Jafnvægi á prófkjörslistum

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið laus við að setja kynjakvóta á uppstillingu lista til kosninga í gegnum tíðina og vona ég að svo verði áfram. Sjálfstæðismenn þurfa ekki kynjakvóta til þess að velja frambærilega fulltrúa af báðum kynjum til ábyrgðarstarfa enda mikið af frambærilegu fólki að velja úr. Það er nú samt svo að það er raunveruleg hætta á því að hjá Sjálfstæðisflokknum verði einungis karla sem leiði listana í öllum kjördæmum landsins. Við verðum að passa að það verði ekki niðurstaðan. Ég gef kost á mér í annað sætið á lista flokksins til alþingiskosninganna hér í Reykjavík, það er yfirlýsing um það að ég sé tilbúin til þess að taka að mér að leiða listann í öðru kjördæminu í Reykjavík.  Ég hef leitt stórt svið hjá Reykjavíkurborg nú undanfarin ár og unnið að ýmsum breytingum á þeim tíma og leitt þær til lykta. Það skiptir Sjálfstæðisflokkinn miklu máli að hafa hér öfluga forystu í komandi kosningum. Forystu sem hefur á að skipa konum jafnt sem körlum, forystu sem býður upp á ákveðna endurnýjun og reynslu, forystu með ferskan blæ.

Við verðum að sameinast um það sjálfstæðismenn að velja öflugan, samhentan og sigurstranglegan lista. Þannig náum við til breiðs hóps kjósenda og veitum stefnu og sýn sjálfstæðismanna brautargengi. Þess vegna sækist ég eftir 2. sæti og um leið fyrsta sæti í öðru kjördæminu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Gangi þér allt í haginn í þessari baráttu

Kjartan Pálmarsson, 10.3.2009 kl. 00:53

2 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

"Það er nú samt svo að það er raunveruleg hætta á því að hjá Sjálfstæðisflokknum verði einungis karla sem leiði listana í öllum kjördæmum landsins."

Þess vegna er nú kynjakvótinn nauðsynlegur. Mismunun gegn konum hefur verið svo lengi við lýði að nauðsynlegt þótti að sitja á kynjakvótann sem og hefur verið gert í ESB. Mér þykir afar leitt að Sjálfstæðisflokkurinn vilji ekki framfylgja þessari stefnu sem snýr að nútíma mannréttindum.

Hilmar Gunnlaugsson, 10.3.2009 kl. 01:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jórunn Frímannsdóttir

Höfundur

Jórunn Ósk Frímannsdóttir
Jórunn Ósk Frímannsdóttir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...i_mbl_blogg
  • ...logo
  • ...k_mynd_stor
  • Jólakortamynd 2009 003
  • DSCN2230

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 84763

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband