Grunnskólabörn kynnast ferðamáta til framtíðar

Stjórn Strætó bs samþykkti á fundi sínum þann 1. október að bjóða öllum grunnskólum sveitarfélaganna sem standa að rekstri Strætó bs. svokölluð grunnskólakort. Grunnskólakortin eru sérstök hópakort ætluð til vettvangsferða kennara og nemenda. Kortin gilda milli klukkan  9 og 15 virka daga, þ.e. utan helstu annatíma strætó sem eru snemma á morgnana og síðdegis. Tilgangurinn er að kynna strætó fyrir ungu fólki og þannig auka líkur á að börn og unglingar læri að nýta sér kosti almenningssamgangna. Um leið aukast möguleikar kennara á að fara í styttri vettvangsferðir með nemendur sína. Þannig verður auðveldara fyrir grunnskólakennara og nemendur þeirra að nýta t.a.m. listasöfn, listigarða, útikennslustofur og annað sem höfuðborgarsvæðið hefur upp á að bjóða til kennslu.

 

Aukin þekking og færni á notkun strætó
Mikilvægt er að börn og unglingar öðlist færni í að nýta sér strætó við sem flest tækifæri, því þannig aukum við vitund yngstu kynslóðarinnar um þennan valkost í samgöngum. Aukin þekking og færni skilar sér síðan í því að börn og unglingar geta nýtt sér strætó betur, bæði á skólatíma og í frístundum.

Kortin verða útbúin með skjaldamerki þess sveitarfélags sem hver skóli tilheyrir og verður fjöldi korta mismunandi eftir skólum. Miðað verður við að aldrei séu færri en tvö slík kort í skóla en annars er miðað við að eitt kort sé gefið út á hver hundrað börn. Kortin gilda einungis utan annatíma strætó til að forðast það að grunnskólahópar komi í vagnana á þeim tímum sem flestir farþegar eru í vögnunum. Engu að síður er nauðsynlegt við notkun kortanna að fara ekki af stað með stóra hópa án þess að láta Strætó bs. vita fyrirfram að von sé á stórum hópum á ákveðnum tíma á ákveðnum leiðum. Jafnframt er nauðsynlegt að hafa í huga að greiðandi farþegar hafa alltaf forgang á hópa og getur þurft að skipta hóp á fleiri ferðir ef vagninn fyllist óþægilega mikið.

 

Eykur fjölbreytni skólastarfsins
Það er von okkar í stjórn Strætó bs. að þessi nýjung muni mælast vel fyrir í grunnskólum höfuðborgarsvæðisins og verða til þess að kennarar fari í auknum mæli með nemendur í vettvangsferðir. Það eykur fjölbreytni skólastarfsins um leið og börnin læra á strætósamgöngur og kynnast þannig ferðamáta til framtíðar.

Þessi grein birtist í Fréttablaðinu í dag


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jórunn Frímannsdóttir

Höfundur

Jórunn Ósk Frímannsdóttir
Jórunn Ósk Frímannsdóttir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...i_mbl_blogg
  • ...logo
  • ...k_mynd_stor
  • Jólakortamynd 2009 003
  • DSCN2230

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 84993

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband