Vanlíðan barnanna okkar - endurspeglar vanlíðan okkar sjálfra

Það er mikilvægt að við gerum allt sem í okkar valdi stendur til þess að komast hjá þeim alvarlegu langtíma afleiðingum sem hlotist geta af ástandi eins og því sem við búum við í dag. Það er nauðsynlegt fyrir stjórnvöld að huga að aukinni sálfræðiþjónustu í skólum og styðja sérstaklega við þau börn sem búa við erfiðar heimilisaðstæður, leggja aukna áherslu á fjölskylduráðgjöf og sálfræðilegan stuðning við fjölskyldur á stofnunum og með opnum fræðslufundum, sálfræðilegri ráðgjöf og fjölskylduráðgjöf. Almannatryggingakerfið þarf að auka við stuðning vegna sálfræðimeðferðar fullorðinna. 

Finnland fór í gegnum djúpa kreppu sem hófst 1991 og má enn sjá merki þeirrar djúpu lægðar í  finnska samfélaginu.

Samkvæmt formanni sálfræðingafélags Finnlands og skýrslu Tryggingastofnunar Finnlands eru ástæður fyrir mikilli aukningu örorkubóta og sjúkradaga (enn þann dag í dag er þeim að fjölga) helstar að finna í efnahagskreppunni og þeim félagslegu og geðrænu afleiðingum sem urðu á meðan á kreppunni stóð. Þá jókst algengi þunglyndis og kvíða hjá fullorðnu fólki sem hafði neikvæð áhrif á hæfni þeirra til að ala upp börn sín. Mikil vanlíðan foreldra er einnig líkleg til að valda beinum neikvæðum áhrifum á líðan barna þeirra. Þeir einstaklingar sem voru börn og unglingar á tímum kreppunnar eru þeir sem nú eru ungir fullorðnir (undir 30 ára) og það er einmitt í þeim aldursflokki sem það hefur orðið aukning á örorku og sjúkradögum vegna geðrænna vandamála. Sparnaður Finna í geðheilbrigðiskerfinu á tímum efnahagskreppunnar leiddi til þess að þörf fyrir miklum sálfræðilegum og félagslegum úrræðum var ekki sinnt sem skildi. Afleiðingarnar urðu mikil vanlíðan hjá stórum fjölda fólks. Nú 10-15 árum frá lokum efnahagslægðarinnar eru Finnar að sjá alvarlegar langtímaafleiðingar með miklum tilkostnaði og þjáningu.

Við erum að gera það sem við getum hjá Reykjavíkurborg en gerum okkur jafnframt grein fyrir að vandinn er vaxandi og margþættur. Ég hef áður sett hér inn á bloggið upplýsingar um þær aðgerðir sem við höfum gripið til. Við erum með sérstakt teymi sem fylgist með líðan barna og safnar upplýsingum og við treystum því að okkar ágæta starfsfólk láti vita af því ef þarf að bregðast sérstaklega við. Mér finnst jákvætt ef gott fólk sem hefur nóg umfram getur aðstoðað í skólunum með því t.d. að styðja börn í heitan mat í hádeginu, en það skiptir máli að það sé gert með þeim hætti að það komi ekki niður á börnunum félagslega. Við vitum þó öll sem er að það þarf að gera meira, það verður að gera allt sem hægt er til þess að minnka áhyggjur foreldra, til þess að sporna gegn atvinnuleysi, til þess að styðja við fólk, til þess að eyða óvissu og svo mætti lengi telja.

Verndum börnin okkar fyrir neikvæðum afleiðingum kreppunnar og það er aldrei mikilvægara en nú að standa saman og styðja hvert við annað.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jórunn Frímannsdóttir

Höfundur

Jórunn Ósk Frímannsdóttir
Jórunn Ósk Frímannsdóttir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...i_mbl_blogg
  • ...logo
  • ...k_mynd_stor
  • Jólakortamynd 2009 003
  • DSCN2230

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 84762

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband