Það var ýmislegt í farvatninu

Já ef og hefði, kannski á maður ekki að velta sér upp úr því sem hefði orðið ef við sjálfstæðismenn hefðum nú borið gæfu til þess að vera áfram í meirihluta í Reykjavík.  Engu að síður langar mig að segja frá því sem var í pípunum hjá okkur í velferðarmálum, en sviptingar síðustu vikna komu í veg fyrir að við gætum klárað. 

Átak í húsnæðismálum fyrir eldri borgara
Við höfðum þegar skipulagt íbúðir fyrir eldri borgara við Sléttuveg og úthlutað lóðum til Hrafnistu og Eirar.  Við höfðum ákveðið byggingu þjónustumiðstöðvar við Sléttuveg og byggingu þjónustu- og menningarmiðstöðvar í Spöng.  Auk þess voru í farvatninu uppbyggingarsvæði fyrir þjónustuíbúðir fyrir aldraða við Gerðuberg og við Skógarbæ í Mjódd.  Þau tvö svæði voru langt komin í skipulagningu og stóð til að úthluta þeim til Félags eldri borgara ásamt byggingarfélagi fyrir lok þessa árs.  Þannig vorum við sjálfstæðimenn í Reykjavík búin að leggja grunn að 350 þjónustu- og öryggisíbúðum. 

Forvarnir fyrir aldraða
Við vorum tilbúin að skrifa undir samning við forvarnarhús Sjóvá um þjónustu við eldri Reykvíkinga.  Markmið samningsins var:
• Að vinna saman að öflugum forvörnum á sviði slysavarna aldraðra. 
• Auka þekkingu og reynslu þeirra einstaklinga sem vinna með aldraða hjá Reykjavíkurborg í slysavörnum.
• Upplýsa og fræða eldri borgara um slysavarnir á heimilum og í umferðinni svo að þeir geti átt ánægjuleg efri ár.

Sameining heimahjúkrunar og heimaþjónustu
Viðræður við Heilbrigðisráðuneytið voru komnar vel á veg varðandi sameiningu heimahjúkrunar og heimaþjónustu.   Niðurstaða okkar hefði vafalítið orðið sú að fara í tilraunarverkefni með að bjóða út sameiginlega þjónustu í tveimur hverfum borgarinnar.  Ætlunin var að það tilraunaverkefni væri til eins árs og hefði það getað hafist á fyrsta ársfjórðungi næsta árs.  Í framhaldi af því hefði svo næsta skref verið stigið í átt til enn frekari sameiningar í öllum hverfum borgarinnar.  Með því að bjóða sameiginlega þjónustu út er auðvelt að fá þessi tvö kerfi til þess að vinna saman undir sameiginlegri stjórn.  Með því móti sitja allir við sama borð og hjúkrunarheimili, þjónustumiðstöðvar, heilsugæslustöðvar, fyrirtæki og heimahjúkrun geta boðið í þjónustuna.

Heildarstefnumótun í málefnum utangarðsfólks
Allt að 60 manns eru taldir heimilislausir á hverjum tíma.  Við tryggðum áframhaldandi rekstur Konukots og opnuðum heimili fyrir átta heimilislausa karlmenn.  Við settum af stað tilraun með sérhannaðar gámaíbúðir fyrir heimilislausa sem ættu nú að vera tilbúnar. Þetta var þó aðeins liður í því að bæta þjónustuna við þennan hóp og gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að endurhæfa þessa einstaklinga og virkja þá í samfélaginu.  Við ákváðum auk alls þessa að móta heildarstefnu í málefnum utangarðsfólks af báðum kynjum og er sú vinna á lokastigi. 

Átaksverkefni og forvarnir til uppbyggingar og sjálfstyrkingar
Við settum aukið fjármagn í átaksverkefni af ýmsu tagi. Við settum líka aukið fé í forvarnir og var þetta liður í því að efla einstaklinga og auka sjálfstraust þeirra og þátttöku í samfélaginu.  Það er sannfæring mín að með virkum forvörnum og endurhæfingu megi fækka þeim sem þurfa á fjárhagsaðstoð að halda og auka lífsgæði einstaklinga og fjölskyldna í okkar ágæta samfélagi.  Það er réttur hvers einstaklings að fá að taka þátt í samfélaginu, leggja sitt af mörkum og samfélagið hefur þörf fyrir alla.

Þessi grein birtist í Fréttablaðinu

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jórunn Frímannsdóttir

Höfundur

Jórunn Ósk Frímannsdóttir
Jórunn Ósk Frímannsdóttir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...i_mbl_blogg
  • ...logo
  • ...k_mynd_stor
  • Jólakortamynd 2009 003
  • DSCN2230

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 84761

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband