Ferðafrístund samþykkt í Borgarstjórn

Af www.jorunn.is frá 20.10.2009

Í dag var samþykkt samhljóða í Borgarstjórn Reykjavíkur svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Vinstri Grænna. 

“Borgarstjórn samþykkir að leita eftir samstarfi við Strætó bs. um fræðslu fyrir eldri börn í frístundaheimilum borgarinnar. Sérstakur starfsmaður verði fenginn til að fara á milli frístundaheimila með vikunámskeið, þar sem börnin ferðast um í strætó, fá kynningu á helstu strætóleiðum, skiptistöðvum og leiðakerfinu, hverfum borgarinnar og því sem þau hafa upp á að bjóða”.

Eins og ég orðaði það í borgarstjórn í dag þá finnst mér þessi tillaga vægast sagt “brilliant” og í raun ótrúlegt að hún hafi ekki komið fram fyrr. Námskeið sem þessi munu svo sannarlega geta orðið til þess að fjölga notendum strætó til lengri tíma, minnka akstur og ekki síst til þess að auka sjálfsöryggi barna við að nota leiðakerfi strætó. Það er einmitt svona verkefni sem eru svo mikilvæg, svona verkefni kosta í raun sáralítið en gera svo mikið.

Þetta er góð viðbót við annað sem við erum að gera hjá Strætó bs. og er ég þess fullviss að stjórnin mun taka þessu fagnandi og finna leið til þess að Strætó bs. geti staðið að þessu verkefni, enda kynningin á leiðakerfi og þjónustu strætó augljós.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jórunn Frímannsdóttir

Höfundur

Jórunn Ósk Frímannsdóttir
Jórunn Ósk Frímannsdóttir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...i_mbl_blogg
  • ...logo
  • ...k_mynd_stor
  • Jólakortamynd 2009 003
  • DSCN2230

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband