Er það hagur heimilanna að breyta gengislánum í hefðbundin lán?

Ég verð að segja að mér finnst jákvætt að nú sé loks verið að gera eitthvað meira í málefnum heimilanna, en mér finnst vanta að setja fram dæmi og útskýra hlutina betur. Hvað þýðir það fyrir fólk að breyta gengislánunum sínum? Ef miðað verður við gengisvísitöluna 1. maí 2008 þá var gengisvísatalan 149 en er í dag 187, það þýðir yfir 30% lækkun sem er auðvitað verulegt. Sennilega hafa þó þessi gengislán hækkað um og yfir 100% á þessum tíma og mín trú er sú að gengisvísitalan muni lækka meira en niður í 149 næstu mánuði og ár. Það er algjört lykilatriði í þessu að sá sem fari í þessar breytingar nú muni njóta góðs af því ef gengisvísitalan fer svo niður fyrir þetta 149 króna mark. Ég er þess fullviss að með réttri stjórn hér í þessu landi muni krónan styrkjast. Krónan mun styrkjast með eflingu atvinnulífsins og þá munu þessi erlendu lán ekki vera stóra vandamálið.  Stóri vandinn er sá að verðtryggingin hækkar hefðbundin lán og þau munu ekki lækka aftur og gleymum því ekki að hér er verðbólgan enn um 18%.  
mbl.is 14 þúsund heimili eiga bara skuldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll A. Þorgeirsson

Góð grein hjá þér, en mín skoðun er sú að krónurnar eru löngu búnar að sýna getuleysi sitt, þó hvor á sinn hátt, og því er best að losna við þær sem fyrst.  Það hljóta að vera furðulegir hagsmunir sem vilja krónurnar áfram. 

Páll A. Þorgeirsson, 11.3.2009 kl. 01:59

2 Smámynd: Ólafur Tryggvason Þorsteinsson

Þeir sem breytt hara myntkörfulánum sínum í innlend vísitölubundin lán horfá nú á erlenda lánið og greiðslur af því lækka meðan breytta lánið og afborganir halda áfram að hækka. Þetta er ekki lausnin.

Ólafur Tryggvason Þorsteinsson, 11.3.2009 kl. 08:36

3 Smámynd: Jórunn Ósk Frímannsdóttir

Sæll Páll

Mér finnst þetta ekki snúast um vilja, við erum einfaldlega í þessari stöðu og nú þurfum við að spila sem best úr henni.

Jórunn Ósk Frímannsdóttir , 11.3.2009 kl. 08:47

4 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Þá líst mér betur á að gera jafngreiðslusamning á erlendu lánin þannig að viðkomandi greiðir sama og t.d. 1. maí líkt og Íslandsbanki miðar við, og kostnaður umfram það fer aftast og lengir í láninu. Þegar og ef gengið styrkist er hægt að greiða hraðar niður þar sem jafngreiðslusamningurinn er í ísl krónum (hvað svo sem þær verða lengi við lýði). Skilyrðið yrði að kostnaðurinn við þessar breytingar yrðu ekki of hár. Ég myndi aldrei sætta mig við að skuldbreyta í verðtryggt íslenskt lán á þessu gengi. Þannig myndu þeir sem eru með erlend lán taka tvöfaldan skell þ.e. verðtrygginguna ofan á gengisfallið sem varð. Ég myndi frekar flytja erlendis og vinna mér inn erlendan gjaldeyri og greiða af láninu hér heima. Ég tel líka alveg út í hött að þessi gengisfelling komi sem langtíma kostnaðarauki á verðtryggð lán. Það verður einfaldlega að finna leið til að takmarka hækkun á höfuðstól t.d. færa vísitöluna fram fyrir hrunið því verðtryggingin er að mæla allt annað en þennslu þ.e. gengisfallið. Gengið getur hækkað og þá ætti verðtryggingarþátturinn að lækka höfuðstólin samkvæmt þessu.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 11.3.2009 kl. 10:29

5 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Ég er sammála þér, það þarf líka að horfa til okkar sem tókum Íbúðarlánasjóðslán sem eru að fara langt yfir eðlileg mörk.

Þau eru líka að hækka óheyrilega mikið.

En það er samt huggandi að þau eru að REYNA eins og þau geta, við verðum að virða þau fyrir viðleitnina, hversu vel svo það gengur kemur bara í ljós.

En það sem ég hef áhyggjur af er næsta ríkisstjórn, kemur hún til með að bæta það sem þau eru að gera eða eyðaleggja???

Það skiptir miklu máli og þá skiptir máli að búsáhaldarbiltingin sé ekki horfin af landi brott eða búin að gefast upp.

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 11.3.2009 kl. 10:31

6 Smámynd: Ragnar Hilmarsson

Þessi erlendu lán eru og voru alltaf bull. Ég hélt að ég væri svona vitlaus í peningamálum en hef komist að raun um að ég var skynsamur. Ég vil að þeir sem tóku erlendlán beri bara ábyrgð á því sem þeir gera. það var ekki allt gull sem glóði.

Ragnar Hilmarsson, 11.3.2009 kl. 12:58

7 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Ég er ekki sammála þér Ragnar, því margt af því fólki fór eftir því sem þjónustufulltrúinn taldi vera besta lánið. Það eru til margar sögur af því að menn fóru eftir leiðbeiningum fulltrúa bankanna og það fólk var ekki endilega á meira fylliríi en ég og þú!!!

Við skulum fara varlega í að dæma

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 11.3.2009 kl. 13:33

8 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Sem innlegg í þessa umræðu er ekki úr vegi, að líma inn, nokkuð sem ég hef áður sett á suma frambjóðendur míns elskaða Flokks.

Með áfsökunarbeiðni um halfgerðan dónaskap og framhleypni af minni hálfu.

:

Hefði viljað sjá róttækari tillögur frá þér í vanda landsmanna.  Ég mun styðja það rökum.   1.  Verðtryggingin var sett á á alla liði svosem laun og lán.   2.  Síðan var tryggingin tekin af launum, síðan hafa lán í sama gjaldmiðli (greiðslueyri) og menn vinna sér inn framfærslu ekki verið á boðstólnum hérlendis.   3.  fyrir allnokkru fór að bera á, að stjórnir Lífeyrissjóða tóku upp á því,a ð ,,dreyfa ahættu" að sögn sem var ekkert annað en uppkaup á gjaldeyri og þannig árás á gegnið.  Þetta hófst um 1992  Auk þess, opnuðu þeir fyrir lán með ,,veði í " veiðiheimildum.  Lán sem öll voru flutt út í einu eða örðu formi.  Allt þetta setti veðrtryggð lán (Höfuðstóla) þeirra sem byggðu sér íbúiðr í hæstu hæðir.   4.  Síðan komu Kvótakóngarnir og hófu að falsa efnahagsreikninga sinna fyrirtækja með því að stofna hlutafélög um rekstur einstakra báta og skipa, keyptu aftuir á uppsprengdu verði og fluttu þannig lán til kaupanna með ,,hinum" félögunum.    5.  Lið 4 tóku útrásarvíkingar upp sér til hagnaðar og Verðtryggðum útlánum til bólgunar.   6.  Nú hófst enn meri not fyrir árásir á gegni Krónu okkar.  ÞAð gerðu Bankarnir nú í gríð og erg.   7.  Í opinberum tölum um árásir á gegni Krónu frá 2000 liggur ljóst fyrir, að með þessum hætti hafa bankar RÆNT viðskipta,,vini" sína af milljarða hundruðum.   Ljóst er, að .arna eru lög um frjálsa samninga milli manna þverbrotin og því ætti að fangelsa þessa Armani klæddu glæpamenn hið fyrsta.    8.  Í þessum opinberu tölum sést, að á ársfjórðungs fresti, rétt fyrir útreikninga á Verðbótum, hækkar gengisvísitalan verulega.  BEIN íhlutun í  samninga milli aðila.   Að öllu þessu skoðuðu, er ekkert annað en, að HÖFUÐSTÓLAR VERÐBÓTASTUÐLAR og allt trengt því verði í það minnsat skrúfað aftur til ársins 1998 og sett þar fast.  EKKI verði síðan neinn verðbótastuðull reiknaður út og blátt bann við verðtryggingu út gefið.   Allt verði uppi á borðum hvað varðar gróða (þjófnað -þjófagóss) aðila í bankakerfinu af þessum aðgerðum.   Ef Flokkurinn fer með eiotthvað annað fram í kosningar og kallar það ENDURREISN heimila, munu menn skellihlægja að varðstöðu við Gróðapungana sem fengið hafa niðurfellingar á færiböndum og nánast úrbræddar shredder-vélar a la Enron.   Við sem vöruðum við þessu kerfi og öðrum Kratískum kerfum, svo sem Kvótakerfum, heimtum, að menn viðurkenni og feisi afleiðingar þess og Reyni að bæta fyrir skaðann sem unnin hefur SANNANLEGA á efnahag landsmanna(nema gróðapunganna)   Með baráttukveðjum Miðbæjaríhaldið

Takk

yfir og út.

Bjarni Kjartansson, 11.3.2009 kl. 15:06

9 Smámynd: Davíð Þór Kristjánsson

Mér finnst teygjulánin þar sem afgangur bætist aftanv við lánin nokkuð flott leið, þar með er tryggt að afborganir eru jafnar og ekkert er fellt niður.

Davíð Þór Kristjánsson, 11.3.2009 kl. 16:17

10 identicon

Þessi hækkun verðtryggðra lána er hreinn þjófnaður.  Í fyrsta lagi hefur verið bent á að vísitölugrunnurinn sem nú er verið að reikna lánin upp eftir, miðast við neysluna árið 2005 þegar krónan var ódýr og neyslan byggðist meira á innfluttum vörum.  Þegar krónan hrynur rýkur verðið á innfluttu vörunni upp og þar með vísitalan og lánin hækka.  Hins vegar eru allir hættir að kaupa þessar dýru innfluttu vörur og öll neysla hefur minnkað til muna.  Þessi breyting á neyslunni ætti náttúrulega að koma strax fram í neysluvísitölunni, en gerir það ekki og þar af leiðandi er verið að reikna lánin upp út frá kolröngum forsendum. Svo er það bara ekkert endilega sanngarnt að lánasamningar yfirhöfuð fylgi slíkri vísitölu - góður maður benti á að það væri alveg eins gáfulegt að hún fylgi loftþrýstingi hverju sinni.

Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 20:32

11 Smámynd: Vilborg G. Hansen

Nákvæmlega málið Jórunn því það er nefnilega ekkert sjálfgefið að þetta sé endilega hagstætt til framtíðar nema tryggt sé að lánin lækki með lækkandi gengi. 

Hitt er svo annað mál og ég hef oft sagt það að er ekki kominn tími til að taka hreinlega pólitíska ákvörðun um að búa til íbúðalán sem eru óverðtryggð með lágum vöxtum t.d. 2.5-3% eins og gerist í löndum í kringum okkur.  Þetta er það sama og mundi gerast ef við tækjum upp annan gjaldmiðil hvort eð er eða ef við gengjum í ESB.  Þetta er bara pólitísk ákvörðun í raun.  Þeir sem fjárfesta í veðrtryggðum skuldabréfum verða þá einfaldlega að færa fjárfestingar sínar yfir í eitthvað annað

Vilborg G. Hansen, 11.3.2009 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jórunn Frímannsdóttir

Höfundur

Jórunn Ósk Frímannsdóttir
Jórunn Ósk Frímannsdóttir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...i_mbl_blogg
  • ...logo
  • ...k_mynd_stor
  • Jólakortamynd 2009 003
  • DSCN2230

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 84743

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband