Vanda þarf breytingar á stjórnarskrá Íslands

Sjálfstæðisflokkurinn hefur undanfarna daga þurft að sitja undir ásökunum um málþóf á Alþingi vegna umræðna um fyrirhugaðar breytingar á stjórnarskrá. Minna hefur hins vegar farið fyrir umræðum um nauðsyn þessara breytinga og þau vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið við undirbúning þeirra.

Það er fráleitt að halda því fram að Sjálfstæðisflokkurinn haldi þinginu í gíslingu. Hann hefur þvert á móti ítrekað lýst yfir vilja til að taka fyrir og afgreiða þau brýnu mál er snúa að endurreisn atvinnulífsins og heimilanna í landinu. Í tvígang hafa stjórnarflokkarnir nú fellt tillögur þess efnis að þau mál, er snúa til dæmis að uppbyggingu álversins í Helguvík og greiðsluaðlögun, verði sett á dagskrá þingsins og afgreidd.

Því miður virðist minnihlutastjórn Jóhönnu Sigurðardóttur staðráðinn í að ætla að keyra í gegn breytingar á grundvallarlögum lýðveldisins á fáeinum dögum í stað þess að huga að þeim mörgu brýnu málum er fyrir liggja.

Breytingar sem engu skipta varðandi hag heimila og fyrirtækja heldur virðast eingöngu vera liður í kosningabaráttu stjórnarflokkanna. Breytingar sem nær allir þeir sérfræðingar og samtök sem veitt hafa Alþingi umsögn telja að séu ekki fullunnar og vara við því offorsi sem einkennt hefur málið.

Rétt er að ítreka að Sjálfstæðisflokkurinn leggst ekki gegn breytingum á stjórnarskrá nú frekar en áður. Hann vill hins vegar að þær séu unnar með vönduðum hætti og í sátt þannig að ekki sé rofin fimm áratuga hefð um að slíkar breytingar séu gerðar í samvinnu og með víðtækri samstöðu.

Stjórnarskráin er grundvöllur íslenska lýðveldisins og undirstoð lagasetningar í landinu. Að ætla að hreyfa við þessum grundvallarstoðum í landinu með offorsi eykur enn á óvissuna í landinu. Það er sorglegt að stjórnarflokkarnir skuli gera stjórnarskrá lýðveldisins að peði í pólitísku valdatafli sínu í stað þess að vinna að því að endurreisa íslenskt atvinnulíf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Í gær flutti Guðfinna Bjarnadóttir, fyrir hönd stjórnarandstöðunnar, greinargóða ræðu, kynningu og tillögu í tengslum við Stjórnarskrána, á Alþingi. Þeir sem hafa áhuga á þessu málefni ættu að næla sér í afrit af ræðu hennar.

Stjórnarandstaðan er greinilega að veita valdhödum viðeigandi aðhald. Nú gefur Guðfinna ekki kost á sér fyrir næsta kjörtímabil. Ætli ein af ástæðunum sér að henni blöskri vinnubrögðin á Alþingi?

Ingibjörg Magnúsdóttir, 7.4.2009 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jórunn Frímannsdóttir

Höfundur

Jórunn Ósk Frímannsdóttir
Jórunn Ósk Frímannsdóttir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...i_mbl_blogg
  • ...logo
  • ...k_mynd_stor
  • Jólakortamynd 2009 003
  • DSCN2230

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 84763

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband