14.12.2009 | 02:26
Gæðavísitala þjónustu Strætó bs. hefur aldrei verið hærri
Gæðavísitala þjónustu Strætó bs. er þjónustukönnun sem gerð er meðal farþega árlega og hefur hún aldrei mælst hærri en einmitt nú.
Bættur árangur er beinn afrakstur verkefna sem hrint hefur verið af stað innan fyrirtækisins til að takast á við ákveðna þætti. Framkvæmdastjóri Strætó b.s. og aðrir í yfirstjórninni eiga heiður skilið fyrir að ná þessum árangri.
Ánægju með þjónustuna má einkum skýra með eftirfarandi þáttum:
- 1. Ánægja farþega með hitastig og innanþrif vagna mælist hærra en áður.
- 2. Stundvísi og aksturlag hefur batnað.
- 3. Bætt viðmót vagnstjóra mælist nú hærra en áður
Margt hefur verið gert innan fyrirtækisins til þess að bæta þjónustuna, viðmótið og upplifum farþegans. Hér er að finna nokkur dæmi um það sem unnið hefur verið að:
- Allir ferlar varðandi þrif (innan sem utan) hafa verið endurbættir með nýrri þvottastöð.
- Tekið var í notkun svokallað spenakerfi" sem leiðir til þess að nú fara bílar heitir út í þjónustuna á hverjum morgni. Þannig stíga fyrstu farþegarnir inn í heita vagna.
- Aukin áhersla hefur verið lögð á fyrirbyggjandi viðhald og reglubundna ástandsskoðun vagnanna.
- Gerðar voru breytingar á fyrirkomulagi við endurskoðun tímaáætlana á einstökum leiðum sem hefur leitt til bættrar stundvísi. Í þeim tilgangi var stofnun sérstök akstursfrávikanefnd með þátttöku starfsmanna sem hefur það hlutverk að greina slík tilfelli og koma með tillögur til lausnar. Ennfremur hafa svokölluð nýliðanámskeið verið endurvakin þar sem m.a. hefur verið lögð áhersla á að lesa aksturferla og skilja og skynja uppbyggingu og hönnun leiðakerfisins með áherslu á skiptingarnar á stóru skiptistöðvunum.
- Nýtt þjónustuver hóf starfsemi sýna þar sem öll þjónusta gagnvart farþegum ásamt samræmingu og skipulagi aksturs er stýrt. Þetta var áður í þremur aðskildum einingum.
- Lögð hefur verið áhersla á bætt viðmót vagnstjóra. Beitt hefur verið úrræðum um samskipti vagnstjóra og farþega varðandi fargjaldagreiðslur. Eftirlit hefur verið eflt og þannig stutt við þjónustuhlutverk vagnstjóra í því sambandi. Gerð krafa um snyrtimennsku vagnstjóra og einkennifatnað.
- Aðgengi farþega að upplýsingum og kaup á fargjöldum á vefnum hefur verið stórbætt.
- Öll markaðsumgjörð fyrirtækisins hefur verið tekin til gagngerrar endurskoðunar og framsetning kynningar- og ímyndar verið styrkt.
Svona niðurstaða fæst ekki nema með samstilltu átaki allra starfsmanna og segir þessi niðurstaða að þar er mikill metnaður til þess að veita framúrskarandi þjónustu. Ég vil óska öllum starfsmönnum til hamingju með þennan frábæra árangur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Jórunn Frímannsdóttir
Bloggvinir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Áslaug Friðriksdóttir
- Baldvin Jónsson
- Einar Vignir Einarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Ingólfur H Þorleifsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Kjartan Pálmarsson
- Ólafur fannberg
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sigríður Jónsdóttir
- Vignir Bjarnason
- Vilborg G. Hansen
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- Vefritid
- Axel Jóhann Axelsson
- Ásta Hafberg S.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Charles Robert Onken
- Einar B Bragason
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Erlendur Örn Fjeldsted
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Gísli Blöndal
- Gunnar Gunnarsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjalti Sigurðarson
- Jóhann Pétur
- Jón Daníelsson
- Jón Magnússon
- Jón Ríkharðsson
- Kjartan Magnússon
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Mál 214
- Natan Kolbeinsson
- Pjetur Stefánsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Stefán Helgi Valsson
- Theodór Bender
- Vilhjálmur Árnason
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.