Nú er ég hissa

Það er sem sagt þannig að hingað eru nú þegar komnar erlendar mjólkandi kýr.  Nú skil ég ekki alveg hvernig þetta mál er allt saman.  Um daginn var ég að blogga hér um það að ég vilji fá íslenska mjólk og telji hann einfaldlega jafngóða og þá erlendu sem umræðurnar stóðu þá um.  Nú er mér sagt og okkur landsmönnum öllum að þegar séu hér erlendar mjólkandi kýr.  Hvers vegna var þá þessi umræða um daginn?  Er munur á því hvort kúakynið er flutt inn til mjólkurframleiðslu eða kjötframleiðslu?  Get ég flutt inn nýja fósturvísa og alið nautgripi til kjötframleiðslu án þess að um það sé sérstaklega fjallað?  Hvers vegna get ég ekki einfaldlega fengið upplýsingar um hvaðan mjólkin sem ég kaupi kemur? Hvers vegna get ég ekki keypt lífraæna mjólk hér í ákveðnum verslunum? Hvers vegna get ég ekki..... ???

Það var skemmtilegt og fróðlegt viðtal í einhverju blaðinu um daginn, við Sigurð nokkurn sem búsettur er í New York og framleiðir þar Siggisskyr ef ég man rétt.  Þar kom fram að í sveitum hér á árum áður hefðu bændur framleitt hver sína tegundina af skyri og hefði t.d. verið framleitt geitaskyr einhvers staðar.  Þessi framleiðsla bændanna fjaraði því miður út og í dag framleiðir enginn neitt heima, eða allavega afar lítið. 

Við þurfum að leita leiða til að efla innlenda framleiðslu og fjölbreytni í framleiðsluháttum.  Hafa bændur ekki þekkingu í dag til þess að framleiða sína eigin osta og selja í næstu verslun, eða borgar sig ekki fyrir þá að standa í því að stunda eigin framleiðslu.  Koma þeir vörunum sínum kannski ekki á framfæri? 

Mig langar nú annars fyrst ég er nú byrjuð að blogga hérna að nefna frábært framtak hjónanna Ágústs Rúnarssonar og Ragnheiðar Jónsdóttur sem er fyrirtækið Njálunaut.  www.njalunaut.is
Þetta stendur á vefsíðu fyrirtækisins:
"Nú er hægt er að panta nautakjöt beint frá bónda á vefnum. Opnaður hefur verið nýr vefur fyrir sölu og markaðssetningu á nautakjöti á netinu sem er nýjung á markaðnum. Njálunaut er nýtt fyrirtæki hjónanna Ágústs Rúnarssonar og Ragnheiðar Jónsdóttur en þau hafa stundað ræktun nautgripa um margra ára skeið."

Ég vona svo sannarlega að þessi nýjung gangi vel hjá þeim hjónum.  Ég er allavega ákveðin í að nýta mér þessa nýjung í þjónustu við neytendur.


mbl.is Dæmi eru um að útlenskar kýr séu notaðar hér á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sumir halda að leiðin til nútímavæðingar í landbúnaði sé stækkun búa og sameining mjólkurstöðva ásamt algeru gerilsneyðingarferli.

Þetta eru úrelt vinnubrögð í dag.

Framtíðin liggur í beinum viðskiptum neytandans og bóndans.

Mjólkurstöðvar verða þá fyrir afgangsframleiðendur og það verður keppst um að komast í fyrri hópinn.

Látið mig vita þetta, ég er gamall bóndi. 

Árni Gunnarsson, 7.12.2007 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jórunn Frímannsdóttir

Höfundur

Jórunn Ósk Frímannsdóttir
Jórunn Ósk Frímannsdóttir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...i_mbl_blogg
  • ...logo
  • ...k_mynd_stor
  • Jólakortamynd 2009 003
  • DSCN2230

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband