Get ekki orða bundist yfir yfirlýsingum Umhverfisráðherra

Hvernig stendur á því að ráðherra þjóðarinnar getur sagt á þessum tímum að hann sé á móti frumvarpi um byggingu álvers í Helguvík.  Er ásættanlegt, á sama tíma og 14000 manns eru hér atvinnulausir og miklu fleiri sem sjá ekki fram á að ná endum saman, að vera á móti því að hér verði sköpuð störf fyrir 1200 - 3000 manns á nokkurra ára tímabili. Ráðamönnum ber skilda til að taka ábyrga afstöðu hverju sinni landi sínu og þjóð til framdráttar. Ef fram heldur sem horfir mun fólk gefast upp hér í stórum stíl. 

Ég hef undanfarna daga verið að hringja í kjósendur í tengslum við framboð mitt í annað sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins og það er þungt hljóð í fólki. Nú er hugsanlega möguleika á því að fara í uppbyggingu og skapa hér atvinnu - en hvað - þá getur manneskja eins og Kolbrún Halldórsdóttir Umhverfisráðherra þjóðarinnar leyft sér að segjast vera á móti og styðja ekki áætlanirnar. Ég tel það þekkingarleysi og hroka að segja að álver skili litlum arði. Framkvæmdin er arðbær, en arðurinn felst ekki síður í störfunum og fólkinu sem lifir og hrærist í landinu okkar. Á bak við hvert starf er fjölskylda og einstaklingar sem reiða sig á það að til heimilisins komi peningar fyrir afborgunum, mat, skólabókum, tómstundum og fleiru og fleiru. Gerum ekki lítið úr þessum þáttum sem skipta okkur öll svo miklu máli.  Ef stjórnmálamenn eru svo langt frá raunveruleikanum sem orð umhverfisráðherra bera með sér ætti sá hinn sami að snúa sér að öðru á þessum tímum. Álver í Helguvík mun skapa 12-1500 störf á ári fram til 2011 og þegar mest verður um mitt ár 2011 munu 2500 -3000 manns hafa atvinnu af einhverju tagi í tengslum við uppbygginguna.

Ég vona að af uppbyggingunni verði og held að við ættum að sameinast um það að gera ALLT sem í okkar valdi stendur sem stöndum hér vaktina að skapa störf fyrir fólkið í landinu okkar. Þannig munum við komast í gegnum þessa efnahagskreppu.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæl. Jórunn, Kolbrún veit vel að áliðnaðurinn skilar yfir 80 milljörðum inn í þjóðarbúið árlega, hún veit líka að framkvæmdin við Helguvík skilar um 400 milljörðum inn í þjóðarbúið hún veit líka að Áliðanaður og orkugeirinn að um 20.000 manns hafa afkomu af þessum geira að öllu leiti eða einhverju leiti, störfin og afkoma þjóðarbúsins skipta hana ekki máli það er stefna VG sem skipta hana máli, atvinnuleysi skipta hana ekki máli, það eru völdin sem skipta hana máli, eins og hún var að segja hvað varðar mig um þjóðarhag og atvinnuleysi, ég vill bara vera ráðhrra og hafa völd.

Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 4.3.2009 kl. 16:21

2 identicon

Hún vill bara eitthvað annað? Þetta heyrir maður svo oft hjá álvers andstæðingum.

kveðja Rafn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 19:59

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er hún ekki akkúrat að misbeita ráðherravaldinu eins og VG gagnrýndi aðra svo hástöfum fyrir?  Hún er ótrúleg manneskjan. Hitt er svo annað mál hvort þessi framkvæmd er yfirleitt á leiðinni. Það er einhver tregða í slíku eins og er og alveg skiljanlegt.  Við skulum bíða og sja´hvað aðgerðir Obama leiða af sér og þá má spá í þetta. 

Líklegast er þetta jafn ótímabært og Evrópubandalagsumræðan, sem tefur menn frá að ræða aðsteðjandi bráðavanda.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.3.2009 kl. 21:43

4 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Þetta er bara l+ysandi dæmi hvernig GrasaKolla hugsar.  Eitthvað annað sem gæti kanski mögulega einhverntíman kanski skilað einhverju til okkar....

Hún hefur nú lýst því yfir að það hafi nú sennilega lítið fjölgað á Austfjörðum við tilkomu álvers og að álverið væri sennilega einhverskonar hefndargjöf til austfirðinga...

En það hefur svo sannarlega fjölgað, og ég vil ekki hugsa þá hugsun til enda ef að þessi framkvæmd hefði ekki komið til...

Eiður Ragnarsson, 4.3.2009 kl. 23:28

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hvort skyldi nú vera forneskjulegra að segja: 

Ég sé enga aðra framtíð fyrir Ísland en stóriðju-eða:

Ég vil ekki trúa því að vel menntuð og upplýst þjóð sjái enga framtíð aðra en endalausa stóriðju og útsölu á hreinni orku? 

Ég vona að ég megi treysta því að Kolbrún berjist til síðasta blóðdropa gegn því að gera íslenska náttúru að sorphreinsistöð fyrir steingelda hægri pólitíkusa og stóriðjusinna.

Fátt er ömurlegra en gróðurlaus öræfi andans.

Árni Gunnarsson, 5.3.2009 kl. 00:35

6 Smámynd: Sveinbjörn Eysteinsson

viltu ekki uppfæra tölur yfir atvinnulausa 16.137(05.03.09) og þá eru ekki taldir með þeir sem einhverja hluta vegna eiga ekki rétt á bótum, en þeir skipta þúsundum samkvæmt tölum frá Velferðarsviði, en þú ættir nú að vita það

Sveinbjörn Eysteinsson, 5.3.2009 kl. 10:42

7 identicon

Árni það er nú ekki þar með sagt að þótt að álverið komi að það verði þar gróðurlaust og hvað þá á öllu landinu.

Það er nú heldur ekki beint gróður paradís þarna í Helguvík.  Þetta er bara þessi öfgastefna VG sem að gerir það að verkum að allt annað sem þeir segja verður sjálfkrafa að vitleysu.  Það er ekkert að ástæðulausu sem að VG hafa ekki komist í ríkisstjórn áður

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 11:20

8 Smámynd: Guðbergur Egill Eyjólfsson

Komdu sæl

Ég er nú enginn aðdáandi Kolbrúnar en aldrei þessu vant er ég sammála henni. Þau viðbrögð að byggja þarna álver í þessu efnahagsástandi eru tíbísk hjá almenningi í þessu ástandi. Svona ástand er einstakt tækifæri fyrir stórfyrirtæki að nýta sér auðlyndir annara á ódýrann hátt. Það kallast hamfarakapítalismi.
Við getum skapað þúsundir starfa ef við ákveðum að framleiða allan þann mat sem við neytum á Íslandi og það á mun ódýrari hátt en að byggja álbræðslu. Húsnæðið er til, landið er til sem og mannaflinn og þekkingin.

Kveðja Guðbergur

Guðbergur Egill Eyjólfsson, 5.3.2009 kl. 12:07

9 Smámynd: Jórunn Ósk Frímannsdóttir

Takk fyrir góða ábendingu um uppfærðar tölur, sem eru nú reyndar nú komnar yfir 16.500, talan 14000 var hins vegar notuð með fréttinni og ákvað ég að not aþá tölu.  Enda eiginlega varð ég svo reið þegar ég heyrði þessa frétt að mér lá á að koma þessu á netið.

Varðandi það að byggja álver í þessu efnahagsástandi vil ég minnast á það að við byggjum auðvitað ekki álverið sjálf, heldur það fyrirtæki sem mun reka það. Það verða hins vegar Íslendingar sem fá atvinnu í álverinu og veit ég ekki anað en það fólk sem starfar hjá álverunum sem hér eru séu yfirleitt mjög ánægð í sínum störfum og þar reknar afar fjölskylduvænar starfsmannastefnur. 

Jórunn Ósk Frímannsdóttir , 5.3.2009 kl. 16:15

10 identicon

Jórunn það er rétt hjá þér að það starfsfólk sem er í álverunum er yfirleitt mjög ánægt og hefur fín laun.

Hinsvegar er það staðreynd að erlendu félögin byggja álverin, reka þau og hirða allan hagnaðinn úr landi.  Þannig að virkjanakostnaðurinn sem við leggjum út til að fá þetta álver hingað er töluvert lengi að borga sig upp.  Þar sem þeir kaupa orkuverðið langt undir eðlilegu verð.
Og það er alveg rétt að eflaust mætti finna ódýrari aðferð við að skapa störf, störf sem að myndu skila okkur íslendingum miklu meira til lengri tíma.

En það er brýn þörf á því að skapa atvinnu og það strax þannig þetta er alveg ásættanlegt.

En helst myndi maður vilja sjá íslenskt fyrirtæki eiga þetta þannig að allur hagnaður myndi komast inní íslenskt hagkerfi.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 16:37

11 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hvers vegna hefur athugasemdin mín frá í gær ekki birst?

Theódór Norðkvist, 5.3.2009 kl. 16:49

12 identicon

Svo er annad sjonarhorn sem er liklega hluti af afstodu "GrasaKollu" (ef menn atlast til tess ad tad se tekid mark a teim ta aettu teir ad sleppa tvi ad uppnefna adra eins og teir sjeu ennta i leikskola) og tad er hlynun jardar. Tad er alvarlegt mal sem mun hafa alvarlegar afleidingar ef ekkert verdur adhafst a allra nastu arum.

Alver eru ekki godur kostur.

Rúnar Örn Birgisson (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 03:49

13 Smámynd: Héðinn Björnsson

Mér finnst VG hafa sýnt mikla ábyrgð með því að hleypa þessu máli áfram til afgreiðslu á Alþingi þrátt fyrir að vera á móti því. Það er hin lýðræðislega aðferð að leyfa öllum málum aðgang að atkvæðagreiðslu en ekki bara þeim sem maður er sammála.

Hvað varðar álverið að þá er ekkert að fara að rísa neitt álver enda nú þegar veruleg offramleiðsla á áli í heiminum. Það sem gerist með þessu er að það frystist mikið af virkjunarhæfri orku sem kannski verður ágætt að leggjast í að virkja þegar fjarar undan sumum af jarðhitasvæðunum þar sem í dag er stunduð ágenga vinnslu og þarf því að hvíla eftir nokkra áratugi.Það breytir samt ekki því að það er að svindla á fólki með því að halda því fram að álbræðsla sé besta leiðin fyrir okkur að koma atvinnulausum í vinnu aftur.

Héðinn Björnsson, 10.3.2009 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jórunn Frímannsdóttir

Höfundur

Jórunn Ósk Frímannsdóttir
Jórunn Ósk Frímannsdóttir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...i_mbl_blogg
  • ...logo
  • ...k_mynd_stor
  • Jólakortamynd 2009 003
  • DSCN2230

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband