ESB og íslenska krónan

Ég fæ mikið af fyrirspurnum um það hvort ég vilji ganga í ESB eða hvort aðildarviðræður séu tímabærar. 

Ég skrifaði grein um þetta fyrir nokkru síðan þar sem ég sagði það alveg skýrt að ég teldi ekki ástæðu til að velta fyrir okkur aðildarviðræðum á þessum tíma. Sjá: http://jorunnfrimannsdottir.blog.is/blog/jorunn/entry/785371/

Nú þurfum við að takast á við stöðuna eins og hún er og einbeita okkur að því að hjálpa fjölskyldunum og fyrirtækjunum til þess að komast í gegnum þetta. Við þurfum að taka hér djarfar ákvarðanir um verkefni á vegum ríkisins, það eru verkefni eins og það að halda áfram með Landspítala Háskólasjúkrahús, brúarsmíði, álversframkvæmdir og annað sem getur skapað hér atvinnu fyrir fólkið í landinu.

Varðandi íslensku krónuna tel ég að sama skapi að ekki sé lag nú að taka upp annan gjaldmiðil, það væri í raun glapræði eins og sakir standa. Krónan verður að styrkjast hér áður en við getum svo mikið sem hugsað um það að gera breytingar á því. Við þurfum að velta fyrir okkur hvort fyrirtæki og fjármálastofnanir eigi að geta vaxið hér og dafnað á alþjóðavísu eða hvort við viljum hefta vöxt þeirra og halda innan þeirra marka að okkar annars ágæta hagkerfi haldi utan um það.

Nú þurfum við að einbeita okkur að endurskoðun regluverksins og eftirlitsins sem algerlega brást hér og gera ráðstafanir sem koma í veg fyrir að nokkuð slíkt geti gerst aftur.

Skrifa meira síðar!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Velkomin í L-listann

Þórhallur Heimisson (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 21:13

2 Smámynd: Benedikta E

Takk fyrir að upplýsa um skýra afstöðu þína til ESB

Gangi þér vel.

Kveðja.

Benedikta.

Benedikta E, 9.3.2009 kl. 02:59

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Heyr !!  Heyr !! Jórunn.

Mér líst vel á þennan málflutning, haltu áfram á sömu braut og vegni þér vel í væntanlegu prófkjöri.

Bestu kveðjur,

Tómas Ibsen Halldórsson, 9.3.2009 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jórunn Frímannsdóttir

Höfundur

Jórunn Ósk Frímannsdóttir
Jórunn Ósk Frímannsdóttir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...i_mbl_blogg
  • ...logo
  • ...k_mynd_stor
  • Jólakortamynd 2009 003
  • DSCN2230

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 84763

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband