Vonbrigði

Mikil vonbrigði voru það að stýrivaxtalækkun Seðlabankans sem kynnt var í dag hljóðaði upp á eitt prósent já eitt prósent - alveg ótrúlegt miðað við allt og allt. Ég get ekki séð rökin fyrir því að lækkunin sé ekki meiri á þessum tíma. Heimilin og fyrirtækin þurfa að fara að sjá hér verulega lækkandi vexti - þetta gengur ekki lengur. 

Hvernig má það vera að á sama tíma og talað er um að hjálpa heimilum og fyrirtækjum sé þetta það sem boðið er upp á. Ég átti von á meiri lækkun og held að flestir hafi gert það. Fjöldi fyrirtækja og heimila eru búin að vera að þreyja Þorrann og þurfa nú að þreyja Góuna líka. Hættan er sú að þetta sé að verða of langt ferli og þegar síðan koma skilaboð eins og þessi þá gefist fólk bara upp. Það virðist engin von um það að hlutirnir fari að lagast eitthvað hér.

Þarf virkilega ennþá þessa háu vexti fyrir krónuna? Ég hefði viljað sjá stýrivexti lækkaða mun meira í dag, þó ekki væri nema til að ala von í brjóstum einstaklinga og fyrirtækja.

Við þurfum öll á því að halda Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jórunn Frímannsdóttir

Höfundur

Jórunn Ósk Frímannsdóttir
Jórunn Ósk Frímannsdóttir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...i_mbl_blogg
  • ...logo
  • ...k_mynd_stor
  • Jólakortamynd 2009 003
  • DSCN2230

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 84763

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband