Niðurstaða um REI-samruna innan viku

Svandís Svavarsdóttir telur sig geta krufið samruna GGE og REI til mergjar.  Hún kemst undarlega að orði um það hvernig stýrihópurinn muni vinna að málinu og finnst ekkert óeðlilegt að Björn Ingi Hrafnsson sé áfram í hópnum.

"Við erum að leita að sameiginlegri lendingu í sátt við alla stjórnmálaflokka sem eiga aðild að borgarstjórn Reykjavíkur, vegna þess að þetta er einfaldlega það stórt mál að við sættum okkur ekki við þá niðurstöðu að það snúist um það að hafa meirihlutann undir eða að þetta snúist um meirihluta eða minnihluta við þurfum nokkurs konar þjóðarsátt um Orkuveitu Reykjavíkur og við erum ennþá í þeim leiðangri að trúa því að hún sé handan við hornið."  

Um kærumálið og setu Björns Inga í stýrihópnum segir hún:

"En það gefur auga leið að á öllum fundum þegar við erum að fara yfir mál, að þá kann það að orka tvímælis að eitthvert okkar sitji á fundum og það kann líka að orka tvímælis að ég sé þar á einhverjum tímapunkti og þá er ég bara tilbúin að sitja frammi á gangi á meðan að um það er rætt." 

Svo mörg voru þau orð.   Verður þá Björn Ingi bara frammi á gangi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

hvar birtust þessi ummæli Svandísar sem þú vitnar í?

María Kristjánsdóttir, 20.10.2007 kl. 13:07

2 Smámynd: Vilborg G. Hansen

Þessi ummæli sá ég í fréttum á Stöð 2 eða RÚV þar sem Svandís var spurð um veru Björns Inga í nefndinni.

Vilborg G. Hansen, 20.10.2007 kl. 15:36

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

 

Fyrst þú ert borgarfulltrúi, þá langar mig að endurtaka athugasemd, sem ég birti annarstaðar, sem er í óbeinu framhaldi af því karpi, sem þú vitnar í. 

Auðhringarnir ætla sér að sölsa undir sig orkuna, sem og aðrar sameiginlegar auðlindir og það verður gert með lagaþófi og flækjum rétt eins og gerðist í kvótaharmleiknum á sínum tíma.  Þetta fer fyrir dómstólana af þeirra frumkvæði og algerlega ófyrirséð hvorum megin girðingar þetta fjöregg lendir.  Umræðan öll er komin í farveg, sem beinir ljósinu frá meginatriðinu: Hvert er markmið auðhringanna? (að sölsa undir sig Orkuveituna og auðlindir´hennar, í nokkrum áföngum.  Hvað verður um hagnaðinn? Hann lendir ekki í vasa borgaranna, heldur verða þessar auðlindir notaðar sem veð í matadorspili þessara manna og þegar illa fer, þá eignast erlendir auðhringar þetta.  Það er markmið þeirra. Þess vegna er verið að dæla fjármagni hér inn. Til að kippa því út aftur.

Þetta skýrir kannski mál mitt betur:

 

Sem dæmi um klúður þá vil ég segja ykkur hvernig við misstum fiskinn í hendur einkaaðila:  Ríkið setti á kvótakerfi til að stýra fiskveiðum í verndunarskyni og deildi ákveðnum fiskveiðiheimildum réttlátlega niður á útgerðarfyrirtæki, svo sem jöfnust dreifing yrði á aflanum.  Þegar það hafði gert það, þá vildi fyrirtæki á snæfellsnesi eignfæra kvótann sinn í bókhaldi til að geta notað sem veð í fjárfestingum sínum og uppbyggingu, enda var þetta þeirra skammtur óumræðanlega.  Ríkið sagði nei og málinu var vísað í hæstarétt.  Hæstiréttur sagði já og nú áttu gátu menn bókfært þennan kvóta í krónutölum og varð þetta því formleg eign útgerðarinnar.  Svo vildu menn flytja þennan afla á milli skipa og byggðarlaga og sögðu ríkið ekki hafa rétt að setja hömlur á né ráðstafa eignum sínum.  Alþingi samþykkti það enda ekki annað hægt samkvæmt gildandi lögum. Því fór sem fór og kvótinn gekk kaupum og sölum og safnaðist á færri hendur og lagði smærri byggðarlög nánast í eyði. Nú er kvótinn orðinn veð í fjárfestingum og lántökum nokkurra mógúla, sem eru að fjárfesta í allt öðru en útgerð.  Þeir eru að kaupa símafyrirtæki í Búlgaríu og sútunarverksmiðjur í Mongólíu og lakkrís í Kína (grínaktugt sagt).

Kvótakerfi hafði þau áhrif að auki að þegar menn máttu bara veiða ákveðnar tegundir og fengu að auki betra fyrir stærri fiska af þeirri tegund, þá fóru þeir að henda öðrum tegundum til að fá ekki sektir og einnig smáfiski til að auka verðmæti þess sem kom að landi.  Þar með voru fiskverndarsjónarmiðin, sem lágu að grunni, farin fyrir bí og raun komin í andhverfu sína.Að lokum má þó nefna að það stendur hvergi í lögum að það megi selja kvóta, beinum orðum, þótt það sé gert.

S.s. hvað sem lýðræðið vill og alþingi samþykkir, þá á viðskiptaheimurinn lagakróka uppi í erminni til að sölsa undir sig auðlindir í almannaeign.  Því segi ég eins og nafni minn Sigurðsson:  "Eigi skal víkja."  Þetta á ekki einu sinni að vera til umræðu, hvað þá að keyra svona samþykktir í gegn á nokkrum dögum.

Enn til áréttingar og einföldunar: Kvótaklúðrið er komið til fyrir einn hæstaréttardóm í bókhaldsreglum, sem pínulítið fyrirtæki höfðaði. Ég efast um að hæstiréttur hafi séð fyrir sér þá keðjuverkan, sem þessi dómur leiddi af sér og mér er því mikið til efs um að ósérfróðir borgarfulltrúar sjái afleiðingar sinna ákvarðanna í OR málinu, hvað þá í þeim ótrúlega flýti, sem á öllu var. Dæmin sanna það raunar.

 

Það skal á það benda að fjárfestingar þessara Mógúla á erlendri grundu eru nánast algerlega fjármagnaðar af erlendum bönkum, sem hafa heimsyfirráð á stefnuskrá sinni og hlutast opinberlega til um afskipti af innanríkismálum landa og stríðsrekstri.  Hér eru yfir 700 milljarðar af skammtímaskuldbindingum þessara spekúlanta, sem að nafninu til eru að gera út á hátt vaxtastig hér enda vextir orðin helsta útflutningsgreinin.  Davíð og Geir ráða engu lengur. Þeirra er að halda stýrivaxtablöðrunni þaninni, því ef þessir vextir lækka, þá verður þessum skuldbindingum sagt upp með skömmum fyrirvara og kröfurnar innheimtar. Veðin eru í landgæðum og fasteignum hér og lenda þau því í höndum þessara lánadrottna, sem með tíð og tíma verða lénsherrar þessa lands og við þeirra leiguþý.  Það sem er undir hér er sjálfstæði og og sjálfsákvörðunarréttur þjóðarinnar. 

Embættismenn þessarar þjóðar fljóta sofandi að feigðarósi, blindaðir af græðgi.  Hvernig væri að fara að líta á þessa hluti í stærra samhengi í stað þess að gleyma sér í stagli um aukaatriðin og í sökudólgaleit, sem engu skilar.  Þetta ferli, sem ég lýsi gengur sinn gang á meðan

Jón Steinar Ragnarsson, 20.10.2007 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jórunn Frímannsdóttir

Höfundur

Jórunn Ósk Frímannsdóttir
Jórunn Ósk Frímannsdóttir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...i_mbl_blogg
  • ...logo
  • ...k_mynd_stor
  • Jólakortamynd 2009 003
  • DSCN2230

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband