24.4.2009 | 10:23
Byggjum upp í anda sjálfstæðisstefnunnar
Það er uggvænlegt að hér verði sterk vinstri stjórn eftir kosningar. Hér hefur umræðunni síðustu vikur verið haldið í gíslingu og málefni, framtíðarsýn og uppbyggingarstefna verið allt og lítið rædd. Það verður kosið á morgun og margir vita hreint ekkert hvað þeir eiga að gera. Kjósendur eru reiðir og sárir vegna þeirrar stöðu sem við erum í og margir eru í mjög erfiðri fjárhagsstöðu nú, laun hafa lækkað, lán hækkað og fólk misst vinnu. Við megum þó ekki gleyma því hvað það er sem skiptir mestu máli núna, en það sem skiptir mestu er hvernig við höldum áfram og hvernig nú er og verður tekið á málum.
Það eru stór og mikil verkefni framundan og ljóst að hér mun skipta sköpum hvernig tekið verður á málum. Hvernig ætla stjórnvöld að efla andann, auka bjartsýni, virkja fólkið okkar, koma atvinnulífinu í gang, auka tekjur ríkissjóðs og ná þeirri hagræðingu sem þarf að ná? Það þarf að hagræða hér gríðarlega í ríkisrekstrinum með sameiningu stofnana og uppstokkun á mörgum sviðum. Hvernig hefur tíminn undanfarið verið notaður í hagræðingu í ráðuneytunum? Hjá Reykjavíkurborg gátum við náð mikilli hagræðingu út úr kerfinu okkar með því að fá starfsfólkið til þess að rýna hvern einasta þátt og hvert einasta verk sem unnið er. Við náðum þessari hagræðingu án þess að það kæmi illa niður á þjónustunni við borgarana og þetta þarf að gera hjá ríkinu líka - tíminn líður hratt.
Endurreisn Íslands þarf að byggjast á gildum sjálfstæðisstefnunnar, með atvinnufrelsi, frelsi í viðskiptum og frelsi einstaklingsins til orðs og æðis, að leiðarljósi. Um leið þarf að sjálfsögðu að standa vörð um grunnþjónustuna og ná sameiginlegri sín á það hvað er grunnþjónusta. Til að svo megi verða þarf Sjálfstæðisflokkurinn að spila aðalhlutverk í endurreisninni sem er framundan.
Það er hætt við því að vinstri flokkarnir muni lengja í kreppunni með þeim ríkisafskiptum, skattahækkunum og miðstýringaraðgerðum sem þeir boða. Slíkar aðferðir eru einungis til þess fallnar að tefja fyrir eðlilegri leiðréttingu íslenska hagkerfisins og nýtingu fullrar framleiðslugetu þess. Sjálfstæðisflokkurinn áttar sig einn flokka á því að atvinnan verður til hjá fólkinu sjálfu, en ekki inn í ráðuneytum og hjá opinberum stofnunum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:49 | Facebook
Um bloggið
Jórunn Frímannsdóttir
Bloggvinir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Áslaug Friðriksdóttir
- Baldvin Jónsson
- Einar Vignir Einarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Ingólfur H Þorleifsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Kjartan Pálmarsson
- Ólafur fannberg
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sigríður Jónsdóttir
- Vignir Bjarnason
- Vilborg G. Hansen
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- Vefritid
- Axel Jóhann Axelsson
- Ásta Hafberg S.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Charles Robert Onken
- Einar B Bragason
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Erlendur Örn Fjeldsted
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Gísli Blöndal
- Gunnar Gunnarsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjalti Sigurðarson
- Jóhann Pétur
- Jón Daníelsson
- Jón Magnússon
- Jón Ríkharðsson
- Kjartan Magnússon
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Mál 214
- Natan Kolbeinsson
- Pjetur Stefánsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Stefán Helgi Valsson
- Theodór Bender
- Vilhjálmur Árnason
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Dapurlegt, að eftir 18 ár í meirihlutastjórn er það eitt af aðalmálefnum sjálfstæðisflokksins að endurreisa efnahagslífið.
það væri betur ef þið hefðuð vaknað fyrr.
Sigurður Baldursson, 24.4.2009 kl. 13:15
Vóó.... ertu ekki í lagi kona.
Mér finnst ótrúlegt að það sé til fólk á Íslandi í dag, sem ætlar að kjósa Sjálfstæðisflokkinn.
Ég meina, þetta er svipað og sá sem verður fyrir nauðgun byðji nauðgarann að nauðga sér aftur,,, og þyki það gott í þokkabót; og ekkert rangt eða athugavert við "fyrri" nauðgunina.
Dexter Morgan, 24.4.2009 kl. 13:52
Þessi pistill þinn sýnir vel hversu veruleikafirrtur Sjálfstæðisflokkurinn er. Smá-rassskelling ætti að gera honum gott, og þá verður hann e.t.v. kosningahæfur næst.
Púkinn, 24.4.2009 kl. 16:48
Mér datt nú fyrst í hug eins og öðrum sem kommentað hafa hjá þér, að þetta væri djók.
Veruleikafirring er það sem kemur upp í hugann eftir að hafa lesið færslu þína.
hilmar jónsson, 24.4.2009 kl. 17:13
Sjálfstæðisflokkurinn ætti að skammast sýn. þeir eru búnir að rústa þjóðfélagið.það vita það allir. Þeir hafa logið að þjóðinni árum saman. Skammist ykkar.
Árni Björn Guðjónsson, 24.4.2009 kl. 18:29
Ha ha ha Þið eruð búin að hafa átján ár í þetta við sjáum hvernig fór
þorvaldur Hermannsson, 25.4.2009 kl. 00:06
Ert þú úr þessu sólkerfi?
Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 02:57
Það er ekki hægt að lesa út úr skrifum hjá þessum frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins, sem skipar 6. sætið í Reykjavíkurkjördæmi norður, að flokkur hennar beri nokkra ábyrgð á ástandinu sem hér ríkir. Hún lýsir ástandinu stuttlega, en virðist ekki sjá neina sök hjá eigin flokki - afneitunin er algjör.
Til þess að ná trausti kjósenda, þurfa frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins að viðurkenna mistök flokksins við efnahagsstjórnunina sl. 12 ár, þar sem fjölmörg mistök hafa átt sér stað og í skjóli flokksins hefur þrifist mesta spilling sem um getur í íslenkri pólitík.
Dyggir sjálfstæðismenn hafa kvatt flokkinn á opinberum vettvangi, en margir sem koma til með að kjósa flokkinn í dag, gera það með óbragð í munni, því þeir hreinlega geta ekki sett krossinn fyrir framan annan bókstaf.
Einar H. Björnsson, 25.4.2009 kl. 10:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.