7.5.2009 | 13:29
Bætt búsetuúrræði fyrir eldri borgara í Reykjavík
Síðan á haustdögum 2006 hef ég veitt forystu (utan hundrað daga) stýrihópi á vegum Borgarráðs sem hefur það hlutverk að vinna að auknum og bættum búsetuúrræðum fyrir eldri borgara í víðum skilningi og eru helstu verkefni hópsins eftirfarandi:
- Að áætla þörf fyrir hjúkrunarheimili, þjónustuíbúðir, öryggisíbúðir, þjónustukjarna, söluíbúðir og önnur úrræði sem eru brýn fyrir aldraða í borginni.
- Gera tillögur um uppbyggingu og framkvæmdir á næstu árum á grundvelli þarfagreiningar. Unnið sé út frá því markmiði að eldri borgarar geti búið sem lengst heima.
- Fjalla um val á samstarfsaðilum, úthlutunarskilmála vegna lóða, fjárhagslegar forsendur og samninga um framkvæmdir í þágu aldraðra.
- Finna bestu kosti í uppbyggingu búsetuúrræða fyrir eldri borgara.
Stýrihópurinn skilaði nýverið inn stöðuskýrslu til Borgarráðs og er hér farið yfir verkefnin síðustu ár. Ég ákvað að setja þetta hérna inn eins og það er í skýrslunni þó það sé kannski ekki mjög auðlesið svona. Mikið af upplýsingum í þessuóg áhugavert að rýna fyrir áhugasama.
Helstu verkefni 2006 |
Verkefnaskrá |
Leitað eftir samstarfi við þá aðila sem eru eingöngu í rekstri og þjónustu við aldraða. Stefnt var að samstarfi, samvinnu og verkaskiptingu vegna framkvæmda og reksturs þjónustu- og öryggisíbúða, þjónustukjarna og hjúkrunarheimilis. |
Þann 18. október var skrifað undir viljayfirlýsingar um annars vegar byggingu og rekstur öryggis- og þjónustuíbúða og þjónustu- og menningarmiðstöð við Eir og hins vegar byggingu og rekstur þjónustuíbúða og þjónustukjarna við Sjómannadagsráðs/ Hrafnistu. |
Útbúa yfirlitskort þar sem fram koma núverandi byggingar fyrir eldri borgara ásamt ýmsum möguleikum varðandi staðsetningu nýrra bygginga. Stefnt var að því að úthluta lóðum til uppbyggingar fyrir aldraða og er þar sérstaklega horft til svæða við þjónustumiðstöðvar sem þegar eru til staðar. |
Svæði við Spöngina. Skipaðar voru tvær nefndir annars vegar undirbúningsnefnd og hins vegar bygginganefnd á vegum Eirar. Undirbúningsnefndin vann að gerð forsagnar fyrir byggingar. |
Svæði við Sléttuveg. Skipaðar vinnuhópur. Unnin forsögn svæðisins í samvinnu við Hrafnistu. |
Endurbætur á eldra húsnæði í Vesturbæ . Ákveðið að gera könnun varðandi bætt aðgengi innan íbúða og í sameign í húsnæði eldri borgara í Vesurbæ Reykjavíkur. Það snýst um að gera fólki kleift að búa lengur heima. |
Svæði í Spönginni. Skipaðar vinnuhópur. Unnin forsögn svæðisins í samvinnu við Hjúkrunarheimilið Eir. |
Helstu verkefni2007 |
Verkefnaskrá |
Sléttuvegur. Gerð byggingasamnings við Hrafnistu um byggingu þjónustuíbúða og þjónustukjarna við Sléttuveg. Á svæðinu verður þjónustukjarni og . Hrafnista mun byggja 100 þjónustuíbúðir og þjónustukjarnann. |
Gerð skilgreininga á þjónustustigi íbúða eldri borgara, þjónustu- og öryggisíbúðir þar sem tekið er mið af þjónustuþörf |
Sléttuvegur. Unnið skipulag að lóð undir íbúðir fyrir aldraða .Samtök aldraðra fái lóð undir 58 þjónustuíbúðir í tengslum við þjónustukjarnann. Nýtt deiliskipulag tók gildi þann 12. september. |
Svæði í Spönginni. Gerð byggingasamnings við Hjúkrunarheimilið Eir um byggingu þjónustu- og öryggisíbúða í Spönginni. Á svæðinu verður þjónustu og menningarmiðstöð. |
Nýtt deiliskipulag í Spönginni tók gildi í lok nóvember 2007. Hafinn var bygging 110 þjónustu- og öryggisíbúða en bygging þjónustu- og menningarmiðstöðvar hefst líklega á árinu 2010 |
Árskógar í Mjódd. Meta möguleika á byggingu nýrra þjónustuíbúða við þjónustumiðstöð Reykjavíkurborgar við Árskóga í Mjódd . Samráð við Félag eldri borgara í Reykjavík. |
Tilraunaverkefni með öryggissíma á eitt hundrað heimilum. Tilgangurinn er að veita fólki aukið öryggi og þjónustu þegar það hefur þörf fyrir hana, ýmist með því að leysa úr vanda þess í gegnum síma eða senda starfsfólk á vettvang ef þess gerist þörf. |
Gerðuberg. Skoða og meta möguleika á byggingu nýrra þjónustuíbúða við Gerðuberg í Breiðholti, þar má líklega koma fyrir allt að 50 íbúðum. |
Heimasíða - Vefsvæði . " Betra að eldast í borginni " Koma upp vefsvæði á heimasíðu Reykjavíkurborgar með upplýsingum um úrræði í búsetumálum aldraðra. Á vefsvæðinu er hægt að nálgast upplýsingar um hvar stendur til að byggja íbúðarhúsnæði fyrir eldri borgara í Reykjavík á næstu árum. Sjá slóða á internetinu http://www.rvk.is/DesktopDefault.aspx/tabid-2324 |
Helstu verkefni 2008 |
Verkefnaskrá |
Gerð viljayfirlýsingar um úthlutun lóða til Félags eldri borgara í Reykjavík. Borgarráð samþykkti úthlutun í Mjódd og Gerðubergi. |
Forvarnarmál Samstarf við Forvarnarhús Sjóvá um forvarnir í heimahúsum. |
Gerð sérskilmála um úthlutun lóða til félaga og samtaka eldri borgara fyrir íbúðir Reykvíkinga 67 ára og eldri. Meginmarkmiðið er að stuðla að uppbyggingu sérhannaðra íbúða og tryggja að íbúðir sem byggðar eru verði seldar á kostnaðarverði. |
Unnið að tillögum með Elliheimilinu Grund, dvalar- og hjúkrunarheimili, að uppbyggingu hjúkrunarheimilis og þjónustuíbúða í Reykjavík. Skipulag í Úlfarsfelli - Úlfarsárdal til skoðunar . Unnið er að mótun hugmynda um byggingu 200 íbúða fyrir aldraða í Úlfarsárdal í tengslum við uppbyggingu þjónustu og verslunar þar. Humanitas |
Biðlistar eftir þjónustuíbúðum. Markmið verkefnis: Að áætla þörf fyrir þjónustuíbúðir, öryggisíbúðir, söluíbúðir og önnur úrræði sem eru brýn fyrir aldraða í borginni |
Lóð við Gerðuberg, Hólaberg 84. Úthlutun byggingaréttar á 49 íbúðum til Félags eldri borgara í Reykjavík og viljayfirlýsing um kaup Reykjavíkurborgar á 12 íbúðum |
Gerð þjónustusamninga við Hrafnistu. Samningur um þá þjónustu sem veita á og hvað hún kostar,. |
Helstu verkefni 2009 |
Verkefnaskrá |
Gerð húsaleigusamnings við Hrafnistu. Samningur um leigu á 20 þjónustuíbúðum við Skógarveg. |
Gerð húsaleigusamnings við Eir / Hjúkrunarheimili. Samningur um leigu á 22 öryggisíbúðum við Fróðengi 1 - 11. |
Undirbúningur vegna byggingar hjúkrunarheimilis við Sléttuveg. Viðræður við ríkið og Hrafnistu . |
Árskógar í Mjódd. Umsögn um stækkun hjúkrunarheimilis við Árskóga í Mjódd . Samráð við framkvæmdastjóra. |
Skoða það að koma á styrkjum til breytinga á íbúðum, kjósi einstaklingar heldur að búa áfram á sama stað og fá aukna þjónustu þangað. Semja reglur, ræða við ríkið, fjármögnun o.fl. |
Gerð húsaleigusamnings við Hrafnistu. Samningur um leigu á 1400 m2 þjónusturými við Sléttuveg. |
Athugun á byggingarkostnaði íbúðarhúsnæðis fyrir aldraða og leitað verði upplýsinga hjá byggingaraðilum. |
Gerð þjónustusamninga við Eir/hjúkrunarheimili. Samningur um þá þjónustu sem Eir á að veita annars vegar og hins vegar borgin og hvað hún kostar,. |
Í undirbúningi, hönnun og framkvæmd er nú bygging um 336 öryggis- og þjónustuíbúða. Þær skiptast þannig:
|
|
|
|
|
Staður | Samstarfsaðili | Fjöldi íbúða | Eigna- og/eða búsetuíbúðir | Leiguíbúðir |
Spöngin | Eir hjúkrunarheimili | 110 | 90 | 20 |
Sléttuvegur | Hrafnista/DAS | Allt að 100 | 70 | 30 |
Sléttuvegur | Samtök aldraðra | 58 | 58 |
|
Skógarvegur | Félögin Skógarleiti ehf og Elliárin ehf | 20 | 20 |
|
Gerðuberg | Félag eldri borgara | 48 | 34 | 12 |
Til viðbótar við ofangreint fer fram forathugun, deiliskipulagsvinna og frumhönnun varðandi byggingarlóðir á svæði í Suður - Mjódd, Norðurbrún, Dalbraut og Furugerði 1 eða allt að 110 þjónustuíbúðir.
Staður | Samstarfsaðili | Fjöldi íbúða | Eigna- og/eða búsetuíbúðir | Leiguíbúðir |
Norðurbrún | Félagsbústaðir | Allt að 20 |
| 20 |
Dalbraut | Félagsbústaðir | Allt að14 |
| 14 |
Furugerði 1 | Félagsbústaðir | Allt að 6 |
| 6 |
Mjóddin | Félag eldri borgara | Allt að 70 | 70 | 0 |
Einnig fer fram frumathugun varðandi byggingarlóðir í Úlfarsfelli. Unnið hefur verið yfirlit yfir lausar íbúðir sem eru til sölu hjá Félagi eldri borgara ,Samtökum aldraðra og annarra félaga. Í dag eru um 60 íbúðir á söluskrá.
Samkvæmt þessum upplýsingum munu því verða um 500 íbúðir fyrir eldri borgara til sölu og leigu árin 2009 til 2013, en áætluð þörf samkvæmt greiningu og grófri áætlun næstu fimm árin er um 600 íbúðir. Með innkomu bygginga fyrir eldri borgara í Úlfarsfelli á seinni hluta þessa tímabils verður framboð orðið það sama og áætluð þörf.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Jórunn Frímannsdóttir
Bloggvinir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Áslaug Friðriksdóttir
- Baldvin Jónsson
- Einar Vignir Einarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Ingólfur H Þorleifsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Kjartan Pálmarsson
- Ólafur fannberg
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sigríður Jónsdóttir
- Vignir Bjarnason
- Vilborg G. Hansen
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- Vefritid
- Axel Jóhann Axelsson
- Ásta Hafberg S.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Charles Robert Onken
- Einar B Bragason
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Erlendur Örn Fjeldsted
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Gísli Blöndal
- Gunnar Gunnarsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjalti Sigurðarson
- Jóhann Pétur
- Jón Daníelsson
- Jón Magnússon
- Jón Ríkharðsson
- Kjartan Magnússon
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Mál 214
- Natan Kolbeinsson
- Pjetur Stefánsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Stefán Helgi Valsson
- Theodór Bender
- Vilhjálmur Árnason
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.