5.5.2009 | 17:52
Knattspyrnufélagið Þróttur kynnir nýjung í starfsemi íþróttafélaga á Íslandi og gengur í Bandalag með fjölda fyrirtækja
Knattspyrnufélagið Þróttur fagnar á þessu ári 60 ára afmæli sínu og vill á þeim tímamótum kynna nýja og skapandi hugsun sem er svar þessa síunga félags við þeim erfiðleikum sem dunið hafa yfir og hafa mikil áhrif á allt starf og rekstrarumhverfi íþróttafélaga.
Hvað kynnum við?
Við kynnum BANDALAGIÐ sem er nýjung í fjármögnun og rekstri Knattspyrnudeildar Þróttar þar sem byggt er á annarskonar hugmyndafræði en verið hefur við lýði til þessa í rekstri íþróttafélaga á Íslandi.
Hvað er BANDALAGIÐ?
Hugmyndin er fengin að láni frá Danmörku, þar sem hún hefur gefist afar vel. Í samstarfi við fjölda fyrirtækja verður til BANDALAGIÐ sem hefur að markmiði að efla og styrkja Þrótt til dáða en líka að búa til margvísleg og verðmæt tengsl milli einstaklinga og fyrirtækja. Þróttur verður einskonar miðpunktur í samvinnu ólíkra fyrirtækja sem geta þó átt sameiginlega hagsmuni þegar allt kemur til alls og eiga það sameiginlegt að vilja, þrátt fyrir erfitt ástand, halda áfram að styðja við kröftugt íþróttafélag sem rekur umfangsmikið barna- og unglingastarf í hjarta höfuðborgarinnar. Í BANDALAGINU er nú þegar fjöldi fyrirtækja og fleiri hafa lýst áhuga á að taka þátt í því og tengjast félaginu.
Hversvegna BANDALAGIÐ
Þróttur þarf að bregðast við samdrætti í samfélaginu líkt og allir aðrir. Í stað þess að leita eftir einum til tveimur áberandi styrktarfyrirtækjum er hugsunin sú að margar hendur vinni létt verk. Með stofnun BANDALAGSINS verður til vettvangur fyrir smærri og stærri fyrirtækja til að taka höndum saman á nýjan hátt og styrkja gott málefni. Markmiðið er að búa til í senn vina- og viðskiptasamband sem lifað getur um lengri tíma. Þróttarar telja að ástandið í samfélaginu kalli á nýja hugsun og nýjar leiðir í samvinnu fyrirtækja og íþróttafélaga. BANDALAGIÐ er okkar framlag.
Hver er ávinningurinn af BANDALAGINU
Ávinningurinn fyrir Þrótt er ótvíræður því stuðningur fyrirtækja er íþróttafélögum nauðsynlegur. Ávinningurinn fyrir fyrirtækin verður margvíslegur sömuleiðis og sérstaklega í gegnum það tengslanet sem skapast. Því fleiri fyrirtæki sem taka þátt í BANDALAGINU því öflugra verður það og því verðmætara verður það fyrir þá sem þar eru. Stærsti ávinningurinn er þó fólgin í þeirri samfélagslegu ábyrgð sem fyrirtækin sýna með því að taka áfram þátt í jafn mikilvægu verkefni og rekstri íþróttafélagsins
Hvernig tengjast menn innan BANDALAGSINS?
Tengingarnar verða með fjölbreyttum hætti. Miðpunktur samstarfsins verður ný heimasíða, www.bandalagid.is en þar geta fyrirtæki unnið saman á hefðbundin hátt, boðið fram vöru og þjónustu, leitað eftir samstarfi og stofnað til nýrra viðskiptasambanda. Þarna rúmast allt sem hægt er að nefna, tilboð á kartöflum, fyrirlestrar um stjórnum, nýjungar í vöruúrvali og bætt þjónusta. Fyrirtækin sjálf geta nýtt BANDALAGIÐ eins og þau vilja og því fleiri sem nýta það, því kraftmeiri miðill verður það. Um leið leggur Þróttur áherslu á að félagsmenn félagsins þekki BANDALAGIÐ og þá sem í því eru og svari stuðningi fyrirtækjanna með því að bindast þeim sterkum böndum.
Geta allir tekið þátt í BANDALAGINU
Já, öll fyrirtæki sem vilja geta verið með. Engum verður úthýst úr BANDLAGINU.
Hvernig sést BANDALAGIÐ?
Fyrirtækin sem eru í BANDALAGINU verða kynnt með sérstökum hætti á heimaleikjum Þróttar í Pepsi-deildinni í sumar. Að auki verða þau áberandi á íþróttasvæði félagsins jafnt í leik og starfi. Þróttur leggur mikla áherslu á að kynna vel þau fyrirtæki sem með þessum hætti taka þátt í jákvæðri uppbyggingu. Þetta allt er mikilvægt, en síðast en ekki síst verður það einkennismerki BANDLAGSINS sem mun prýða búninga Þróttar í sumar.
Hver verða áhrifin af BANDALAGINU?
Þróttarar eru í eðli sínu glaðir og geðfelldir. Þetta mun ýta undir það. Þessi gleði mun smitast inn í fyrirtækin og frá þeim áfram út í samfélagið og veitir ekki af á þessum síðustu og verstu. Þetta er með öðrum orðum BANDALAG sem kallar fram betra líf og betri fótbolta.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Jórunn Frímannsdóttir
Bloggvinir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Áslaug Friðriksdóttir
- Baldvin Jónsson
- Einar Vignir Einarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Ingólfur H Þorleifsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Kjartan Pálmarsson
- Ólafur fannberg
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sigríður Jónsdóttir
- Vignir Bjarnason
- Vilborg G. Hansen
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- Vefritid
- Axel Jóhann Axelsson
- Ásta Hafberg S.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Charles Robert Onken
- Einar B Bragason
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Erlendur Örn Fjeldsted
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Gísli Blöndal
- Gunnar Gunnarsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjalti Sigurðarson
- Jóhann Pétur
- Jón Daníelsson
- Jón Magnússon
- Jón Ríkharðsson
- Kjartan Magnússon
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Mál 214
- Natan Kolbeinsson
- Pjetur Stefánsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Stefán Helgi Valsson
- Theodór Bender
- Vilhjálmur Árnason
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flott hugmynd - og ekki láta ér bregða þó önnur lið seilist í þennan gagnabanka, þá kannski sérstaklega lið af landsbyggðinni til að byrja með. Trúi ekki að önnur lið af höfuðborgarsvæðinu fari þess leið 1, 2 og 3.
Til hamingju með að koma þessari snjöllu hugmynd í framkvæmd - vona að hún reynist ykkur fengsæl og efli ykkar annars öfluga félgasstarf.
Gísli Foster Hjartarson, 5.5.2009 kl. 18:57
Frábært hjá ykkur, ég vona innilega að við tökum upp fleiri góðar hugmyndir frá vinum okkar á Norðurlöndum, á sem felstum sviðum, ekki veitir af ef okkur á að takast að koma hér upp fjölskyldu vænu samfélagi. Flott hversu dugleg þú ert ávalt í því að standa vaktina..!
kv. Heilbrigð skynsemi - Forza Þróttur....
Jakob Þór Haraldsson, 6.5.2009 kl. 03:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.