Reykjavík niðurgreiðir nemakort Strætó bs. um helming

Reykjavíkurborg niðurgreiðir í vetur hvert nemakort sem reykvískir framhalds- og háskólanemendur kaupa hjá Strætó bs. um 15.000 þúsund krónur. „Við hjá Umhverfis- og samgöngusviði hlökkum jafnframt til þess að vinna með ríkinu að framtíð nemaverkefnis Strætó bs, en ríkisstjórnin hefur nýlega sagt að hún vilji skoða aðkomu sína að verkefninu Ókeypis í Strætó. Það er lykilatriði að borg og ríki vinni saman að þessu til framtíðar,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir formaður umhverfis- og samgönguráðs.

Reykjavíkurborg felldi niður gjald fyrir reykvíska framhalds- og háskólanemendur síðastliðin tvö skólaár í tilraunaskyni. Verkefnið gafst vel og hefur notið vinsælda nemenda og bættust milljón farþegar við hóp viðskiptavina Strætó vegna kortanna hvert skólaár. Í könnun sem gerð var kom fram að 80% námsmanna sem fara í strætó á annað borð gera það vegna kortanna, og að hópur nemenda hætti við að kaupa einkabíl vegna þeirra.

Nemendur geta á næstu dögum sótt um og greitt fyrir nemakortin á straeto.is en Strætó bs hefur umsjón með framkvæmd þessa verkefnis.

Reykjavíkurborg fagnar yfirlýsingu umhverfisráðherra og samgönguráðherra á dögunum um aðgerðir til að efla sjálfbærar samgöngur, og væntanlegri aðkomu ríkisins að nemaverkefni Strætó bs.

MIKLU BETRI STRÆTÓ

Miklu betri strætó er eitt af Grænu skrefunum í Reykjavík. Markmið Reykjavíkurborgar með því er að styrkja almenningssamgöngur sem ferðamáta, draga úr bílaumferð og mengun í andrúmsloftinu. Strætó hefur nú aukinn forgang í umferðinni í Reykjavík eftir að svokallaðar strætóreinar voru gerðar hjá helstu umferðarhnútum á Miklubraut og forgangsreinum fjölgað á næstunni.

Reykjavíkurborg styður ekki aðeins námsmenn til að fara í strætó heldur hvetur hún starfsmenn sína til að nýta strætisvagna og reiðhjól og hefur því til áréttingar samþykkt græna samgöngustefnu til að innleiða vistvænar samgöngur í starfsemi borgarinnar. Borgin vill með þessu vera öðrum til fyrirmyndar og hvetur bæði fyrirtæki og stofnanir til að taka upp græna samgöngustefnu.

Tenglar:
Græn skref í Reykjavík 2009

Strætó bs

Umhverfisráðuneytið – sjálfbærar samgöngur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jórunn Frímannsdóttir

Höfundur

Jórunn Ósk Frímannsdóttir
Jórunn Ósk Frímannsdóttir

Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...i_mbl_blogg
  • ...logo
  • ...k_mynd_stor
  • Jólakortamynd 2009 003
  • DSCN2230

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (31.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband