Hálftómt eða hálffullt - 91% með atvinnu

Miðað við nýjustu upplýsingar er að draga úr aukningu atvinnuleysis, þ.e. það er ekki eins mikil aukning nú fyrstu vikur mars mánaðar og fyrstu vikur mánaðanna á undan og það er auðvitað jákvætt.

Það skiptir máli hvernig við hugsum hlutina og í stað þess að tala um hvað margir eru án atvinnu þá væri nær að tala um það hvað margir eru með atvinnu í dag. Hér á landi eru t.d. 91% allra atvinnubærra einstaklinga með vinnu og það telst ansi gott á evrusvæðinu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Inga

Sæl Jórunn, að sjálfsögðu er þetta rétt hjá þér að skoða þetta út frá jákvæðu sjónarhorni, en samt sem áður má ekki gleyma því að það eru ekki bara þeir atvinnulausu sem þetta snertir. Þetta snertir einnig fjölskyldur þeirra sem eru án atvinnu.

Ég tel að þeir sem ekki hafa lent í þeim sporum að vera án atvinnu, geti ekki dæmt um alvarleika málsins, því miður.

Það er ekki eins mikil aukning á atvinnuleysi, en það eykst samt sem áður og þarf að taka í taumana áður en þetta verður verra- sem það verður nú í maí þegar fólk sem var með 6 mánaða uppsagnarfrest og var sagt upp í okt/nóv skráir sig á atvinnuleysisbætur.

Inga, 20.3.2009 kl. 00:29

2 Smámynd: Jórunn Ósk Frímannsdóttir

Sæl Inga

Það er mjög erfið staða hjá þeim sem hafa misst vinnuna og hjá þeirra fjölskyldum, ég geri mér alveg grein fyrir því enda er fólk náið mér sem er í afar erfiðri stöðu. Hitt er svo að við megum passa okkur að draga ekki kjarkinn og þorið úr fólkinu okkar, þess vegna finnst mér mikilvægt að reyna að sjá jákvæðu hliðarnar og ala á von meðal þjóðarinnar.

Fyrirtækin og bankarnir verða að fara að komast á lappirnar hér svo atvinurekendur geti farið að gera langtímaplön og ráða fólk í vinnu, því víða vantar mannskap en beðið er með ráðningar vegna óvissunnar.

Jórunn Ósk Frímannsdóttir , 20.3.2009 kl. 08:38

3 Smámynd: Inga

Sæl Jórunn, þetta er alveg rétt hjá þér. Takk fyrir gott svar.

Inga, 20.3.2009 kl. 09:59

4 Smámynd: Björn Júlíus Grímsson

Meðað við þetta ætlar þú þá ekki að fara að sjá glasið hálf tómt fyrr en atvinnuleisi er komið niðrí að verða 50%

Auðvitað er alltaf þörf á bjartsýni en nú eru að koma kosningar þannig við hljótum að þurfa að horfa raunsætt á hlutina svo við getum tekið rétta ákvörðun um hvern skal kjósa í uppbygginguna.

Og raunin er þessi að atvinnuleysi er hroðalega mikið, hrikalega mikið af heimilum er á leiðinni á hausinn meðan Heilög Jóhanna og riddarar stjórnarráðsinns eru búin að vera að eiða tíma í að reka Dabba kóng og hækka áfengisverð.

Alveg sama hversu jákvæði við eigum að vera má ekki gleyma því að Atvinnulaus maður sem er að missa allt sitt á líklega ekki kost á jákvæðisviðhorfi þótt hann sjái að 91% séu með vinnu.

Kv. Bjössi

Björn Júlíus Grímsson, 20.3.2009 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jórunn Frímannsdóttir

Höfundur

Jórunn Ósk Frímannsdóttir
Jórunn Ósk Frímannsdóttir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...i_mbl_blogg
  • ...logo
  • ...k_mynd_stor
  • Jólakortamynd 2009 003
  • DSCN2230

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband