín auðveldi mér að takast á við þau fjölmörgu krefjandi viðfangsefni sem blasa við.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Jórunn Frímannsdóttir
Bloggvinir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Áslaug Friðriksdóttir
- Baldvin Jónsson
- Einar Vignir Einarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Ingólfur H Þorleifsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Kjartan Pálmarsson
- Ólafur fannberg
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sigríður Jónsdóttir
- Vignir Bjarnason
- Vilborg G. Hansen
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- Vefritid
- Axel Jóhann Axelsson
- Ásta Hafberg S.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Charles Robert Onken
- Einar B Bragason
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Erlendur Örn Fjeldsted
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Gísli Blöndal
- Gunnar Gunnarsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjalti Sigurðarson
- Jóhann Pétur
- Jón Daníelsson
- Jón Magnússon
- Jón Ríkharðsson
- Kjartan Magnússon
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Mál 214
- Natan Kolbeinsson
- Pjetur Stefánsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Stefán Helgi Valsson
- Theodór Bender
- Vilhjálmur Árnason
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.