9.3.2009 | 23:19
Jafnvægi á prófkjörslistum
Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið laus við að setja kynjakvóta á uppstillingu lista til kosninga í gegnum tíðina og vona ég að svo verði áfram. Sjálfstæðismenn þurfa ekki kynjakvóta til þess að velja frambærilega fulltrúa af báðum kynjum til ábyrgðarstarfa enda mikið af frambærilegu fólki að velja úr. Það er nú samt svo að það er raunveruleg hætta á því að hjá Sjálfstæðisflokknum verði einungis karla sem leiði listana í öllum kjördæmum landsins. Við verðum að passa að það verði ekki niðurstaðan. Ég gef kost á mér í annað sætið á lista flokksins til alþingiskosninganna hér í Reykjavík, það er yfirlýsing um það að ég sé tilbúin til þess að taka að mér að leiða listann í öðru kjördæminu í Reykjavík. Ég hef leitt stórt svið hjá Reykjavíkurborg nú undanfarin ár og unnið að ýmsum breytingum á þeim tíma og leitt þær til lykta. Það skiptir Sjálfstæðisflokkinn miklu máli að hafa hér öfluga forystu í komandi kosningum. Forystu sem hefur á að skipa konum jafnt sem körlum, forystu sem býður upp á ákveðna endurnýjun og reynslu, forystu með ferskan blæ.
Við verðum að sameinast um það sjálfstæðismenn að velja öflugan, samhentan og sigurstranglegan lista. Þannig náum við til breiðs hóps kjósenda og veitum stefnu og sýn sjálfstæðismanna brautargengi. Þess vegna sækist ég eftir 2. sæti og um leið fyrsta sæti í öðru kjördæminu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Jórunn Frímannsdóttir
Bloggvinir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Áslaug Friðriksdóttir
- Baldvin Jónsson
- Einar Vignir Einarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Ingólfur H Þorleifsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Kjartan Pálmarsson
- Ólafur fannberg
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sigríður Jónsdóttir
- Vignir Bjarnason
- Vilborg G. Hansen
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- Vefritid
- Axel Jóhann Axelsson
- Ásta Hafberg S.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Charles Robert Onken
- Einar B Bragason
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Erlendur Örn Fjeldsted
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Gísli Blöndal
- Gunnar Gunnarsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjalti Sigurðarson
- Jóhann Pétur
- Jón Daníelsson
- Jón Magnússon
- Jón Ríkharðsson
- Kjartan Magnússon
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Mál 214
- Natan Kolbeinsson
- Pjetur Stefánsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Stefán Helgi Valsson
- Theodór Bender
- Vilhjálmur Árnason
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gangi þér allt í haginn í þessari baráttu
Kjartan Pálmarsson, 10.3.2009 kl. 00:53
"Það er nú samt svo að það er raunveruleg hætta á því að hjá Sjálfstæðisflokknum verði einungis karla sem leiði listana í öllum kjördæmum landsins."
Þess vegna er nú kynjakvótinn nauðsynlegur. Mismunun gegn konum hefur verið svo lengi við lýði að nauðsynlegt þótti að sitja á kynjakvótann sem og hefur verið gert í ESB. Mér þykir afar leitt að Sjálfstæðisflokkurinn vilji ekki framfylgja þessari stefnu sem snýr að nútíma mannréttindum.
Hilmar Gunnlaugsson, 10.3.2009 kl. 01:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.