25.8.2009 | 13:24
Reykjavík niðurgreiðir nemakort Strætó bs. um helming
Reykjavíkurborg niðurgreiðir í vetur hvert nemakort sem reykvískir framhalds- og háskólanemendur kaupa hjá Strætó bs. um 15.000 þúsund krónur. Við hjá Umhverfis- og samgöngusviði hlökkum jafnframt til þess að vinna með ríkinu að framtíð nemaverkefnis Strætó bs, en ríkisstjórnin hefur nýlega sagt að hún vilji skoða aðkomu sína að verkefninu Ókeypis í Strætó. Það er lykilatriði að borg og ríki vinni saman að þessu til framtíðar, segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir formaður umhverfis- og samgönguráðs.
Reykjavíkurborg felldi niður gjald fyrir reykvíska framhalds- og háskólanemendur síðastliðin tvö skólaár í tilraunaskyni. Verkefnið gafst vel og hefur notið vinsælda nemenda og bættust milljón farþegar við hóp viðskiptavina Strætó vegna kortanna hvert skólaár. Í könnun sem gerð var kom fram að 80% námsmanna sem fara í strætó á annað borð gera það vegna kortanna, og að hópur nemenda hætti við að kaupa einkabíl vegna þeirra.
Nemendur geta á næstu dögum sótt um og greitt fyrir nemakortin á straeto.is en Strætó bs hefur umsjón með framkvæmd þessa verkefnis.
Reykjavíkurborg fagnar yfirlýsingu umhverfisráðherra og samgönguráðherra á dögunum um aðgerðir til að efla sjálfbærar samgöngur, og væntanlegri aðkomu ríkisins að nemaverkefni Strætó bs.
MIKLU BETRI STRÆTÓ
Miklu betri strætó er eitt af Grænu skrefunum í Reykjavík. Markmið Reykjavíkurborgar með því er að styrkja almenningssamgöngur sem ferðamáta, draga úr bílaumferð og mengun í andrúmsloftinu. Strætó hefur nú aukinn forgang í umferðinni í Reykjavík eftir að svokallaðar strætóreinar voru gerðar hjá helstu umferðarhnútum á Miklubraut og forgangsreinum fjölgað á næstunni.
Reykjavíkurborg styður ekki aðeins námsmenn til að fara í strætó heldur hvetur hún starfsmenn sína til að nýta strætisvagna og reiðhjól og hefur því til áréttingar samþykkt græna samgöngustefnu til að innleiða vistvænar samgöngur í starfsemi borgarinnar. Borgin vill með þessu vera öðrum til fyrirmyndar og hvetur bæði fyrirtæki og stofnanir til að taka upp græna samgöngustefnu.
Tenglar:
Græn skref í Reykjavík 2009
Umhverfisráðuneytið sjálfbærar samgöngur
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Jórunn Frímannsdóttir
Bloggvinir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Áslaug Friðriksdóttir
- Baldvin Jónsson
- Einar Vignir Einarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Ingólfur H Þorleifsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Kjartan Pálmarsson
- Ólafur fannberg
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sigríður Jónsdóttir
- Vignir Bjarnason
- Vilborg G. Hansen
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- Vefritid
- Axel Jóhann Axelsson
- Ásta Hafberg S.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Charles Robert Onken
- Einar B Bragason
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Erlendur Örn Fjeldsted
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Gísli Blöndal
- Gunnar Gunnarsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjalti Sigurðarson
- Jóhann Pétur
- Jón Daníelsson
- Jón Magnússon
- Jón Ríkharðsson
- Kjartan Magnússon
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Mál 214
- Natan Kolbeinsson
- Pjetur Stefánsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Stefán Helgi Valsson
- Theodór Bender
- Vilhjálmur Árnason
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.