Gert er gert og borðað það sem ...

Mér er ofarlega í huga um þessar mundir þessi setning úr Dýrunum í Hálsaskógi "Gert er gert og borðað það sem borðað hefur verið". Við getum ekki endalaust velt okkur upp úr því sem miður hefur farið og því hvernig við gerðum þetta og hitt vitlaust. Nú er kominn tími til að við horfum fram á við og förum að skipuleggja samfélag okkar inn í framtíðina. Það er kominn tími til að snúa okkur að því að leysa málin og hugsa um það eitt hvernig við komum okkur út úr þessu ástandi.

Mín skoðun er sú að það verði ekki gert nema með aðkomu allra flokka og í sátt. Vandi okkar er svo mikill hér á landi um þessar mundir að þetta snýst ekki lengur um flokkapólitík heldur mögulegar lausnir.  Eina von okkar er að bankarnir komist á lappirnar, krónan styrkist, gjaldeyrishöftum verði aflétt, vextir lækki og hjól atvinnulífsins fari að snúast og fyrirtækin í landinu geti farið að hugsa til framtíðar. 

Vonleysið sem er að grafa um sig í íslensku samfélagi er það versta - nú dugar ekkert nema þjóðarsátt um það hvernig skuli halda áfram. 

Teiknum upp leiðina út úr þessu saman. Það þarf að fara í sársaukafullar hagræðingaraðgerðir og fylgja eftir þeim ákvörðunum sem þegar hafa verið teknar, fylgja eftir stefnunni sem hér var mörkuð með IMF og svo mætti lengi telja. Ef um þær aðgerðir getur skapast víðtæk sátt eru miklu meiri líkur til þess að okkur takist ætlunarverk okkar, þjóðin öðlist trú á því sem verið er að gera og fari að ganga í takt. Þannig munum við koma okkur saman og sameinuð út úr þeim vanda sem við erum í, við gerum það ekki með því að vera í strögli eins og því sem nú er í sölum alþingis Íslendinga.  Fljótfærnisbreytingar á stjórnarskrá okkar er ekki það sem þarf. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Sæl Jórunn, mikið þótti mér vænt um að sjá að þér vegnar vel, þegar það rann upp fyrir mér að þú er fyrrverandi nágranni okkar og barnfóstra.

Ég er sannfærð um að við verðum að gera upp þessa nánustu fortíð, Þegar rannsókninni lýkur. Góðir hlutir gerast hægt. 

Traustið í samfélaginu verður að byggja upp og mér finnst það hljóti að vera hluti af því að fólk treysti þeim sem eru að rannsaka hrunið, og búist við að þeir sem kunna að vera sekir að lögum verði dæmdir.

Þessar kosningar koma á allra versta tíma og dýpka þá gjá sem er á milli flokka. Strax að þeim loknum verður ábyrgt fólk í öllum flokkum að leggja sig fram um að sameinast um úrræði sem þarf að grípa til. 

Má vera að eftir þennan tíma verði augljósara hvað þarf að gera og hvað fólk og fyrirtæki á að geta leyst sjálft. 

Það eru fáir sem gefa eitthvað eftir sem þeir hafa fengið án mótmæla, en eitt er víst við þurfum öll að draga úr óþarfanum og átta okkur á hvað skiptir máli.

En munum að atvinnulífið dregst saman ef við hættum alveg að sinna öðru en frumþörfum.

Vona svo að þú haldir áfram að sinna þínum góðu  verkum að bæta hag þeirra sem standa höllum fæti.

Kveðja

Hólmfríður Pétursdóttir, 8.4.2009 kl. 12:01

2 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Hjartanlega sammála þér þegar þú segir m.a.: "Vonleysið sem er að grafa um sig í íslensku samfélagi er það versta - nú dugar ekkert nema þjóðarsátt um það hvernig skuli halda áfram."  Vandamálið í íslenskum stjórnmálum tengist aðallega tvennu, A) flestir flokkar hafa ekki lausnir á vandamálunum; og B) flokkarnir flestir eru ekki að virkja sitt hæfasta fólk, því miður.  Því fór svona illa fyrir okkur sem þjóð og því er svo erfitt að rétta við samfélagið.  Allt hægt ef viljinn er fyrir hendi og ég vona innilega að þjóðin sjái fljótlega í gegnum "lýðskrum Samspillingarinnar", en sá flokkur kemur sjaldan fram með lausnir, en þeir eru snjallir í því að forðast að taka á málum...  Næstu 1-5 ár þarf þjóðin svo að hlusta á það eina sem þeir koma með að borðinu, inn í EB - nei takk, frekar aumt að berjast bara fyrir einu máli í pólitík.  Ég & þú viljum byggja hér upp "fjölskylduvænt samfélag" og okkur mun takast það..!

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 8.4.2009 kl. 13:33

3 Smámynd: ThoR-E

Mikið til í þessu, en það er engin ástæða fyrir því að þeir sem gerðu, sleppi með það.

Þeir sem brutu af sér þá á að sækja til saka.

ThoR-E, 8.4.2009 kl. 14:42

4 Smámynd: Páll A. Þorgeirsson

Best er að gera upp fortíðina og takast á við framtíðina í framhaldi af því.  Ef fortíðin er óuppgerð þá skapar hún bara vandamál í framtíðinni. 

Páll A. Þorgeirsson, 8.4.2009 kl. 18:31

5 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ég tek heilshugar undir þennan pistil. Ofsafengin gagnrýni fólks gegn Sjálfstæðisflokknum og lítil tiltrú á lýðræði er ekki það sem við þurfum nú.

Krafist var nýrra kosninga vegna mistaka sem urðu að hluta í stjórnsýslu og Sjálfstæðisflokkurinn átti mikinn þátt í því að gengið væri að kröfum fólksins.

Því spyr ég hvað er ólýðræðislegt við flokk sem samþykkir nýjar kosningar, játar réttilega á sig ákveðin mistök, boðar nýjar lausnir og gefur nýju fólki tækifæri á að spreyta sig í flokknum?

Hilmar Gunnlaugsson, 8.4.2009 kl. 20:27

6 Smámynd: Jórunn Ósk Frímannsdóttir

Tek undir varðandi það að sækja þurfi þá til saka sem brotið hafa af sér. Það er verið að gera og nú hafa allir flokkar komið að því að skipa í þá "dómnefnd". Við verðum að leggja traust okkar á það að vandað verði til verka.

Jórunn Ósk Frímannsdóttir , 8.4.2009 kl. 21:18

7 Smámynd: Jórunn Ósk Frímannsdóttir

Tek algerlega undir þetta með kökurnar og í raun ansi margt sem fram kemur í Dýrunum í Hálsaskógi. Við þurfum umfram allt öll að fara að bera meiri virðingu hvort fyrir öðru í þessum heimi.

það er manninum eðlislægt að hámarka bata sinn samkvæmt fræðunum og gott og vel það kann vel að vera, en það eru sem betur fer einungis fáir sem eru siðblindir og svífast einskis. Þeir aðilar hafa því miður vaðið uppi í okkar ágæta samfélagi og nú sitjum við öll í súpunni.

Jórunn Ósk Frímannsdóttir , 9.4.2009 kl. 10:21

8 Smámynd: Jórunn Ósk Frímannsdóttir

Þetta á að sjálfsögðu að vera að hámarka ábata sinn

Jórunn Ósk Frímannsdóttir , 9.4.2009 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jórunn Frímannsdóttir

Höfundur

Jórunn Ósk Frímannsdóttir
Jórunn Ósk Frímannsdóttir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...i_mbl_blogg
  • ...logo
  • ...k_mynd_stor
  • Jólakortamynd 2009 003
  • DSCN2230

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 84763

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband