Hvalveiðar og fréttaflutningur ríkissjónvarpsins í kvöld

Ég get ekki orða bundist vegna fréttar ríkissjónvarpsins nú í kvöld þar sem "fjallað" var um ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að leyfa hvalveiðar til 2013. Fréttin stóð örugglega í um 5 mínútur þar sem einungis eitt sjónarmið kom fram og var hvorki talað við einhvern í sjávarútvegsráðuneytinu né einhverja sem hlynntir eru hvalveiðum. Fréttaflutningurinn sló mig eins og áróður gegn ákvörðuninni en ekki hlutlaus umfjöllun. Ekki var sagt frá fjölda starfa sem skapast við vinnslu þessara afurða né tekjur sem það færir inn í þjóðarbúið. 

Að sama skapi get ég hælt Kastljósi fyrir umræður um sama málefni þar sem Sigursteinn Másson andstæðingur hvalveiða og Kristján Loftsson komu sínum sjónarmiðum á framfæri. Þar komu vel fram sjónarmið beggja aðila.

Það er talað um að við þurfum að hugsa hvalveiðar út frá hagsmunum Íslands á alþjóðavettvangi "því við þurfum að auka traust á íslenska þjóð á alþjóðavettvangi"
Þá spyr ég:
Er það til að auka traust og tiltrú alþjóðasamfélagsins á Íslandi að hafa stjórnarkreppu hér í landinu?
Eru yfirlýsingar um að endurskoða efnahagsáætlunina til að þess að auka traust?
Eru yfirlýsingar um að hverfa frá hagræðingu í heilbrigðiskerfinu til að auka traust alþjóðagjaldeyrissjóðsins?
Er tal um það að skila láninu frá alþjóða gjaldeyrissjóðnum til þess að auka traust? 
Er það að draga ákvörðun um hvalveiðar til baka, til þess að skapa traust í alþjóðasamfélaginu?
Er tal um það að frysta eigur auðmanna til þess að auka traust?  
Ég held að hvalveiðar á þessum erfiðu efnahagstímum séu ekki til þess að hafa miklar áhyggjur af og verði ekki til þess að rýra traust okkar frekar í alþjóðasamfélaginu. Þættir eins og þeir að við getum unnið okkur út úr þessari kreppu, skapað fólkinu í landinu atvinnu og haft nóg að bíta og brenna muni miklu frekar skapa okkur traust í alþjóðasamfélaginu en ákvörðun um að draga til baka ákvörðun um hvalveiðar. 

Ég fagna þessari ákvörðun sjávarútvegsráðherra og hvet landsmenn til þess að borða hvalkjöt hvenær sem tækifæri gefst. Hvalkjöt er herramannsmatur og eitthvað það besta sem hægt er að hugsa sér í SUSHI.  Munum það að Japanir lifa allra þjóða lengst :-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Er ekki hægt að hugsa út fyrir kassan hérna? Ef við bjóðum upp kvóta samkvæmt mati Hafró geta þeir sem vilja friða hvali bara keyft kvótan. Síðan gætu ríkir kanar kannski haft áhuga á að bjóða í kvóta til að fá að prófa að skjóta hval. Hver veit en þá erum við allavega viss um að við séum ekki að nýta hvalastofnin vitlaust. 

Héðinn Björnsson, 28.1.2009 kl. 22:41

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Sjálfstæðismenn virðast greinilega sjá sér hag í því að skilja við eins sóðalega og unnt er.

hilmar jónsson, 28.1.2009 kl. 23:51

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já, eg veit ekki. 

Eg hef séð margan undarlegri fréttaflutninginn á ruv en þennan.

Í rauninni skiljanlegt að um ákvörðunina sé fjallað og það í undrunar og efasemdartón.

Maðurinn var að leyfa veiðar á 150 langreyðum á ári til 2013 (látum nú vera með þessar 100 hrefnur á ári)

Nei, þetta er ekki skynsamlegt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.1.2009 kl. 01:16

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það er gott að fleiri sáu og undruðust. Vinnubrögðin sæma ekki fréttastofu RÚV.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 29.1.2009 kl. 14:39

5 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Þetta var dapurleg fréttamennska þarna. Meirihluti þjóðarinnar er hlynntur sjálfbærri nýtingu hvala alveg eins og annarra nytja.

Carl Jóhann Granz, 29.1.2009 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jórunn Frímannsdóttir

Höfundur

Jórunn Ósk Frímannsdóttir
Jórunn Ósk Frímannsdóttir

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • ...i_mbl_blogg
  • ...logo
  • ...k_mynd_stor
  • Jólakortamynd 2009 003
  • DSCN2230

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 85148

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband