Vonandi verður þetta að veruleika

Ég vona svo sannarlega að hugmyndir Róberts Wessman verði að veruleika, hvernig svo sem þær verða útfæraðar. Það var gott að lesa moggann í morgun. Tækifærin í heilbrigðisþjónustunni okkar eru mörg og mikilvægt að við nýtum þau.

Fullkomin aðstaða á Suðurnesjum, með flugvöllinn, Bláa Lónið, fullkomnar skurðstofur, hótel, íbúðir, starfsfólk og fleira eru tækifæri sem við verðum að nýta núna. Gengið er okkur hagstætt, svo hagstætt að það er sérstaklega áhugavert að koma til landsins og fara í aðgerðir hér. 

Samstarf við stofnanir eins og Mayo Clinics eða aðrar sem þurfa að sjá skjólstæðingum sínum fyrir aðgerðum eru mjög áhugaverðar á þessum tímum. Kerfið í Bandaríkjunum bíður upp á mikla möguleika, þar eru það stofnanir sem taka að sér að þjónusta ákveðna skjólstæðinga með alla þeirra þjónustu. Við getum boðið þessum stofnunum að sjá um aðgerðir og/eða endurhæfingu þeirra skjólstæðinga á samkeppnishæfu verði auk þess sem áhugavert er að bjóða ákveðnar pakkaferðir til landsins í þessum tilgangi. 

Gangi ykkur sem allra best með þetta !

 


mbl.is Gætu orðið til 300 störf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

sé lítinn metnað í þessu, frekar óraunverulegt og held við ættum að hafa hægt um okkur hér, látum þennan mann vinna sitt verk óstuddann - það keum svo í ljós hversu öflugt þetta er eða veður

Jón Snæbjörnsson, 20.3.2009 kl. 22:18

2 Smámynd: Andri

Þetta er mjög spennandi verkefni og vel raunhæft - enda eins og þú segir margt okkur í hag í þessu máli (umhverfið, aðstaðan og aðbúnaðurinn, staðsetning, gengið o.s.frv.)

Ég held að Jón Snæbjörnsson viti lítið hvað hann er að tala um og ég hvet hann eindregið til að kynna sér málið betur. Ágætis byrjunarreitur er að líta á þetta: http://www.kadeco.is/?path=Controls/8&C=ConnectionString&Q=Offset%202%20News&Groups=0&ID=134&Index=0

Andri, 21.3.2009 kl. 00:44

3 Smámynd: Lýður Árnason

Sammála þér um þetta, Jórunn.  Endilega nýta þá þekkingu og aðstöðu sem hér er vilji einhver njóta.  Ekki veitir af í þessu árferði.

 LÁ

Lýður Árnason, 21.3.2009 kl. 04:06

4 Smámynd: halkatla

færðu alveg dollaramerki í augun yfir þessu?

halkatla, 21.3.2009 kl. 07:56

5 Smámynd: Jórunn Ósk Frímannsdóttir

Von mín um að við getum nýtt aðstöðu okkar betur með ferðamannatengdri heilbrigðisþjónustu snýst ekki um dollaramerki.

Við verðum að skoða alla möguleika núna og nýta öll tækifæri sem til staðar eru til verðmæta- og atvinnusköpunar.

Jórunn Ósk Frímannsdóttir , 21.3.2009 kl. 10:10

6 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Andri, gef lítið fyrir svona ýfirlýsingar - láttu bara ekki plata þig, þú veist hvað þú átt, og mundu að ekki er allt gull sem glóir

Jón Snæbjörnsson, 22.3.2009 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jórunn Frímannsdóttir

Höfundur

Jórunn Ósk Frímannsdóttir
Jórunn Ósk Frímannsdóttir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...i_mbl_blogg
  • ...logo
  • ...k_mynd_stor
  • Jólakortamynd 2009 003
  • DSCN2230

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 84763

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband