17.3.2009 | 22:54
Allrar athygli verðar
Hugmyndir þær sem Tryggvi Þór Herbertsson fór yfir í Kastljósi sjónvarpsins í gærkvöldi eru allrar athygli verðar. Það sem skiptir mestu máli í þessu þjóðfélagi í dag er að fólk gefist ekki upp og haldi áfram að greiða af lánunum sínum, að fólk sjái tilgang í því að halda áfram. Ég vil umfram allt sjá frekari skoðun á þessum hugmyndum og útfærslu. það var ekki uppörvandi að sjá hvernig Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir afgreiddu málið á blaðamannafundi í dag og gerðu að því er mér fannst litið úr þessum tillögum og ætla alls ekkert að skoða málið neitt frekar. Það þarf djarfar ákvarðanir í þessu óvenjulega ástandi og tækifærin til þess að bregðast við renna okkur hratt úr greipum ef við aðhöfumst ekkert.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Jórunn Frímannsdóttir
Bloggvinir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Áslaug Friðriksdóttir
- Baldvin Jónsson
- Einar Vignir Einarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Ingólfur H Þorleifsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Kjartan Pálmarsson
- Ólafur fannberg
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sigríður Jónsdóttir
- Vignir Bjarnason
- Vilborg G. Hansen
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- Vefritid
- Axel Jóhann Axelsson
- Ásta Hafberg S.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Charles Robert Onken
- Einar B Bragason
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Erlendur Örn Fjeldsted
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Gísli Blöndal
- Gunnar Gunnarsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjalti Sigurðarson
- Jóhann Pétur
- Jón Daníelsson
- Jón Magnússon
- Jón Ríkharðsson
- Kjartan Magnússon
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Mál 214
- Natan Kolbeinsson
- Pjetur Stefánsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Stefán Helgi Valsson
- Theodór Bender
- Vilhjálmur Árnason
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég var í upphafi tilbúinn að skoða þessar hugmyndir, þótt ekki væri nema vegna þess að þær koma frá "lærðum manni". Við nánari skoðun veit ég ekki alveg hvað vakir fyrir Tryggva Þór. Sýnist því miður að hann sé að misnota háskólagráðu sína illilega. Hér er svo ótrúlega margt að athuga. Sjá heimasíðu mína: jondan.is
Jón Daníelsson, 18.3.2009 kl. 00:16
Sæl Jórunn,
ég er þér hjartanlega sammála. Ég var sjálfur að blogg um þetta rétt áðan.
Bestu kveðjur,
Tómas Ibsen Halldórsson, 18.3.2009 kl. 01:48
Niðurfærsla, afskriftir, afslættir o.s.frv. Það má kalla þetta ýmsum nöfnum, en þetta leysir ekki rót vandans, sem er verðtryggingin. Hana verður að afnema!
Ég veit nú ekki betur en að þinn flokkur hafi verið við völd í 18 ár og ekki lyft litla fingri til að afnema verðtrygginguna.
Í staðinn var kerfið sniðið þannig að hinir efnameiri gætu hagnast, meðan að hin almenni borgari þjáðist í heljarklóm verðbóta.
Er ekki kominn tími á að prófa eitthvað nýtt í staðinn fyrir að alltaf klæða svínið í ný föt og halda því fram að þetta sé annað svín ?
Áddni, 18.3.2009 kl. 08:12
Þegar Tryggvi Þór hefur fengið tíma til að útfæra þessar hugmyndir sínar og útskýra í smáatriðum, þá tek ég endanlega afstöðu.
Ég fæ ekki séð að menn geti gagnrýnt og rifið þessar hugmyndir Tryggva Þórs niður á þessu stigi og ásakað hann t.d. um að misnota háskólagráðu, auk þess sem persónulegt skítkast virðist oft vera grunnurinn í rökum margra gegn þessum hugmyndum.
Eins og ég skil tillögur Tryggva Þórs í dag þá eru þær það raunhæfasta sem hægt væri að framkvæma í dag og í heild sinni þær einu vitrænu sem ég hef séð til þessa og þá er ég ekki bara að tala um lækkun lána, það eru fleiri þættir í tillögum Tryggva Þórs sem ræða þarf.
Ég er fullkomlega með niðurfellingu á verðtryggingu sem hefur skapað þau "loftbóluverðmæti" sem er afar stór partur af þessum skuldum.
Hvað skeður ef fólk og fyrirtæki taka sig saman um að borga ekki þessar skuldir og þar með talinn verðbótaþátturinn sem ég kalla "loftbóluverðmæti".
Hver verður staða þjóðfélagsins þá.
Þjóðfélagið hrynur endanlega !
Það er hægt að stuðla að endanlegu hruni á ýmsan hátt og það er einnig hægt að koma í veg fyrir endanlegt hrun á ýmsan hátt og þar er hugmynd Tryggva Þórs best af því sem ég hef séð til þessa.
Hvort sem mönnum líkar eða ekki þá verður að afskrifa mikið af þessum lánum en fyrst af öllu þau "loftbóluverðmæti", sem á fínu máli kallast víst verðbætur og eru partur af skuldasúpunni.
Það er líka spurning hvort ekki ætti að afskrifa hluta ef ekki öll "loftbóluverðmætin" sem liggja á bankabókum þeirra efnameiri og þeirra skuldlausu, því ekki eru það þeir sem þurfa að borga skuldirnar (loftbóluverðmæti að hluta) en tóku þó þátt í sköpun þeirra með "loftbóluverðmætaaukningunni" sem ekkert alvöru "hagkerfi" getur staðið undir til lengdar, hvað þá míni-kerfi eins og við búum við.
Við verðum að viðurkenna þá staðreynd að verðtrygg króna er bara skrípaleikur, við getum ekki tryggt vermæti okkar íslensku krónu með einhverskonar verðbótaþætti, þannig er ekki raunveruleikinn, það eru ímynduð verðmæti sem eru ekkert annað en "loftbóla".
Margir Útrásarvíkingar hækkuðu t.d. verðmæti fyrirtækja sinna ekki ósvipað, eða með "loftbóluverðmætasköpun"
Varðandi Steingrím og Jóhönnu, hvaða hugmyndir hafa þau komið með, það hefur greinilega farið fram hjá mér og sennilega er það þá bara gott að hafa misst af þeirra hugmyndum.
Páll A. Þorgeirsson, 18.3.2009 kl. 17:45
http://jensen.blog.is/blog/jensen/entry/833142/
Jens Pétur Jensen, 20.3.2009 kl. 13:25
Hugmynd Framsóknarmanna, sem Tryggvi virðist styðja, eru í besta falli rómantískar. Sjá tvær ágætar greinar um þetta í Morgunblaðinu 19.3. á síðum 26 og 27 eftir Jón Steinsson og Erlend Magnússon, sem nú situr í bankaráði Landsbankans (NBI hf). Að mínu mati er mjög varhugavert að gefa fólki falskar vonir um þessar mundir. Hugmyndin er bæði óraunhæf og í henni felst engin lausn - því miður. Sjá jensen.blog.is fyrir nánari skýringu.
Jens Pétur Jensen, 20.3.2009 kl. 13:33
Mæli með lestri þessara bráðabirgðaniðurstaðna Seðlabankans, kannski er staðan alls ekki svo slæm.
http://www.sedlabanki.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=6878#351,3,Gagnagrunnurinn
Nýr dagur - ný tækifæri
Jórunn Ósk Frímannsdóttir , 21.3.2009 kl. 11:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.