Frumkvöðlar fá aðsetur í Toppstöðinni

Það var gaman að sjá þegar Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri opnaði á dögunum frumkvöðlasetur í gömlu Toppstöðinni við Rafstöðvarveg í Elliðaárdal. Í Toppstöðinni er aðstaða fyrir frumkvöðla þar sem þeir geta komið hugmyndum sínum í framkvæmd og þróað áfram, hvort sem það er ný vara, þekking eða hugvit. Þar geta einstaklingar með góðar hugmyndir fengið stuðning hver frá öðrum og þróað frá hugmynd í vöru.

Það er gríðarlega mikilvægt að hlúa að frumkvöðlastarfi, þróun og nýsköpun í því erfiða árferði sem nú er, en út úr slíku starfi geta komið vöruhugmyndir, tækninýjungar og annað sem nýtist samfélaginu og skilar sér vonandi í nýjum störfum og nýjum fyrirtækjum.Sjálf þekki ég barninginn sem getur verið við að koma hugmynd á framfæri og þróa hana áfram. Árið 2002 keypti ég ásamt eiginmanni mínum vefinn doktor.is sem var sannkallaður frumkvöðlavefur. Doktor.is  auðveldaði aðgengi almennings að upplýsingum um heilsufar, sjúkdóma, lyf og heilbrigðismál. Það hefði verið kærkomið á þessum tíma að hafa betri aðstöðu og aðgengi að öðrum sem eru að þróa hugmyndir, koma nýjungum á framfæri og sækja innblástur til annarra sem voru að fást við svipaða eða sambærilega hluti. 

Stuðningur við nýsköpun og frumkvöðlastarf getur haft úrslitaáhrif um það hvort hugmynd kemst á koppinn, þróast áfram eða ekki. Þess vegna þurfum við að halda áfram að styðja við bakið á frumkvöðlunum okkar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jórunn Frímannsdóttir

Höfundur

Jórunn Ósk Frímannsdóttir
Jórunn Ósk Frímannsdóttir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...i_mbl_blogg
  • ...logo
  • ...k_mynd_stor
  • Jólakortamynd 2009 003
  • DSCN2230

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband