Velferðarmál í öndvegi

Á þeim 16 mánuðum sem við sjálfstæðismenn vorum í meirihluta í Reykjavík sátum við ekki aðgerðalaus. Ég stýrði skútunni í velferðarmálum og málefnum aldraðra og beitti mér fyrir því að mörg okkar góðu verk urðu að veruleika. Eftir á að hyggja hefði ég svo sannarlega flýtt mér meira eða forgangsraðað örðuvísi ef ég hefði vitað að okkar atrenna yrði svona stutt, í þetta skiptið.  Mér finnst nauðsynlegt að Reykvíkingar viti af okkar góðu verkum. 
Þetta gerðum við meðal annars:

  • Við sömdum við Hrafnistu og Eir um byggingu og rekstur þjónustu- og öryggisíbúða ásamt þjónustumiðstöðvum fyrir eldri borgara í Spöng og við Sléttuveg. 
  • Við tókum ákvörðun um byggingu Menningarmiðstöðvar í Spöng.
  • Við unnum að því að fólk gæti búið sem lengst heima með því að innleiða öryggissíma, gera breytingar á íbúðum, fara af stað með fyrirbyggjandi heimsóknir fyrir 80 ára og eldri, bjóða græna heimaþjónustu og auka kvöld og helgarþjónustu.  Við gerðum rannsókn á högum og líðan aldraðra Reykvíkinga og við bættum akstursþjónustu fyrir aldraða. 
  • Skipaður var starfshópur um skilgreiningu þjónustu- og öryggisíbúða.
  • Við sendum upplýsingabækling heim til allra eldri borgara með upplýsingum um þjónustu sem þeir geta nýtt sér bæði á grundvelli borgarinnar í heild og eftir hverfum.
  • Við lögðum áherslu á forvarnarstarf með auknu fjármagni til forvarnarmála og settum af stað starfshóp til að innleiða forvarnarstefnuna á stofnunum borgarinnar.
  • Við hugsuðum vel um heimilislausa í Reykjavík. Við unnum að stefnumótun í málefnum utangarðsfólks af báðum kynjum. Við tryggðum rekstur Konukots með samningi við Rauða Kross Íslands. Við hófum smíði sérhannaðra gámahúsa fyrir heimilislausa. Við sömdum við Samhjálp um rekstur Gistiskýlisins og opnuðum nýtt heimili fyrir heimilislausa karlmenn. 
  • Við lögðum mikla áherslu á endurhæfingu einstaklinga og settum aukið fjármagn í átaksverkefni af ýmsu tagi.  Öll eiga þau það sameiginlegt að hjálpa fólki til sjálfshjálpar og aukinnar þátttöku í samfélaginu. 
  • Við bættum stórlega ferðaþjónustu fatlaðra með því setja á samdægurspöntun ferða og gjaldfrjálsa ferðaþjónustu fyrir fatlaða framhalds- og háskólanema.  
  • Þjónustumiðstöðvarnar voru færðar til Velferðarsviðs.  Það var fyrst og fremst gert til þess að bæta þjónustu við notendur þjónustunnar, efla aðkomu þjónustumiðstöðva að kjörnum fulltrúum og gæta jafnræðis í þjónustunni.
  • Ákveðið var að Barnavernd Reykjavíkur væri áfram sér stofnun og  hún styrkt með fjölgun starfsmanna. Greiðslur með börnum í tímabundnu fóstri voru hækkaðar sem og greiðslur til stuðningsforeldra.
  • Ákveðið var að félagsbústaðir keyptu 400 íbúðir á kjörtímabilinu í stað 200 íbúða eins og áður hafði staðið til.  Unnið var að breytingum á óbeinum niðurgreiðslum á íbúðum Félagsbústaða í persónubundinn stuðning við leigjendur. 
  • Tekið var á móti hópi flóttafólks frá Kólumbíu sem að þessu sinni voru einstæðar mæður, börn þeirra og eitt barnabarn.

Við sjálfstæðismenn getum verið stolt af störfum okkar í þágu Reykvíkinga þann stutta tíma sem við höfðum.  Vonandi eigum við eftir að fá annað tækifæri til að gera enn betur í þessum málaflokki sem og svo mörgum öðrum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðbergur Daníel Gíslason

Ég er þess fullviss að þið fáið annað tækifæri á næsta kjörtímabili, og ég vona að þið þurfið ekki að starfa með þeim flokkum sem að nú eru í stjórn og hafa ekki sýnt af sér neitt annað en valdagræðgi og óheilindi. Ég vona að við Sjálfstæðismenn fáum hreinan meirihluta í borginni í næstu kosningum, enda erum þið vel að honum komin.

Ég vil senda þér og fjölskyldu þinni jólakveðju og óska ykkur ánægjulegrar hátíðar.

Auðbergur D. Gíslason
14 ára Sjálfstæðismaður

Auðbergur Daníel Gíslason, 18.12.2007 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jórunn Frímannsdóttir

Höfundur

Jórunn Ósk Frímannsdóttir
Jórunn Ósk Frímannsdóttir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...i_mbl_blogg
  • ...logo
  • ...k_mynd_stor
  • Jólakortamynd 2009 003
  • DSCN2230

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband