Milliliðalaust til neytandans

Athyglisverð forsíða Morgunblaðsins í gær, þar sem fjallað er um " Beint frá býli til neytanda".

Ég fagna því að greiða eigi úr regluverki varðandi framleiðslu landbúnaðarafurða á bæjum.  Það eru mikil sóknarfæri í slíku hjá bændum og er ég þess fullviss að bændur geta fengið gott verð fyrir góða og ferska vöru. 

Mér ofbíður svo í dag að ég skuli ekki geta verið viss um það að fiskflakið sem ég kaupi út úr búð sé ekki legið, þ.e. að það hafi ekki verið látið liggja í einhverjum legi sem lætur það líta betur út og safna í sig vökva svo það vegi meira, endist lengur og hægt sé að selja það sem ferska vöru í marga daga.  Kjúklingabringur eru allar með vatni og salti svo þær líti nú betur út og endist lengur í umbúðunum.  Mér finsnt að við neytendur eigum kröfu um að geta keypt ferskar og ómeðhöndlaðar vörur.  Það eru fleiri en ég sem vilja heldur kaupa minna magn og meiri gæði.    

Bændur sem leggja sig fram um að skaffa gæðavöru þurfa að geta komið vöru sinni á framfæri og selt sína vöru milliliðalaust, því það eru svo sannarlega milliliðirnir sem meðhöndla kjötið áður en það er selt til neytandans en ekki bóndinn. 

Ég sé fyrir mér í framtíðinni að við litlu kaffistofuna svo dæmi sé tekið væru bændur á sunnudögum að selja ferskar vörur beint frá býlinu.  (Kannski er þetta einhver "nostalgía" en hvað um það). 

Ég sé fyrir mér að ég geti farið inn á netið og séð: Hvar ég get fengið nýslátrað lambakjöt, kanínukjöt eða nautakjöt í dag, eða hvar ég geti fengið dúfubringur á morgun.  Hvaða bóndi eigi nú tilbúinn ost og hver eigi sultu. 
Svo er það mitt sem neytanda að finna út úr því hvernig ég nálgast vörurnar og eða fæ þær sendar.  Ég á t.d. oft leið milli Siglufjarðar og Reykjavíkur og mundi þ.a.l. kjósa að versla helst við bændur sem ég gæti sótt til vörur á þeirri leið.  Aðrir eiga oft aðra leið og kjósa því frekar að versla við aðra.  Bændur sjálfir gætu líka komið sér saman um að vera með litlar sölusjoppur meðfram vegum landsins og gætu auglýst það t.d. inni á svona vefsíðu.  Þyrfti jafnvel ekki að vera opið nema á föstudögum og sunnudögum, þá er jú fólk helst að ferðast um vegi landsins.

Ég get alveg misst mig í umræðu um þessi mál og vil gjarnan fara að sjá eitthvað gerast í því að greitt verði úr regluverkinu svo frumkvæði bænda fái notið sín.

Þjóðverjar tala gjarnan um að maður eigi að borða mismunandi eftir árstímum.  Borða jarðaber þegar er jarðaberjauppskera, rófur þegar er rófuuppskera og svo framvegis.  Kannski er það hollast og best, það getur allavega ekki verið mikil næring í ársgömlum eplum og ársgömlum appelsínum.  Það er búið að stökkbreyta svo ávöxtum og grænmeti heimsins í dag að það lítur endalaust út fyrir að vera nýupptekið. 

Ég vona svo sannarlega að bændur á íslandi muni leggja metnað sinn í að bjóða íslenkum neytendum upp á ferskar gæðavörur fullar af næringarefnum þegar þeim loksins verða sköpuð skilyrðin til þess.  En það er stjórnvalda að skapa grunninn fyrir það, ég vona að þau láti verkin tala í því sambandi sem allra fyrst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Hef verið mjög frammá um þessi mál, alveg frá því, að Sláturhúsinu á Bíldudal var lokað á teknískum forsendum, af KERFINU.  ÞEir höfðu gert sér það til óhelgis, að greiða meira en svonefnt  Grundvallarverð, fyrir innlagða dilka.  ÞVí var lokað vegna þess, að vatnið (sem er sama vatnið sem notað er í frystihúsinu og rækjuvinnslunni) stóðst ekki öll skilyrði og er að hluta til yfirborðsvatn.

ÞEtta hafði auðvitað í för með sér, að féð var keyrt langan veg til slátrunar við mjög svo misjafnan viðurgjörning.  Hundruðir kílómetra.

Allt í þeim tilgangi, að herða tökin á markaðinum, Einokunin á sér mörg andlit.

Gaman að sjá, að ungir fulltrúar míns elskaða Flokks taka þetta nærri hjarta sínu.

Kærar baráttukveðjur

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 22.10.2007 kl. 13:11

2 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Heyr heyr, það þarf að greiða götu bænda að þessu leyti - markaðurinn er til staðar, svo mikið er meira en víst.

Jón Agnar Ólason, 22.10.2007 kl. 16:53

3 Smámynd: Óttarr Makuch

Þarna erum við svo sannarlega sammála.  Ég hef til að mynda mjög gaman af því að versla lambakjöt á www.austurlamb.is - og þá versla ég yfirleitt af þeim hjónum Ásgeir Arngrímsson og Bergrún Jóhanna Borgfjörð sem búsett eru að Brekkubæ fyrir austan.  Ekki skal ég segja af hverju ég vel þann bæ - en ég kann vel við að geta valið!  Er það ekki akkúrat kjarni málsins - við neytendur eigum að hafa val hvar við kaupum okkar vörur á hverjum tíma hvort þá gildir einu hvort við erum að ræða um lamba, svína eða hreindýrakjöt og hvort við kaupum rauðvínið í ÁTVR eða bara í Gallerí Kjöt.

Óttarr Makuch, 22.10.2007 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jórunn Frímannsdóttir

Höfundur

Jórunn Ósk Frímannsdóttir
Jórunn Ósk Frímannsdóttir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...i_mbl_blogg
  • ...logo
  • ...k_mynd_stor
  • Jólakortamynd 2009 003
  • DSCN2230

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 84761

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband