19.12.2009 | 12:24
Frumkvöðlar fá aðsetur í Toppstöðinni
Það var gaman að sjá þegar Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri opnaði á dögunum frumkvöðlasetur í gömlu Toppstöðinni við Rafstöðvarveg í Elliðaárdal. Í Toppstöðinni er aðstaða fyrir frumkvöðla þar sem þeir geta komið hugmyndum sínum í framkvæmd og þróað áfram, hvort sem það er ný vara, þekking eða hugvit. Þar geta einstaklingar með góðar hugmyndir fengið stuðning hver frá öðrum og þróað frá hugmynd í vöru.
Það er gríðarlega mikilvægt að hlúa að frumkvöðlastarfi, þróun og nýsköpun í því erfiða árferði sem nú er, en út úr slíku starfi geta komið vöruhugmyndir, tækninýjungar og annað sem nýtist samfélaginu og skilar sér vonandi í nýjum störfum og nýjum fyrirtækjum.Sjálf þekki ég barninginn sem getur verið við að koma hugmynd á framfæri og þróa hana áfram. Árið 2002 keypti ég ásamt eiginmanni mínum vefinn doktor.is sem var sannkallaður frumkvöðlavefur. Doktor.is auðveldaði aðgengi almennings að upplýsingum um heilsufar, sjúkdóma, lyf og heilbrigðismál. Það hefði verið kærkomið á þessum tíma að hafa betri aðstöðu og aðgengi að öðrum sem eru að þróa hugmyndir, koma nýjungum á framfæri og sækja innblástur til annarra sem voru að fást við svipaða eða sambærilega hluti.Stuðningur við nýsköpun og frumkvöðlastarf getur haft úrslitaáhrif um það hvort hugmynd kemst á koppinn, þróast áfram eða ekki. Þess vegna þurfum við að halda áfram að styðja við bakið á frumkvöðlunum okkar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:28 | Facebook
Um bloggið
Jórunn Frímannsdóttir
Bloggvinir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Áslaug Friðriksdóttir
- Baldvin Jónsson
- Einar Vignir Einarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Ingólfur H Þorleifsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Kjartan Pálmarsson
- Ólafur fannberg
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sigríður Jónsdóttir
- Vignir Bjarnason
- Vilborg G. Hansen
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- Vefritid
- Axel Jóhann Axelsson
- Ásta Hafberg S.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Charles Robert Onken
- Einar B Bragason
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Erlendur Örn Fjeldsted
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Gísli Blöndal
- Gunnar Gunnarsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjalti Sigurðarson
- Jóhann Pétur
- Jón Daníelsson
- Jón Magnússon
- Jón Ríkharðsson
- Kjartan Magnússon
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Mál 214
- Natan Kolbeinsson
- Pjetur Stefánsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Stefán Helgi Valsson
- Theodór Bender
- Vilhjálmur Árnason
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.