21.11.2009 | 11:47
Atvinnuleysi - nei takk!
Af www.jorunn.is frá 18.10.2009
Afleyðingar langtímaatvinnuleysis eru þess eðlis að samfélagið verður að gera allt til þess að vinna gegn því.
Þeim fer fjölgandi sem hafa verið atvinnulausir lengur en hálft til eitt ár. Rannsóknir sýna að því lengur sem einstaklingur er án atvinnu því meiri líkur eru á langtíma félagslegum erfiðleikum og líkurnar á því að einstaklingur fari aldrei aftur út á atvinnumarkaðinn vaxa í réttu hlutfalli við lengd atvinnuleysis. Einstaklingur sem hefur verið lengi án vinnu er í hættu á að einangrast og glíma við langtíma félagslegan vanda, þunglyndi og jafnvel félagsfælni. Fyrir þann einstakling verður æ erfiðara að hitta annað fólk, jafnvel sérstaklega vini og fjölskyldu sem eru í vinnu og allt gengur vel hjá. Fyrstu mánuðirnir eru ekki svo slæmir, en þegar atvinnuleysi hefur varað í ár, og jafnvel fleiri en eitt, þá fer staðan að versna. Einstaklingurinn fer smám saman að einangra sig frá öðrum og forðast að hitta aðra. Það verður æ erfiðara að halda haus eins og sagt er, og erfiðara að ræða stöðuna og ástandið. Hætta á að vonleysi, fælni, ótti, einmanaleiki og depurð geri vart við sig fara vaxandi og æ erfiðara verður að snúa þróuninni við.
Því er nauðsynlegt að stjórnvöld geri allt sem í þeirra valdi stendur til að skapa atvinnu í þessu árferði. Í lok september fagnaði ég því á bloggi mínu að stjórnvöld hefðu gefið út með afgerandi hætti að haldið yrði áfram með Búðarhálsvirkjun og álver í Helguvík. Því miður á það ekki lengur við. Ég fagna því þó enn að byggt verði hátæknisjúkrahús og ég fagna því að lífeyrissjóðirnir fjármagni framkvæmdir við vegagerð og hvaðeina annað sem getur skapað atvinnu. Það skiptir allt máli núna og hlutirnir þurfa að ganga hratt fyrir sig. Það skiptir miklu máli að stjórnvöld gefi til kynna að þau styðji við uppbyggingu hér og að þau vilji erlent fjármagn í atvinnuskapandi iðnað, verkefni eða framkvæmdir. Við höfum ekki langan tíma þegar þessir þættir eru annars vegar og atvinnuskapandi verkefni þarf að fara í núna, ekki á morgun eða eftir nokkra mánuði eða á næsta ári. Ríki og sveitarfélög geta aldrei skapað næga atvinnu fyrir þann fjölda sem nú er atvinnulaus, það eru fyrirtækin í landinu sem gera það um leið og umhverfið sem fyrirtækjunum er boðið uppá verður með þeim hætti að þau geti þrifist.
Það skiptir máli að mikið atvinnuleysi verði ekki viðvarandi hjá okkur. Hver einasta fjölskylda, hver einasti einstaklingur sem glímir við atvinnuleysi núna skiptir máli. Ríkisstjórnin verður að efla Vinnumálastofnun svo hægt sé að vinna í því að virkja þá einstaklinga sem nú eru á bótum. Einstaklingar sem nú eru án atvinnu þurfa að hafa eitthvað fyrir stafni og við verðum að finna þeim verkefni.
Mér er afar minnisstæð saga nokkur sem maður sagði mér sem var atvinnulaus hér í kringum 1993. Hann sagðist hafa verið að koðna niður þegar honum stóð til boða að taka þátt í samfélagsverkefni ásamt fjórum öðrum sem voru í svipaðri stöðu. Hann sagði þetta hafa skipt sköpum fyrir sig. Ekki einungis það að hafa tilgang og eitthvað fyrir stafni, ekki síður skipti miklu máli að kynnast öðrum. Kynnast fólki í svipaðri stöðu og eignast félaga og vini til að deila með áhyggjum sínum og efasemdum, ekki síst efasemdunum um sjálfan sig sem voru farnar að gera vart við sig. Hann vildi meina að þessi litli hópur hefði gert kraftaverk fyrir hann og haft þau áhrif að hann komst aftur út á vinnumarkaðinn fyrr en hann ella hefði gert.
Atvinnusköpun, verkefnasköpun
Eini möguleiki íslenskrar þjóðar í dag er að atvinnulífið komist aftur á lappirnar, því lengra sem líður því meira þarf til þess að koma hjólum atvinnulífsins af stað. Finnar segja að Nokia hafi komið þeim út úr kreppunni og taka jafnvel þannig til orða að segjast vona að við finnum okkar Nokia til að koma okkur út úr þessu. Við þurfum ekki að finna neitt Nokia, við eigum nokkuð sem fáar aðrar þjóðir eiga, við eigum næga orku, við eigum fiskinn og við eigum enn krónuna okkar sem nú getur hjálpað okkur í veikleika sínum. Höldum áfram, tökum þær ákvarðanir sem þarf að taka og siglum íslensku þjóðinni út úr þessum vanda með öllum þeim ráðum sem við höfum. Við erum öfunduð um allan heim af auðlindum okkar, nýtum þær í þágu íslensku þjóðarinnar og drögum ekki lappirnar í þeim efnum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Jórunn Frímannsdóttir
Bloggvinir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Áslaug Friðriksdóttir
- Baldvin Jónsson
- Einar Vignir Einarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Ingólfur H Þorleifsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Kjartan Pálmarsson
- Ólafur fannberg
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sigríður Jónsdóttir
- Vignir Bjarnason
- Vilborg G. Hansen
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- Vefritid
- Axel Jóhann Axelsson
- Ásta Hafberg S.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Charles Robert Onken
- Einar B Bragason
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Erlendur Örn Fjeldsted
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Gísli Blöndal
- Gunnar Gunnarsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjalti Sigurðarson
- Jóhann Pétur
- Jón Daníelsson
- Jón Magnússon
- Jón Ríkharðsson
- Kjartan Magnússon
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Mál 214
- Natan Kolbeinsson
- Pjetur Stefánsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Stefán Helgi Valsson
- Theodór Bender
- Vilhjálmur Árnason
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.