Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
3.3.2009 | 15:12
Að eigna sér lýðræðið
Á fundi borgarstjórnar í dag kom fram tillaga um úttekt á mismunandi leiðum sem farnar hafa verið við valddreifingu og lýðræðisumbætur í borgum og sveitarfélögum á norðurlöndunum. Tillögunni var vísað til Borgarráðs til frekari skoðunar, en tillagan var lögð fram af minnihlutanum án vitundar okkar í meirihlutanum.
Það í sjálfu sér gott að fá þessa úttekt sem getur skipt miklu máli við mótun hverfavæðingar til framtíðar. En lögð var áhersla á að þetta yrði unnið af starfsfólki hér í Ráðhúsinu og hef ég ákveðnar efasemdir um að það geti gengið þar sem álaga á starfsfólk hér er mikið nú þegar og ekki síst í ljósi þess efnahagsástands sem nú er uppi í þjóðfélaginu. Í ræðu minni vegna þessa máls lagði ég mikla áherslu á það við þurfum að sameinast um það með hvaða hætti við sjáum Þjónustumiðstöðvarnar til framtíðar. Það er ekki hægt að starfa hér með þeim hætti að það fari eftir því hver er í meirihluta hverju sinni hvernig starfsemi þjónustumiðstöðva verður.
Þjónustumiðstöðvarnar eru sex í dag og er afar mismunandi hver fjöldi íbúa er á bak við hverja miðstöð, eða frá því að vera tæplega 15.000 í það að vera yfir 30.000 íbúar.
Ég fæ til mín fólk sem er óánægt með þjónustu á sínu svæði og telur sig jafnvel þurfa að flytja milli hverfa til þess að fá sambærilega þjónustu og boðin er í einhverju öðru hverfi. Svo við verðum að huga að jafnræði íbúanna við hverfavæðingu og er það afar mikilvægt.
Hugmyndafræði um hverfavæðingu er góð og gild og get ég alveg tekið undir flest það sem felst í því að hverfavæða hina ýmsu starfsemi. Nauðsynlegt er að ná samstöðu um hvað er rétt að hverfavæða og hvað ekki, viljum við hafa áfram sex þjónustumiðstöðvar og hafa starfsemina með svipuðu lagi og nú er eða viljum við efla sérþjónustu og aðra þjónustu á miðstöðvunum með því að hafa þær færri og stærri þannig að raunhæft sé að setja inn meiri starfsemi þar til þjónustu við íbúana. Það er ákveðinn kostnaður sem fylgir svona hverfavæðingu. Á tímum sem þessum er mikilvægt að við veltum fyrir okkur hverri einustu krónu og förum vel yfir það hvernig skattpeningum okkar er best varið. Við viljum veita góða og örugga þjónustu og það er okkar frumskylda. Það var ákveðið í borgarstjórn í dag að fækka pólitískum fulltrúum í hverfaráðum borgarinnar úr sjö í fimm og er það í sjálfu sér aukaatriði, en ég hefði hins vegar viljað sjá að í Hverfaráðunum verði frekar lögð áhersla á það að í Hverfaráðunum verði fulltrúar t.d. frá foreldrum, unglingum, börnum, öldruðum, kirkjunni og fleiri aðilum sem endurspegla þá starfsemi sem á sér stað í hverfunum.
Í starfsáætlun Velferðarsviðs er gert ráð fyrir að móta stefnu fyrir sviðið til lengri framtíðar og mun sú stefna verða unnin í samvinnu alra flokka. Inn í þá vinnu er mikilvægt að taka mótun stefnu um hverfavæðingu til skoðunar og móta sameiginlega sýn meirihluta og minnihluta og svo um starfsemina geti ríkt friður.
3.3.2009 | 13:15
Viðtal á ÍNN um velferðarmálin
Þetta viðtal var tekið við mig á sjónvarpsstöðinni ÍNN í janúar. Segir ýmislegt um það sem ég hef verið að fást við undanfarna mánuði.
3.3.2009 | 09:59
Viðtal á útvarpi Sögu í morgun
Ég fór í viðtal á Útvarpi Sögu í morgun og var ánægjulegt að geta komið á framfæri þeim mörgu upplýsingum sem er svo mikilvægt að koma á framfæri nú þegar svo margir vita ekki hvert þeir geta leitað. Það er hnappur inn á www.velferdarsvid.is sem heitir Upplýsingargátt þar sem er að finn amikið af upplýsingum sjá: http://reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-3377 um þá þjónustu sem Reykvíkingum stendur til boða og hvert þeir geta leitað.
1.3.2009 | 10:13
Starfið á kosningaskrifstofunni í Glæsibæ
Þá er starfið á kosningaskrifstofunni að komast í gang. Við verðum með opið milli 17 og 20 virka daga og 13 - 18 í dag sunnudag og næstu tvær helgar. Gaman væri að sjá sem flesta, en ég mun reyna að vera sem allra mest við sjálf og gefa Reykvíkingum kost á að hitta mig og ræða pólitík.
Ég vonast til að sjá sem flesta og auðvitað eru allir velkomnir
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2009 | 09:50
Eflum samráð og samtakamátt
Aðgerðateymi
Aðgerðaáætlun velferðarsviðs var samþykkt á fundi ráðsins hinn 8. október síðstliðinn. Í framhaldi var ákveðið að stofna aðgerðateymi sem heldur utan um framkvæmd áætlunarinnar. Í teyminu eru 2 framkvæmdastjórar þjónustumiðstöðva og skrifstofustjóri velferðarmála auk verkefnisstjóra. Teymið hefur haldið fundi 1-2 í viku frá októbermánuði. Þessu teymi er ætlað að halda utan um framkvæmd aðgerðaáætlunarinnar, samræma aðgerðir og upplýsingar.
Verkefni aðgerðateymisins hafa verið margskonar. Teymið heldur utan um tölfræðiupplýsingar fyrir velferðarráð og miðlar upplýsingum um stöðu mála hverju sinni til dæmis til hópsins »Börnin í borginni«. Aðgerðateymið hefur undirbúið fræðslufundi fyrir almenning sem haldnir hafa verið í öllum hverfum borgarinnar og fylgist með breytingum varðandi aukna þörf fyrir þjónustu á þjónustumiðstöðvunum, bæði í gegnum tölfræðiupplýsingar og með öðrum hætti. Þá hefur teymið hvatt til og haft umsjón með gerð viðbragðsáætlana á þjónustumiðstöðvum og reynt að skapa aukið svigrúm til að mæta aukinni þörf. Teymið tók saman yfirlit yfir úrræði og tilboð sem standa fólki sem er í vanda til boða og eru þær upplýsingar nú aðgengilegar á vef borgarinnar. Teymið hefur þegar haldið fundi með forsvarsmönnum ýmissa félagasamtaka sem eru í hjálparstarfi, vinnumiðlun og fleiri aðilum.
Aukið samráð í hverfum borgarinnar Við núverandi efnahagsástand þarf samstöðu allra í samfélaginu. Nauðsynlegt er að nýta kosti nærsamfélagsins og þróa þjónustu þeirra fjölmörgu sem huga að velferð samborgara sinna, þannig að ný viðfangsefni verði til þess að nýjar lausnir fæðist. .Á fundi Velferðarráðs nýverið var samþykkt að setja í gang sérstök samráðsteymi á hverri þjónustumiðstöð Velferðarsviðs. Þeim er ætlað að styðja enn frekar við starf aðgerðateymisins á hverfavís og skapa samráðsvettvang stofnana, félagasamtaka og sjálfboðaliða á hverfagrunni. Til þessa samráðs verða boðaðir aðilar frá Heilsugæslu, lögreglu, skólum (Framhaldsskólum, grunnskólum og leikskólum), trúfélögum, íþróttafélögum, vinnumiðlun, stéttarfélögum, frjálsum félagasamtökum og fleirum.
Þessi grein birtist í Morgunblaðinu í dag
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2009 | 00:00
Endurnýjun eða ...
Endurnýjun Samfylkingarinnar í prófkjörinu framundan snýst um það að nýtt(gamalt) fólk gefi kost á sér á fjórða sæti listans. Þrjú efstu sætin eru nefnilega frátekin. Við þurfum ekkert að hafa mörg orð um það eða hvað?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2009 | 00:43
Dagur í lífi frambjóðanda
Þessi dagur hefur verið ótrúlegur og ekki mínúta aflögu.
Byrjaði á fundi hjá Strætó bs. þar sem ég var til rúmlega 10. Fór þaðan á fund í stjórn útivistarsvæða Orkuveitu Reykjavíkur. Lauk þeim fundi um hálf tólf og settist þá út í bíl fyrir utan Orkuveituna til að eiga nokkur símtöl í næði. Klukkan tólf mætti ég svo á fund í Orkuveitu Reykjavíkur þar sem ég stökk inn sem varamaður. Á þeim fundi reyndi ég að undirbúa mig fyrir upptökur á Vídeó-i fyrir prófkjörið sem var á vegum flokksins og skrifaði ég punkta í lófann á mér til að hafa með mér þangað. Mætti í upptöku vegna Vídeósins upp úr tvö og var þar til rúmlega þrjú. Þaðan niður í Ráðhús að kíkja á nokkur gögn. Mætti svo í Mjóddina á fund Hverfaráðs Breiðholts klukkan hálf fimm. Að þeim fundi loknum niður á skrifstofu að reyna að ná í stjórnarmenn sem eru að koma á Brunch-fund hjá mér á morgun kl.11. Var á skrifstofunni að reyna að gera klárt, hringja og stússast til hálfátta, þegar sonur minn sótti mig og skutlaði upp í Borgarleikhús þar sem ég hitti manninn minn og naut þess um stund að horfa á leikritið milljarðamærin snýr aftur. Eftir að við komum svo heim upp úr ellefu hef ég verið að senda sms og koma því á framfæri að ég ætla að opna kosningaskrifstofuna í Glæsibæ á morgun og vonast auðvitað til að sjá sem flest.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.3.2009 kl. 10:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.2.2009 | 13:52
Já við getum......
Barack Obama notaði mikið í innsetningrræðu sinni "yes we can"
Það er fátt mikilvægara nú en að koma þeim skilaboðum á framfæri við þjóðina að við getum komist út úr þessu og við munum komast út úr þessu. Þetta verður átak núna en öll él styttir upp um síðir og það það verður ekkert öðruvísi nú.
Við erum rík þjóð af auðlindum okkar og litið til okkar hvað þær varðar af þegnum annarra þjóða. Fáar þjóðir eru færari um að brauðfæða sig sjálfar en við Íslendingar. Við eigum fiskinn í kringum landið,við framleiðum allar okkar mjólkurafurðir sjálf og kjötframleiðsla okkar dugar fyrir alla þjóðina og gott betur. Við framleiðum mikið af grænmeti og kartöflum og svona mætti lengi telja. Þá erum við upp á engan, nema sjálf okkur, komin með hita, rafmagn og hreint vatn. Orkunotkun þjóðarinnar er 80% sjálfbær orka og það hlutfall mun hækka til framtíðar litið. Við höfum óskorað vald yfir auðlindum okkar og þessu valdi ber okkur að beita af skynsemi með hag þjóðarinnar allrar og þeirra kynslóða sem erfa munu landið að leiðarljósi. Því þrátt fyrir núríkjandi lægð mun birta til á ný.
23.2.2009 | 00:00
Ábyrgðin er mikil
Á erfiðum efnahagstímum er mikilvægt að stjórnvöld gangi fram fyrir skjöldu og ákveði að fara í framkvæmdir og halda uppi atvinnu og verkefnum.
Þegar vel gengur í samfélaginu eiga stjórnvöld að draga úr framkvæmdum eins og hægt er og safna forða fyrir mögru árin, ár eins og við horfum nú fram á. Þegar síðan kreppir að þurfa stjórnvöld að taka ákvarðanir um framkvæmdir til þess að halda uppi atvinnustigi. Þetta er ekki flókin hagfræði í raun. Framkvæma þegar illa gengur og hrinda í framkvæmd atvinnuskapandi verkefnum. Draga svo allan opinberan rekstur saman þegar vel gengur og draga þá úr framkvæmdum eins og frekast er kostur. Vandinn er hins vegar sá að erfiðlega hefur gengið að draga úr framkvæmdum og þjónustu þegar vel gengur. Þess vegna hefur hagfræðin undanfarin ár farið meira í að halda því fram að sennilega sé best að opinber rekstur og framkvæmdir séu óháðar efnahagsstöðunni og reynt að halda rekstrinum í lágmarki heilt yfir. Það hefur þó ekki gengið eins vel og hefur opinber rekstur jafnvel haft tilhneigingu til að blása út á góðæristímum, sérstaklega á það þó við um starfsemi og þjónustu á vegum sveitarfélaganna.
Nauðsynlegt að forgangsraða
Þegar kreppir að eins og núna er nauðsynlegt að draga saman eins og frekast er kostur og hagræða í allri þjónustu. Þá er nauðsynlegt að forgangsraða þjónustunni og skilgreina grunnþjónustu sérstaklega og slá skjaldborg um hana. Á sama tíma er gríðarlega mikilvægt að gera allt sem hægt er til þess að halda uppi atvinnustigi. Þegar lausar eru um og yfir 3000 íbúðir er ljóst að ekki er grundvöllur fyrir því á þessum tíma að byggja meira af íbúðum. Skrifstofuhúsnæði er laust um allt svo ekki þarf að byggja meira af því. Upplagt er hins vegar á þessum tímum að klára byggingar eins og Tónlistar og ráðstefnuhúsið, byggja skóla og íþróttamannvirki, brýr og önnur opinber mannvirki sem ríkið á ekki að byggja á góðæristímum heldur einmitt nú.
Það er stórt og mikið velferðarmál að halda uppi atvinnu, afleiðingar atvinnuleysis eru miklar og flestar neikvæðar. Fólk missir kjark og þor við langvarandi atvinnuleysi, sjálfmyndin skerðist og viðvarandi vanlíðan gerir vart við sig. Því lengur sem einstaklingur er atvinnulaus því meiri verða líkurnar á því að hann fari aldrei út á vinnumarkaðinn aftur. Við verðum að finna leiðir til þess að skapa atvinnu - atvinnu - atvinnu - næstum því hvað sem það kostar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.2.2009 | 23:34
Virkjum samtakamáttinn
Þessi grein birtist í Hverfablaði Laugardals, Háaleitis og Bústaða sem dreift var nú um helgina
Í hverfinu okkar er mikið af stofnunum, félagasamtökum og sjálfboðaliðasamtökum. Á þessum sérkennilegu tímum sem við nú lifum skiptir miklu máli að virkja samtakamátt sem felstra. Kraftur, þekking, útsjónarsemi og upplýsingar eru þættir sem skipta sköpum þegar kemur að því að mæta nýjum og breyttum aðstæðum. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar fer ekki varhluta af ástandinu sem nú er í samfélaginu og er þegar farið að gæta aukins álags á sviðinu. Það kemur þó ekkert á óvart og allt frá því í byrjun október hefur sviðið búið sig undir það að mæta auknu álagi og takast á við versnandi árferði. Aukið samráð er liður í að virkja nærsamfélagið og vera í enn betri tengslum við þróunina í hverfum borgarinnar.
Aðgerðaáætlun í byrjun október
Á fundi Velferðarráðs hinn 8. október síðastliðinn var aðgerðaáætlun Velferðarsviðs samþykkt. Í framhaldi var ákveðið að stofna aðgerðateymi sem halda utan um framkvæmd áætlunarinnar. Í teyminu eru 2 framkvæmdastjórar þjónustumiðstöðva (Breiðholts og Árbæjar) og skrifstofustjóri velferðarmála auk verkefnisstjóra. Teymið hefur haldið fundi 1-2 í viku frá októbermánuði. Þessu teymi er ætlað að halda utan um framkvæmd aðgerðaáætlunarinnar, samræma aðgerðir og upplýsingar. Verkefni aðgerðarteymisins hafa verið margskonar. Teymið heldur utan um tölfræðiupplýsingar fyrir Velferðarráð og miðlar upplýsingum um stöðu mála hverju sinni til dæmis til hópsins "Barnanna í borginni". Aðgerðateymið hefur undirbúið fræðslufundi fyrir almenning sem haldnir hafa verið í öllum hverfum borgarinnar og fylgist með breytingum varðandi aukna þörf fyrir þjónustu á þjónustumiðstöðvunum, bæði í gegnum tölfræðiupplýsingar og með öðrum hætti. Þá hefur teymið hvatt til og haft umsjón með gerð viðbragðsáætlana á þjónustumiðstöðvum og reynt að skapa aukið svigrúm til að mæta aukinni þörf. Teymið tók saman yfirlit yfir úrræði og tilboð sem standa fólki sem er í vanda til boða og eru þær upplýsingar nú aðgengilegar á vef borgarinnar. Teymið hefur þegar haldið fundi með forsvarsmönnum ýmissa félagasamtaka sem eru í hjálparstarfi, vinnumiðlun og fleiri aðilum.
Samráðshópar í hverfum borgarinnar
Þó aðgerðateymið hafi ákveðna yfirsýn er mikilvægt við núverandi efnahagsástand að ná samstöðu allra í samfélaginu. Nauðsynlegt er að nýta kosti nærsamfélagsins og þróa þjónustu þeirra fjölmörgu sem huga að velferð samborgara sinna, þannig geta ný viðfangsefni orðið til þess að nýjar lausnir fæðist. .
Á fundi Velferðarráðs nýverið var samþykkt að setja í gang sérstök samráðsteymi á hverri þjónustumiðstöð Velferðarsviðs. Þeim er ætlað að styðja enn frekar við starf aðgerðateymisins á hverfagrunni og skapa samráðsvettvang stofnana, félagasamtaka og sjálfboðaliða á hverfagrunni. Til þessa samráðs verða boðaðir aðilar frá heilsugæslu, lögreglu, skólum (framhaldsskólum, grunnskólum og leikskólum), trúfélögum, íþróttafélögum, vinnumiðlun, stéttarfélögum, frjálsum félagasamtökum og fleirum. Það er von okkar í Velferðarráði að þessir hópar geti eflt samtakamátt hverfanna, fundið nýjar lausnir og sameinað krafta sína í að takast á við þann öldusjó sem við nú siglum í gegnum.
Um bloggið
Jórunn Frímannsdóttir
Bloggvinir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Áslaug Friðriksdóttir
- Baldvin Jónsson
- Einar Vignir Einarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Ingólfur H Þorleifsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Kjartan Pálmarsson
- Ólafur fannberg
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sigríður Jónsdóttir
- Vignir Bjarnason
- Vilborg G. Hansen
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- Vefritid
- Axel Jóhann Axelsson
- Ásta Hafberg S.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Charles Robert Onken
- Einar B Bragason
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Erlendur Örn Fjeldsted
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Gísli Blöndal
- Gunnar Gunnarsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjalti Sigurðarson
- Jóhann Pétur
- Jón Daníelsson
- Jón Magnússon
- Jón Ríkharðsson
- Kjartan Magnússon
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Mál 214
- Natan Kolbeinsson
- Pjetur Stefánsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Stefán Helgi Valsson
- Theodór Bender
- Vilhjálmur Árnason
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 85235
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar