Úrvinda en ánægð

Þessi dagur hefur ekki verið rólegur, en ég verð að segja að það er ánægður frambjóðandi sem leggst á koddann í kvöld. Í hádeginu var ég á frábærum fundi hjá SÁÁ þar sem ég hitti Heiðursmenn þeirra samtaka og var virkilega gaman að fá tækifæri til að hitta þá og fara yfir sviðið með þeim. Eftir síðan frekar erfiðan dag á kosningaskrifstofunni þá var kvöldið afar ánægjulegt og skemmtilegt. Við frambjóðendur vorum á hraðstefnumótarfundi með flokksmönnum í austurhluta borgarinnar þar sem var vel mætt og virkilega góðar umræður. Þetta eru krefjandi fundir og maður verður að gefa sig allan í þetta en það var svo sannarlega skemmtilegt.  Góða nóttSleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Móðurmálið fátækt er,

margar enskar slettur.

Haldi fram sem horfir hér,

hún af lista dettur.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.3.2009 kl. 10:47

2 Smámynd: Jórunn Ósk Frímannsdóttir

Góð athugasemd Heimir, þetta mun heita hraðstefnumót á íslensku og set ég það hér með í textann.  Annars reyni ég yfirleitt að nota okkar góða móðurmál og skal leggja mig enn betur fram um það, var algerlega tóm í gærkvöldi og gat ekki munað hvað þetta heitir, enda aldrei farið á slíkt stefnumót áður.

Jórunn Ósk Frímannsdóttir , 6.3.2009 kl. 10:58

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Batnandi Jórunni er best að lifa.

Styð þig heilshugar

Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.3.2009 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jórunn Frímannsdóttir

Höfundur

Jórunn Ósk Frímannsdóttir
Jórunn Ósk Frímannsdóttir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...i_mbl_blogg
  • ...logo
  • ...k_mynd_stor
  • Jólakortamynd 2009 003
  • DSCN2230

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband