Bernskir borgarfulltrúar að mati Jóns Sigurðssonar

Blessaður kallinn hann Jón Sigurðsson talaði um umskiptin í borginni og fleira í löngu máli í 24 stundir og Viðskiptablaðinu í gær.  Það var sérstök nálgun sem hann tók á málið og ekki fannst mér stórmannleg sú útskíring hans að bernska okkar borgarfulltrúanna hefði orðið okkur að falli.  Við værum ekki nógu þroskuð. 

Það má segja ýmislegt um það sem á undan er gengið og við gerðum fullt af mistökum, en hvað bernsku varðar og óþroska þá get ég ekki tekið undir það.  Er það þroski að taka þátt í "sukkinu"?  Er það þroski að spyrja ekki spurninga og vilja ekki kafa ofan í mál sem lögð eru fyrir okkur með þeim hætti sem þetta mál var kynnt okkur borgarfulltrúum?  Þá vil ég áfram vera óþroskaður stjórnmálamaður og bernsk, ég hef allavega ekki áhuga á neinum "framsóknar"þroska.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Góður punktur.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 19.10.2007 kl. 12:09

2 Smámynd: halkatla

góð

halkatla, 19.10.2007 kl. 14:10

3 Smámynd: Vilborg G. Hansen

Heil og sæl Jórunn og velkomin á moggabloggið.
Mikið vil ég frekar hafa ykkur borgarfulltrúana áfram "bernsk" heldur en að þið þroskist að hætti Framsóknarmanna.

Þá er betra að standa í lappirnar og á sannfæringunni.  Það er enginn búinn undir svik og undirförli og það er ekki hægt að læra það nema menn séu þannig innréttaðir

Vilborg G. Hansen, 19.10.2007 kl. 15:13

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Mér finnst bernskan áberandi.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 19.10.2007 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jórunn Frímannsdóttir

Höfundur

Jórunn Ósk Frímannsdóttir
Jórunn Ósk Frímannsdóttir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...i_mbl_blogg
  • ...logo
  • ...k_mynd_stor
  • Jólakortamynd 2009 003
  • DSCN2230

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband