18.5.2009 | 12:00
Sykur, sætuefni, skattar!
Ég ákvað að setja aftur inn þessa bloggfærslu mína frá 20. febrúar 2008 í ljósi umræðunnar um sykurskatt. Ávaxtadrykkir hafa mikil áhrif á tannheilsu og vil ég hvetja háttvirtan Heilbrigðisráðherra til að kynna sér þessi mál í hörgul áður en hann ríkur af stað með skattlagningu á sykraðar vörur. Hvað um Gervisætuefnin, eru þau heilsusamleg?
Gervisætuefni fitandi!
Í morgunblaðinu í gær kom fram að vísindamönnum í Bretlandi hafi tekist að sína fram á gervisætuefni geti verið fitandi. "Gerð var rannsókn á rottum sem látnar voru borða jógúrt og sýndi það sig að þær rottur sem fengu jógúrt með gervisætu borðuðu meira og þyngdust þar af leiðandi meira en þær rottur sem fengu venjulega jógúrt."
Eins og vinir mínir vita þá hef ég lengi haldið því fram að sætuefni, sykurlausir drykkir og fleira þess háttar geti jafnvel leitt til offitu.
Ég hef því miður aldrei haft neinar rannsóknir eða annað slíkt til að styðja við þessa tilgátu mína. Engu að síður gerðist ég nú svo djörf að setja fram hugleiðingar í þessa veru í grein í Blaðinu í byrjun mars árið 2006. Hér er hluti þeirrar greinar:
"Hugleiðingar
Ég velti því oft fyrir mér hvort það að neyta fituskertrar og sykurlausrar fæðu sé lausnin gegn offitu. Er það ekki einmitt þannig að ef við borðum einungis sykurskert eða sykurlaust og fitusnautt þá þurfum við meira magn til þess að fullnægja þörf líkamans fyrir orku. Getur verið að þessi orku/næringarlausi matur geti haft áhrif á það að við síðan "dettum í það"? Hlaupum út í sjoppu á kvöldin og borðum svo yfir okkur af sælgæti eða öðrum sætindum fyrir framan sjónvarpið. Getur verið að það sé köllun líkamans á næringu vegna þess að hann hafi einfaldlega ekki fengið næga orku yfir daginn? Ég skal ekki segja hvort það sé svo, ég hef engar rannsóknir til þess að styðja þessar hugleiðingar mínar. Það er þó alveg öruggt að fersk matvara er hollari en unnin og við ættum að reyna eftir fremsta megni að nota eins mikið af fersku hráefni og við mögulega getum. "
Það er vert að velta þessu fyrir sér, svo mikið er víst
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Jórunn Frímannsdóttir
Bloggvinir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Áslaug Friðriksdóttir
- Baldvin Jónsson
- Einar Vignir Einarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Ingólfur H Þorleifsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Kjartan Pálmarsson
- Ólafur fannberg
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sigríður Jónsdóttir
- Vignir Bjarnason
- Vilborg G. Hansen
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- Vefritid
- Axel Jóhann Axelsson
- Ásta Hafberg S.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Charles Robert Onken
- Einar B Bragason
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Erlendur Örn Fjeldsted
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Gísli Blöndal
- Gunnar Gunnarsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjalti Sigurðarson
- Jóhann Pétur
- Jón Daníelsson
- Jón Magnússon
- Jón Ríkharðsson
- Kjartan Magnússon
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Mál 214
- Natan Kolbeinsson
- Pjetur Stefánsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Stefán Helgi Valsson
- Theodór Bender
- Vilhjálmur Árnason
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skattur eða engin skattur hvað er málið. Það breytir engin matarvenjum fólks með skatti. Börn vilja sitt tropí eða svala. Skattar á áfengi hafa aldrei haft áhrif á neyslu.
Valdimar Samúelsson, 19.5.2009 kl. 05:01
Tannlæknirinn minn segir að kóladrykkir séu mjög slæmir fyrir tennurnar. Sykurlausa kókið sé samt enn verra fyrir tennurnar út af sítrónusýrunni í því. Sódavatn að því óbragðbætta undanskyldu sé einnig varasamt eins og annað gos þótt kóladrykkir/ drykkir með súrsæta bragðinu séu verstir fyrir tennurnar.
Ég tel rangt að skattleggja íslensk heimili og íslenskan iðnað með þeim hætti sem menn ætla að gera þótt ríkið vanti vissulega pening og svo getið þið Sjálfstæðismenn bara breytt þessu aftur seinna.
Hitt er þó alveg ljóst að það gengur ekki að gosdrykkir beri 7 % vsk eins og önnur matvara og því þarf að hækka strax vaskinn á gosdrykkjum.
Árni B. Steinarsson Norðfjörð, 19.5.2009 kl. 10:27
Hvers á ég að gæta og hvað hef ég unnið til að gos eigi að hækka á mig eftir að hafa drukkið það til að svala þorstanum í yfir 60 ár án þess að tennur mínar skemmdust. Sér fólk ekki lengra en nef þeirra er. Ég fæ mér sykur út á kornflögur mínar og súrmjólk eru allir blindir. Tannskemmdir eru ekki út af það er lágur tollur heldur burstar fólk og börn sig ekki kvölds og morgna. Kannski borðar kornflögur allan daginn í stað prótein.
Valdimar Samúelsson, 19.5.2009 kl. 11:21
Er það bara sykrað gos sem veldur skaða? Er ekki kaffi "frítt" á öllum vinnustöðum?
http://www.mbl.is/mm/frettir/taekni/2009/05/10/kaffi_skadar_heilann/
Kaffi skaðar
Ný rannsókn vísindamanna í Bandaríkjunum sýnir að koffín í kaffi og alkóhól geta valdið jafn miklu tjóni á heilanum og hass og kókaín, segir í Jyllandsposten. Langvarandi notkun þessara efna valdi götum eða dauðum svæðum í heilanum, sams konar götum og neysla á áðurnefndum fíkniefnum.
Elías Theódórsson, 19.5.2009 kl. 11:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.