Ţróttarar - Til hamingju međ daginn!

Knattspyrnufélagiđ Ţróttur er 60 ára í dag. Af ţví tilefni verđur afhjúpuđ brjóstmynd af Halldóri Sigurđssyni, fyrsta formanni félagsins í Ţróttarheimilinu.

Saga Ţróttar er vel varđveitt, á fimmtíu ára afmćli félagsins var gefin út vegleg bók međ sögu félagsins og í vor var gefiđ út afmćlisrit. Jón Birgir Pétursson hefur haft veg og vanda af ţessum skrifum og skrifađi hann međal annars fjórar greinar í Laugardalsblađiđ á ţessu ári sem hver og ein rakti fimmtán ára tímabil í sögu félagsins. 

Ţann 5. ágúst 1949 var félagiđ stofnađ, skráđir stofnfélagar voru 37 en félagsheimili Ungmennafélags Grímsstađaholts viđ Ćgisíđu var ţétt setiđ ţetta kvöld.  Ţađ var mikill hugur í mönnum og enda ţótt Ţróttur vćri ekki stofnađur til ađ keppa viđ stóru félögin í bćnum, ţá var snemma ljóst ađ félagiđ var komiđ til ađ vera.Ţróttur gekk nćstu árin í gegnum erfiđa tíma. 
Lýđveldiđ okkar var ungt og bláfátćkt, ţegar Ţróttur var stofnađur, og fátćktin kannski hvađ mest á bernskuslóđum Ţróttar á Grímsstađaholti.  Fyrstu kappliđ félagsins áttu engan búning, félagiđ átti örfáa og gatslitna fótbolta, - en félagiđ átti ţađ sem mestu skipti, áhugasama leikmenn og forráđamenn. Fyrstu búningum félagsins var hreinlega smyglađ til landsins af sjómanni og vini félagsins, enda höfđu innflutningsyfirvöld synjađ um gjaldeyrisleyfi fyrir slíkum munađi.
Ţróttur átti ţví láni ađ fagna ađ eiga forystumenn sem aldrei létu deigan síga.  Ţrátt fyrir mismunandi gengi á íţróttasviđinu, var félagiđ í góđum höndum, félagslífiđ var sterkt, og aldrei datt neinum í hug ađ leggja félagiđ niđur.  Frumherjarnir Dóri fisksali og Eyjólfur sundkappi ţurftu oft ađ taka á honum stóra sínum til ađ halda félaginu á lífi og baráttan var ekkert minni hjá ţeim sem á eftir komu eins og Óskari Péturssyni skátaforingja, ţessir menn lögđu allt í sölurnar fyrir Ţrótt.  Síđar komu fyrrverandi leikmenn úr Ţrótti til forystustarfa, markmennirnir Jón Ásgeirsson og Guđjón Oddsson.   Ţá var ţađ ekki lítils virđi ađ fá Guđjón Sverri Sigurđsson borgarfulltrúa til starfa.Gömlu félögin í Reykjavík voru ađ koma sér upp ađstöđu á seinni hluta síđustu aldar.
Ţróttur, yngsta félagiđ í bćnum, var hinsvegar án allrar ađstöđu.  Gamli herskálinn ţar sem félagiđ var stofnađ, dugđi lengi vel fyrir fundi, dansleiki, kvikmyndasýningar  og sem búningsklefi.  En ţarna var ekki tjaldađ til margra nátta. Bragginn, eins og félagshúsiđ var kallađ, var rifinn, og Ţróttur var á götunni um fimm ára skeiđ.
Á 15 ára afmćli félagsins 1964 kom Geir Hallgrímsson ţáverandi borgarstjóri fćrandi hendi, gaf félaginu lóđir og  lendur skammt frá Kleppi, svćđiđ viđ Sćviđarsund. Nćstu árin stóđu Ţróttarar í miklum framkvćmdum á ţessum stađ.  Ţarna reis  malarvöllur, ţar sem mikill fjöldi ungmenna átti góđa daga um árabil.  Á svćđiđ var flutt gamalt bárujárnshús, sem ţjónađi í mörg ár sem heimili Ţróttar.  Guđjón Oddsson og síđar Magnús Óskarsson og hans félagar í stjórninni, reistu glćsilegt félagsheimili, Ţróttheima, og á svćđiđ komu nokkrir tennisvellir og grasvöllur fyrir knattspyrnuna. Félagiđ bókstaflega blómstrađi inn viđ Sund.Tryggvi E. Geirsson var mikill framkvćmdamađur og í formannstíđ hans var félagiđ flutt af svćđinu viđ Sund í Laugardal.  Ţađ vita líklega allir hvílíkt afrek Tryggvi og hans félagar unnu.  Ţróttur gerđi góđan samning viđ Reykjavíkurborg um makaskipti, borgin fékk byggingalóđir á fótbolta- og tennisvöllum félagsins, en Ţróttur fékk fimm knattspyrnuvelli og glćsilegt félagshús í Laugardal.  Ţađ voru mikil heillaspor, sem stigin voru afmćlissumariđ 1999,  ţegar félagiđ flutti sig um set frá Sćviđarsundi í Laugardal.     Kristinn Einarsson og hans stjórn tók viđ góđri ađstöđu í Laugardalnum og vann af metnađi ađ ţví ađ lađa fleiri ţátttakendur ađ félaginu. Ţađ tókst međ sanni og nú eru mörg hundruđ börn sem stunda ćfingar međ Ţrótti í hinum ýmsu íţróttagreinum og Ţróttur orđiđ raunverulegt stórveldi á íţróttasviđinu.

Í dag fögnum viđ 60 ára afmćli félagsins. Af ţví tilefni verđur afhjúpuđ brjóstmynd af fyrsta formanni félagsins í Ţróttarheimilinu í Laugardal. Athöfnin hefst kl. 16:00, en ađ athöfninni lokinni verđur bođiđ upp á kaffi og sannkallađa Ţróttartertu.  Húsiđ er öllum opiđ, en eldri Ţrótturum og fyrrum leikmönnum og félögum Ţróttar er sérstaklega bođiđ ađ koma í félagsheimiliđ, hitta gamla félaga og ţiggja veitingar.   


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Magnússon

Til hamingju međ daginn.  Ég  kynntist ađstöđunni eđa frekar ađstöđuleysinu og hugsjónastarfinu sem var unniđ í Ţrótti međan félagiđ starfađi á Grímstađaholtinu og var međ félagsađstöđu viđ Ćgissíđu. Ţađ er gaman ađ fá sögulegar upprifjanir eins og ţú kemur međ í pistlinum. Ţakka ţér fyrir.

Jón Magnússon, 5.8.2009 kl. 11:29

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Jórunn Frímannsdóttir

Höfundur

Jórunn Ósk Frímannsdóttir
Jórunn Ósk Frímannsdóttir

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...i_mbl_blogg
  • ...logo
  • ...k_mynd_stor
  • Jólakortamynd 2009 003
  • DSCN2230

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband