21.4.2009 | 23:50
Raunhæfar efnahagstillögur Sjálfstæðisflokksins
Sjálfstæðisflokkurinn kynnir í dag viðamiklar tillögur sínar í efnahagsmálum. Tillögurnar hafa það að markmiði að leysa efnahagslífið - fyrirtæki og heimili - úr þeim efnahagslegu fjötrum sem fjármálakreppan hneppti það í síðastliðið haust.
Það er lífsnauðsyn að Ísland festist ekki í viðjum hafta og að sá sveigjanleiki sem efnahagslífið býr yfir verði ekki drepinn í dróma með afturhaldi og lyfleysum.
Til að Ísland komist fyrr út úr fjármálakreppunni en önnur lönd þarf að mynda það efnahagslega umhverfi sem gerir heimilum og fyrirtækjum kleift að takast á við aðsteðjandi vanda og það vill Sjálfstæðisflokkurinn gera.
Jafnframt er nauðsynlegt að tekið verði á þeim vanda sem ríkisjóður glímir við vegna samdráttar í efnahagslífinu án þess að ráðstöfunartekjur heimilanna verði skertar með skattahækkunum.
Það er algjört forgangsmál hjá Sjálfstæðisflokknum að standa vörð um þann árangur sem náðst hefur á sviði heilbrigðis-, velferðar- og menntamála undanfarna tvo áratugi.
Efnahagstillögurnar eru í níu liðum:
- Tuttugu þúsund ný störf á kjörtímabilinu. Umhverfi fyrir ný störf verði myndað og orkulindir landsins nýttar með fjölbreyttum, orkufrekum iðnaði. Þetta verði gert með skattalegum hvötum, skynsamlegri efnahagsstjórn og samvinnu við atvinnulífið.
- Staða heimilanna verði bætt. Eitt mikilvægast verkefni stjórnvalda er að varðveita greiðsluvilja heimilanna. Það verður aðeins gert með því að létt verði af heimilunum þeim erfiðleikum sem verðbólga, háir vextir og gengisfall sköpuðu. Greiðslubyrði verði lækkuð tímabundið um 50%. Stimpilgjöld verði afnumin og hugað að höfuðstólsleiðréttingu lána.
- Rekstrarumhverfi fyrirtækja verði lagað. Gera þarf stjórnendum fyrirtækja kleift að endurskipuleggja skuldir fyrirtækja. Það þarf að laða að erlenda fjárfesta, veita skattaafslætti til, nýsköpunar, rannsóknar- og þróunarstarfs og endurvekja hlutabréfaafslátt til almennings.
- Efling atvinnulífsins er eina ábyrga leiðin til að lágmarka lánsfjárþörf ríkisins. Það þarf að auka skatttekjur án þess að leggja auknar byrðar á heimilin og það verður gert með myndun nýrra starfa. Jafnframt þarf að hagræða í opinberum rekstri án þess að skerða þá þjónustu sem ríkið veitir í velferðar-, heilbrigðis og menntamálum - það er forgangsmál.
- Hækkun skatta er versta meðalið til að örva efnahagslífið. Það þarf að endurreisa skattstofna og halda aftur af skattahækkunum.
- Bjóða þarf langtímalán án verðtryggingar og draga þannig úr verðtryggingu án þess að samningsfrelsi sé skert. Minnkandi vægi verðtryggingar eykur jafnræði milli lántakenda og lánveitenda.
- Bæta þarf lánshæfi Íslands og það verður aðeins gert með trúverðugri efnahagsáætlun fyrir landið, jafnvægi á rekstri ríkissjóðs og stöðugum gjaldmiðli.
- Stærð fjármálakerfisins þarf að miðast við þarfir íslensk efnahagslífs. Það þarf að hagræða í fjármálakerfinu og undirbúa skráningu banka á markaði. Endurskoða þarf reglugerðarumhverfi fjármálamarkaðar og umgjörð peningamála.
- Aflétta þarf gjaldeyrishöftum þannig að hagkerfið nái jafnvægi. Halda þarf krónunni sem gjaldmiðli um sinn en kanna möguleika á upptöku evru í samvinnu við AGS og sátt við ESB.
Með því að fylgja þessum tillögum má ná Íslandi upp úr hjólförunum og vernda það velferðarsamfélag sem hér hefur verið byggt.
Brýnasta verkefni stjórnmálanna í dag er að koma í veg fyrir að íslenskur almenningur verði hnepptur aftur í höft eftirstríðsáranna eins og nú er stefnt að.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:59 | Facebook
Um bloggið
Jórunn Frímannsdóttir
Bloggvinir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Áslaug Friðriksdóttir
- Baldvin Jónsson
- Einar Vignir Einarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Ingólfur H Þorleifsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Kjartan Pálmarsson
- Ólafur fannberg
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sigríður Jónsdóttir
- Vignir Bjarnason
- Vilborg G. Hansen
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- Vefritid
- Axel Jóhann Axelsson
- Ásta Hafberg S.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Charles Robert Onken
- Einar B Bragason
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Erlendur Örn Fjeldsted
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Gísli Blöndal
- Gunnar Gunnarsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjalti Sigurðarson
- Jóhann Pétur
- Jón Daníelsson
- Jón Magnússon
- Jón Ríkharðsson
- Kjartan Magnússon
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Mál 214
- Natan Kolbeinsson
- Pjetur Stefánsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Stefán Helgi Valsson
- Theodór Bender
- Vilhjálmur Árnason
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hverjir sáu um að hneppa þjóðina í þessa efnahagslegu fjötra...?
zappa (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 01:19
Það vantar aðalatriðið inn í þennan tillögupakka. Ef ekki á að hækka skatta hvernig á þá að eyða 150 milljarða fjárlagahalla? Hvar ætlið þið að spara í opinberri þjónustu?
Það þýðir ekkert að segja bara við ætlum að skapa ný störf. Það er hægara sagt en gert nú á tímum. Það ætla allir aðrir líka að gera eins og kostur er.
Það eru engir að fara að fjárfesta í álverum eða öðrum orkufrekum fyritækjum hér í miðri heimskreppu. Jafnvel þó einvherjir myndu vilja gara það þá hefur hvorki ríkissjóður né orkufyritæki hérlendis lánstraust til að fjármagna virkjanir fyrir slík fyrirtæki. Það er því tómt mál að tala um að skapa þannig stjörf.
Þetta er álíka og sú stefna ykkar að taka upp Evru með aðstoð Alþjóða gjaldeyrissjóðsins á sama tíma og bæði Evrópusambandið og Seðlabanki Evrópu segja það ekki koma til greina og eins þrátt fyrir að forráðamenn Alþjóða gjaldeyrissjóðsins segja að þeir taki ekki að sér að vera milliliðir fyrir slíka samninga.
Sigurður M Grétarsson, 22.4.2009 kl. 08:48
Skelfing er dapurlegt að lesa þessar "tillögur", hafandi í huga að Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft öll völd og tækifæri í 20 ár til að framkvæma þær.
Ætti þetta ekki ekki frekar að kallast "kosningaörvænting" frekar en tillögur?
Og ... þvílík hræsni, siðblinda og yfirdrepsskapur sem felst í lokaorðunum:
"Brýnasta verkefni stjórnmálanna í dag er að koma í veg fyrir að íslenskur almenningur verði hnepptur aftur í höft eftirstríðsáranna eins og nú er stefnt að."
Ja, hérna ... "... eins og nú er stefnt að." ... og þetta kemur frá flokki sem er búinn að setja allt í kaldakol á landinu í stjórnartíð sinni.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 09:59
Skapa 20 þúsund störf og skera niður 50 þúsund? Hvað kostar það mörg störf að ætla 'ná jafnvægi í ríkisrekstrinum' með niðurskurðarhnífnum einum að vopni?
Héðinn Björnsson, 22.4.2009 kl. 14:55
Ætli Jórunn og Guðlaugur Þór haldi ekki áfram að setja heilbrigðisþjónustuna í hendur einkaaðilja og láta okkur sem veikjast það heita víst ekki skattar á þeirra máli!
Bergljót Aðalsteinsdóttir, 22.4.2009 kl. 14:55
Flott greining á greinilegum og nauðsynlegum málum sem þarf að taka fyrir strax eftir kosningar!
Kristinn Svanur Jónsson, 22.4.2009 kl. 21:45
Ég spyr bara á að skapa sömu þennslu aftur í boði Sjálfstæðisflokksins? að skapa x mörg störf í stóryðju en hvað þegar því líkur á þá að setja landið á hausin aftur??það þarf varanlega atvinnu en ekki skammtímavinnu og hún er ekki í álverum.
Marteinn Unnar Heiðarsson, 22.4.2009 kl. 21:53
Frábær pistill að vanda hjá þér Jórunn. Stefna Sjálfstæðisflokksins er verulega góð og mættu fleiri hugsa um að kjósa flokkinn.
Hilmar Gunnlaugsson, 23.4.2009 kl. 19:40
Það er fróðlegt að heyra þegar eina lausni eins flokks er Evrópusambandið og skoða svo ástandið á Spáni. 17,4% og búist við því að það aukist í 20% innan ársins.
Hvað hefur Evrópusambandið gert til að bjarga þeim?
http://www.google.com/hostednews/ukpress/article/ALeqM5iOc3vu8jUvEVypppLjQdt_vs39vQ
TómasHa, 24.4.2009 kl. 20:08
Góð grein hjá Jórunni.
Ekki spurning hvar ég merki við á morgun.
Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 23:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.