Gylfa saga og Herberts

Góður vinur minn sendi mér þessa dæmisögu og fékk ég leyfi til að birta hana hér á blogginu mínu. Ágætis innlegg í umræðuna, en það er einmitt svo nauðsynlegt að ræða þær hugmyndir sem koma fram. 

"Gylfi hét maður. Hann átti allnokkurt  fé sem hann vildi auka með skjótum hætti og ákvað því að hefja lánastarfsemi. Hann nýtti fé sitt  til útlána en fékk að auki lánsfé hjá hinum og þessum til að hafa meira úr að moða. Gylfi hafði mjög greiðan aðgang að lánsfé sem hann endurlánaði með góðum hagnaði til þeirra sem til hans leituðu. Vinir Gylfa og vandamenn fengu sérstaka fyrirgreiðslu hjá honum. Þeir fengu lánsfé eins og þeim sjálfum sýndist og Gylfa nægði drengskaparheiti þeirra um endurgreiðslur.  Gylfi þekkti eðlilega ekki drengskap vandalausra svo hann lánaði þeim ekki nema með tryggum veðum í fasteignum eða öðru áþreifanlegu.  

Lánastafsemi Gylfa var háð sérstökum leyfum yfirvalda sem kröfðust þess að eignir Gylfa væru að andvirði ekki minna en 8% af skuldum hans. Mikil vöxtur í útlánum kallaði á miklar og auknar lántökur af hálfu Gylfa, sem verður að sýna fram á að eignir hans vaxi að andvirði til að haldast yfir 8% af skuldum. Gylfi mat vináttu vina sinna mikils og því meira sem skuldir þeirra voru við hann. Hann vissi sem var að drengskapur var gulls í gildi. Hann brá því á það ráð að bókfæra vináttu og drengskap vinna sinna sem eignir.

Dag einn flaug óheillakráka yfir Gylfa þar sem hann sat grandalaus og taldi fé sitt. Flug óheillakrákunnar leiddi til þess að lánsfé hvarf að mestu af sjónarsviðinu. Gylfi greip í tómt þegar hann ætlaði sækja nýtt lánsfé til að standa skil á eldri lánum. Hann  náði ekki að standa í skilum með lán sín og komst í greiðsluþrot.

Yfirvöld uppgötvuðu sér til undrunar að mikil óráðssía var í allri starfsemi Gylfa. Ákváðu þau þá þegar að lán Gylfa til vandalausra skyldu seljast úr þrotabúinu í hendur Herberts, sem var yfirvöldum þóknanlegur. Yfirvöld ákváðu að hæfilegt kaupverði slíkra lána væri 50% af virði þeirra. Yfirvöld ákváðu jafnframt að öll lán til vina og vandamanna Gylfa yrðu áfram í þrotabúi hans, enda væru þau verðlaus.

Segir nú af þeim Tryggva og Þór sem voru vandalausir við Gylfa og höfðu skuldað honum 10 milljónir hvor, sem tryggð voru með veðum í fasteignum þeirra. Tryggvi var nokkuð vel stæður með góðar tekjur. Þór var hins vegar mjög illa staddur og var fyrirséð að hann gæti ekki staðið í skilum af láni sínu.

Herbert átti nú lán þeirra Tryggva og Þórs sem hann hafði greitt samtals 10 milljónir fyrir. Herbert var glaður í bragði þrátt fyrir bága stöðu Þórs. Tryggvi gæti hæglega staðið skil á sínu láni sem væri 10 milljóna virði. Óvissa ríkti um það hversu stóran hluta lánsins til Þórs hann yrði að afskrifa. Fasteignaverð hefði illu heilli lækkað mikið svo fasteignaveðið sem Þór lagði til sem tryggingu fyrir láninu gæti farið niður í 5 milljónir . Herbert gerði því ráð fyrir að fá 15 milljónir út úr þessum lánum sem hann keypti á 10 milljónir. Hagnaður hans yrði 50% og eigið fé hans mynd því aukast hratt og tryggilega.

Þar sem Herbert situr og reiknar gróða sinn fær hann skilaboð frá yfirvöldum um að hann verði að fella niður 20% af öllum skuldum sem hann keypti með 50% afslætti.

Herbert reiknaði gróða sinn að nýju. Skuldir Tryggva lækkuðu í 8 milljónir sem Tryggvi ætti enn síður í vandræðum með að standa skil á en upphaflegu 10 milljónunum.  Skuldir Þórs lækkuðu einnig í  8 milljónir. Það breytti hins vegar litlu fyrir Þór þar sem fyrirséð var að hann gæti ekki staðið skil á þeim.  Eftir sem áður fengist í versta tilfelli ekki meira en 5 milljónir fyrir lánið til Þórs með því að ganga að veðinu sem var lagt til tryggar þess. Herbert reiknaðist til að hann fengi 13 milljónir fyrir lánin tvö. Hagnaður yrði ekki nema 30% og eigið fé hans mynd ekki aukast jafn mikið og hann hafði áður talið."

Samkvæmt þessu er ekki skynsamlegt að setja skuldirnar niður um 20% því eigindur Herberts(bankanna) í dag eru auðvitað við öll - skattgreiðendur þessa lands.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hollvekja

Heimir Lárusson Fjeldsted, 21.3.2009 kl. 16:19

2 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Bara snilld.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 21.3.2009 kl. 20:53

3 Smámynd: Einar Þór Strand

Reyndar gleymdist að reikna inn ef allt verður verðlaust og gefið evrópusambandinu eins og samfylkinginn vill, en það er auðvitað ekki mannsal heldur bara þjóðarsal sem er alveg saklaust að gera heila þjóð að þrælum.

Einar Þór Strand, 22.3.2009 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jórunn Frímannsdóttir

Höfundur

Jórunn Ósk Frímannsdóttir
Jórunn Ósk Frímannsdóttir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...i_mbl_blogg
  • ...logo
  • ...k_mynd_stor
  • Jólakortamynd 2009 003
  • DSCN2230

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband