8.10.2009 | 08:28
Grunnskólabörn kynnast ferðamáta til framtíðar
Aukin þekking og færni á notkun strætó
Mikilvægt er að börn og unglingar öðlist færni í að nýta sér strætó við sem flest tækifæri, því þannig aukum við vitund yngstu kynslóðarinnar um þennan valkost í samgöngum. Aukin þekking og færni skilar sér síðan í því að börn og unglingar geta nýtt sér strætó betur, bæði á skólatíma og í frístundum.
Kortin verða útbúin með skjaldamerki þess sveitarfélags sem hver skóli tilheyrir og verður fjöldi korta mismunandi eftir skólum. Miðað verður við að aldrei séu færri en tvö slík kort í skóla en annars er miðað við að eitt kort sé gefið út á hver hundrað börn. Kortin gilda einungis utan annatíma strætó til að forðast það að grunnskólahópar komi í vagnana á þeim tímum sem flestir farþegar eru í vögnunum. Engu að síður er nauðsynlegt við notkun kortanna að fara ekki af stað með stóra hópa án þess að láta Strætó bs. vita fyrirfram að von sé á stórum hópum á ákveðnum tíma á ákveðnum leiðum. Jafnframt er nauðsynlegt að hafa í huga að greiðandi farþegar hafa alltaf forgang á hópa og getur þurft að skipta hóp á fleiri ferðir ef vagninn fyllist óþægilega mikið.
Eykur fjölbreytni skólastarfsins
Það er von okkar í stjórn Strætó bs. að þessi nýjung muni mælast vel fyrir í grunnskólum höfuðborgarsvæðisins og verða til þess að kennarar fari í auknum mæli með nemendur í vettvangsferðir. Það eykur fjölbreytni skólastarfsins um leið og börnin læra á strætósamgöngur og kynnast þannig ferðamáta til framtíðar.
Þessi grein birtist í Fréttablaðinu í dag
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:31 | Facebook
Um bloggið
Jórunn Frímannsdóttir
Bloggvinir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Áslaug Friðriksdóttir
- Baldvin Jónsson
- Einar Vignir Einarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Ingólfur H Þorleifsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Kjartan Pálmarsson
- Ólafur fannberg
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sigríður Jónsdóttir
- Vignir Bjarnason
- Vilborg G. Hansen
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- Vefritid
- Axel Jóhann Axelsson
- Ásta Hafberg S.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Charles Robert Onken
- Einar B Bragason
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Erlendur Örn Fjeldsted
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Gísli Blöndal
- Gunnar Gunnarsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjalti Sigurðarson
- Jóhann Pétur
- Jón Daníelsson
- Jón Magnússon
- Jón Ríkharðsson
- Kjartan Magnússon
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Mál 214
- Natan Kolbeinsson
- Pjetur Stefánsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Stefán Helgi Valsson
- Theodór Bender
- Vilhjálmur Árnason
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 84993
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.