12.4.2009 | 18:19
Sannleikurinn og Dagur B. Eggertsson
Dagur B. Eggertsson hélt því fram í fréttum RÚV nú klukkan sex að það hefðu ekki verið borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem komu í veg fyrir REI gjörninginn. Hvers konar ummæli voru þetta, tala svo um að hundrað daga meirihlutinn hefði þurft að vinda ofan af þessu. Minnihlutinn var í minnihluta þegar þetta var og enginn nema fulltrúar meirihlutans sem gátu komið í veg fyrir þetta. Það þarf enga sérfræðinga til að sjá í gegnum þessi ummæli Dags og vona ég að borgarbúar og aðrir þeir sem hlustuðu á þessa frétt viti betur.
En Dagur nýtir sér ástandið með því að skella fram ummælum eins og þessum og reyna að hefja sjálfan sig upp og láta líta út fyrir að hann hafi ekki viljað þennan gjörning. Ég vil vekja athygli á því að Dagur B. Eggertsson hafði alltaf trú á þessu og sá ofsjónum yfir því að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins væru að koma í veg fyrir að borgin fengi milljarða í vasann með þessum gjörningi. Það færi betur á því að fréttamenn rifjuðu upp allt það sem gekk á hér þegar REI málið var í hávegum og Dagur B. Eggertsson hljóp í samstarf með Birni Inga Hrafnssyni og nýtti sér ágreining sem upp var kominn innan meirihlutans vegna REI málsins.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Jórunn Frímannsdóttir
Bloggvinir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Áslaug Friðriksdóttir
- Baldvin Jónsson
- Einar Vignir Einarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Ingólfur H Þorleifsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Kjartan Pálmarsson
- Ólafur fannberg
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sigríður Jónsdóttir
- Vignir Bjarnason
- Vilborg G. Hansen
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- Vefritid
- Axel Jóhann Axelsson
- Ásta Hafberg S.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Charles Robert Onken
- Einar B Bragason
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Erlendur Örn Fjeldsted
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Gísli Blöndal
- Gunnar Gunnarsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjalti Sigurðarson
- Jóhann Pétur
- Jón Daníelsson
- Jón Magnússon
- Jón Ríkharðsson
- Kjartan Magnússon
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Mál 214
- Natan Kolbeinsson
- Pjetur Stefánsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Stefán Helgi Valsson
- Theodór Bender
- Vilhjálmur Árnason
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Voru ekki allir sammála (nema kannski svandís) samruna rei og gge ?
Eini munurin faktískt að Sjálfst.fl. vildi selja hlut borgarinnar strax en SF og Björn vildu bíða og selja seinna. Jú, svo for að renna tvær grímur á menn smá saman með tímanum og hitt og þetta fór að koma undan teppinu og svona.
(Annars þarf einhver að taka saman sögu rei málsins á fræðilegann hátt. Ekki nógu nákvæmt á wiki: http://is.wikipedia.org/wiki/REI-m%C3%A1li%C3%B0
Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.4.2009 kl. 20:53
Það er greinilegt að sjálfstæðismenn ætla sér að reyna að skrifa söguna þegar að kemur að þessu máli.
Ef það hefði ekki verið fyrir viðvörunaróp minnihlutans þá hefði þessi REI gjörningur farið þegjandi og hljóðalaust í gegn og sjálfstæðismenn hefðu stært sér að enn einni "vel heppnaðri" einkavæðingunni.
Neddi, 12.4.2009 kl. 21:55
http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/entry/852056/
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.4.2009 kl. 23:51
Takk fyrir góðar athugasemdir.
Ég vil ítreka það að ef við í meirihlutanum hefðum ekki stoppað þetta mál þá hefði þessi gjörningur orðið að veruleika. Efasemdir okkar "sexmenninganna" komu fram fyrir eigendafundinn.
Jórunn Ósk Frímannsdóttir , 13.4.2009 kl. 00:21
Ég bara skil ekki þetta skammtímaminni fólks! Hér var ekkert annað í fjölmiðlum svo vikum skipti nema þetta REI/GGE mál.
Sex borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins snérust gegn oddvita sínum, Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, og borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, Birni Inga Hrafnssyni, til að stoppa REI/GGE málið. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks féll í kjölfarið og Samfylking og VG stofnuðu til Tjarnarkvartettsins með REI flokknum (Framsókn).
Í kjölfarið var síðan stofnuð rannsóknarnefnd undir forystu Svandísar Svavarsdóttur.
Eru allir núorðið með gullfiskaminni?
Allan tímann blogguðu Össur og annað fólk úr Samfylkingunni hverslags hálfvitar við sjálfstæðismenn værum að taka ekki þátt í "orkuútrásinni". Þessu var hafnað af sjálfstæðismönnum af því að þeir töldu galið að blanda opinberum- og einkarekstri saman á þennan hátt og setja þannig skattpeninga almennings í hættu ef að fyrirtækin færu á höfuðið.
Ég setti hérna inn gamla athugasemd Gísla Marteins við blogg Egils Helgasonar um málið:
Athugasemd til Egils um REI
4. mars, 2009
Egill Helgason skrifaði prýðilegan pistil um REI í vikunni undir yfirskriftinni Siðvillingar þar sem hann ber saman Enron málið og REI málið. Siðvillingarnir í REI málinu eru bæði stjórnendur fyrirtækisins en kannski enn frekar þeir stjórnmálamenn sem stóðu að því. Egill segir:
Frægt er símasmáskeyti frá Jóni Ásgeiri til þáverandi formanns borgarráðs:
Ég sá færslu Egils frekar seint og skrifaði því síðastur inn í athugasemdakerfið, og leyfi mér að birta athugasemd mína hér:
„Sæll Egill.
Þetta er góður pistill hjá þér og margt gott sem lesendur þínir hafa skrifað hér. Raunar eru umræðurnar hérna með því besta sem sagt hefur verið um REI málið.
Ég var einn þeirra sem mótmælti því frá fyrstu mínútu að við settum REI í hendur útrásarvíkinganna. Ekkert okkar 6 sem gerðum það var hinsvegar í stjórn Orkuveitunnar. Þannig að þegar stjórn OR samþykkti samrunann daginn eftir hvítvínsfundinn fræga, þar sem við heyrðum fyrst af málinu, greiddi enginn atkvæði gegn því. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar greiddu atkvæði með því að afhenda auðmönnunum þessar eignir Orkuveitunnar. Enginn var á móti, því Svandís Svavarsdóttir sat hjá.
Við þetta sauð uppúr enda var okkur sem höfðum lýst eindreginni andstöðu við samrunann algerlega misboðið. Björn Ingi sagðist þá ekki getað unnið með okkur - hann hefði sterka sannfæringu fyrir þessu máli og yrði að fylgja henni. Hann gekk því til liðs við Samfylkinguna, sem hafði geinilega líka sannfæringu fyrir því að hið opinbera ætti að taka þátt í útrásinni með þessum hætti. Gleymum því ekki að rökin voru beinlínis þau að við myndum græða svo ævintýralega á þessu. Yrðum að vera með í útrásinni. (Best var þegar Steinunn Valdís sagði í Kastljósinu aðspurð hvort þetta væri ekki mikil áhætta, að Jón Ásgeir og Hannes Smárason væru nú varla að þessu nema þetta væri góður díll!)
Ég vil halda því til haga að Svandís reyndist á móti málinu á öllum stigum þess eftir Orkuveitufundinn. Við Hanna Birna sem störfuðum með henni í REI hópnum svokallaða, áttum við hana gott samstarf og augljóst var að samhljómur var á milli sjónarmiða okkar þriggja.
Framsókn hefur sagt að hún hafi haft sannfæringu fyrir því að þetta hafi verið gott mál, en Samfylkingin hefur aldrei viðurkennt að það hafi verið mistök að styðja það. Það hafa heldur ekki gert þeir fjölmörgu álitsgjafar úr öllum flokkum sem kölluðu okkur “skúrka ársins”, meðal annars í þætti þínum. Menn muna væntanlega að Össur Skarphéðinsson sagði að við hefðum orðið þess valdandi að Reykjavíkurborg tapaði “trilljörðum” af því hún óð ekki í útrásina með þessum hætti.
Fyrirgefðu langlokuna, en takk fyrir skrifin. Mér finnst við aldrei hafa fengið að njóta sannmælis fyrir afstöðu okkar, sem óskandi væri að fleiri hefðu tekið á þessum síðustu árum.
Gísli Marteinn.“
Við þetta má bæta að það er mjög athyglisvert að fylgjast með því hvernig höfuðpaurar REI málsins sem véluðu um það frá upphafi, hafa æ síðan staðið saman í opinberri umræðu þegar óþægilegar fréttir hafa borist um það hvernig vélað var um málið. Þá er hlægilegt að sjá Össur greyið halda áfram að hampa orkuútrásarvini sínum Birni Inga á blogginu sínu. Það er sameiginlegt hagsmunamál allra þessara aðila að sannleikurinn komi ekki fram. En sem betur fer hafa ekki allir hagsmuni af samsæri þagnarinnar í þessu máli og við sem stóðum í fárinu miðju og höfuðpaurarnir gerðu að blórabögglum, fáum sífellt meiri upplýsingar um óhreinindin í málinu. Sú saga hefur ekki enn verið sögð.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 13.4.2009 kl. 10:08
Það er ótrúleg bíræfni að reyna nú að klína REI hneykslinu á aðra, þegar staðreyndir liggja á borðinu. Það er ærið oft eins og þið haldið að fólk sé fífl. Þið virðist ganga út frá því sem gefinni staðreynd, sbr. viðtalið við GMB í hádegisútvarpi í dag.
Eiður Svanberg Guðnason, 13.4.2009 kl. 13:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.