Að eigna sér lýðræðið

Á fundi borgarstjórnar í dag kom fram tillaga um úttekt á mismunandi leiðum sem farnar hafa verið við valddreifingu og lýðræðisumbætur í borgum og sveitarfélögum á norðurlöndunum.  Tillögunni var vísað til Borgarráðs til frekari skoðunar, en tillagan var lögð fram af minnihlutanum án vitundar okkar í meirihlutanum. 

Það í sjálfu sér gott að fá þessa úttekt sem getur skipt miklu máli við mótun hverfavæðingar til framtíðar. En lögð var áhersla á að þetta yrði unnið af starfsfólki hér í Ráðhúsinu og hef ég ákveðnar efasemdir um að það geti gengið þar sem álaga á starfsfólk hér er mikið nú þegar og ekki síst í ljósi þess efnahagsástands sem nú er uppi í þjóðfélaginu.  Í ræðu minni vegna þessa máls lagði ég mikla áherslu á það við þurfum að sameinast um það með hvaða hætti við sjáum Þjónustumiðstöðvarnar til framtíðar. Það er ekki hægt að starfa hér með þeim hætti að það fari eftir því hver er í meirihluta hverju sinni hvernig starfsemi þjónustumiðstöðva verður. 

Þjónustumiðstöðvarnar eru sex í dag og er afar mismunandi hver fjöldi íbúa er á bak við hverja miðstöð, eða frá því að vera tæplega 15.000 í það að vera yfir 30.000 íbúar. 

Ég fæ til mín fólk sem er óánægt með þjónustu á sínu svæði og telur sig jafnvel þurfa að flytja milli hverfa til þess að fá sambærilega þjónustu og boðin er í einhverju öðru hverfi.  Svo við verðum að huga að jafnræði íbúanna við hverfavæðingu og er það afar mikilvægt.

Hugmyndafræði um hverfavæðingu er góð og gild og get ég alveg tekið undir flest það sem felst í því að hverfavæða hina ýmsu starfsemi.  Nauðsynlegt er að ná samstöðu um hvað er rétt að hverfavæða og hvað ekki, viljum við hafa áfram sex þjónustumiðstöðvar og hafa starfsemina með svipuðu lagi og nú er eða viljum við efla sérþjónustu og aðra þjónustu á miðstöðvunum með því að hafa þær færri og stærri þannig að raunhæft sé að setja inn meiri starfsemi þar til þjónustu við íbúana.  Það er ákveðinn kostnaður sem fylgir svona hverfavæðingu. Á tímum sem þessum er mikilvægt að við veltum fyrir okkur hverri einustu krónu og förum vel yfir það hvernig skattpeningum okkar er best varið.  Við viljum veita góða og örugga þjónustu og það er okkar frumskylda. Það var ákveðið í borgarstjórn í dag að fækka pólitískum fulltrúum í hverfaráðum borgarinnar úr sjö í fimm og er það í sjálfu sér aukaatriði, en ég hefði hins vegar viljað sjá að í Hverfaráðunum verði frekar lögð áhersla á það að í Hverfaráðunum verði fulltrúar t.d. frá foreldrum, unglingum, börnum, öldruðum, kirkjunni og fleiri aðilum sem endurspegla þá starfsemi sem á sér stað í hverfunum.

Í starfsáætlun Velferðarsviðs er gert ráð fyrir að móta stefnu fyrir sviðið til lengri framtíðar og mun sú stefna verða unnin í samvinnu alra flokka.  Inn í þá vinnu er mikilvægt að taka mótun stefnu um hverfavæðingu til skoðunar og móta sameiginlega sýn meirihluta og minnihluta og svo um starfsemina geti ríkt friður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jórunn Frímannsdóttir

Höfundur

Jórunn Ósk Frímannsdóttir
Jórunn Ósk Frímannsdóttir

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • ...i_mbl_blogg
  • ...logo
  • ...k_mynd_stor
  • Jólakortamynd 2009 003
  • DSCN2230

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 85148

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband