Dagur í lífi frambjóðanda

Þessi dagur hefur verið ótrúlegur og ekki mínúta aflögu.

Byrjaði á fundi hjá Strætó bs. þar sem ég var til rúmlega 10. Fór þaðan á fund í stjórn útivistarsvæða Orkuveitu Reykjavíkur. Lauk þeim fundi um hálf tólf og settist þá út í bíl fyrir utan Orkuveituna til að eiga nokkur símtöl í næði. Klukkan tólf mætti ég svo á fund í Orkuveitu Reykjavíkur þar sem ég stökk inn sem varamaður. Á þeim fundi reyndi ég að undirbúa mig fyrir upptökur á Vídeó-i  fyrir prófkjörið sem var á vegum flokksins og skrifaði ég punkta í lófann á mér til að hafa með mér þangað.  Mætti í upptöku vegna Vídeósins upp úr tvö og var þar til rúmlega þrjú. Þaðan niður í Ráðhús að kíkja á nokkur gögn. Mætti svo í Mjóddina á fund Hverfaráðs Breiðholts klukkan hálf fimm. Að þeim fundi loknum niður á skrifstofu að reyna að ná í stjórnarmenn sem eru að koma á Brunch-fund hjá mér á morgun kl.11. Var á skrifstofunni að reyna að gera klárt, hringja og stússast til hálfátta, þegar sonur minn sótti mig og skutlaði upp í Borgarleikhús þar sem ég hitti manninn minn og naut þess um stund að horfa á leikritið milljarðamærin snýr aftur. Eftir að við komum svo heim upp úr ellefu hef ég verið að senda sms og koma því á framfæri að ég ætla að opna kosningaskrifstofuna í Glæsibæ á morgun og vonast auðvitað til að sjá sem flest.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: 365

Þessi dagur sýnir svo að ekki verður um villst að það margt að gera.  Taktu þessu rólega þannig að það logi lengur á kertinu.

365, 28.2.2009 kl. 22:54

2 Smámynd: Jórunn Ósk Frímannsdóttir

Það er hárrétt hjá þér. Þetta er törn núna en auðvitað er ekki hægt að ganga lengi svona.

Jórunn Ósk Frímannsdóttir , 1.3.2009 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jórunn Frímannsdóttir

Höfundur

Jórunn Ósk Frímannsdóttir
Jórunn Ósk Frímannsdóttir

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • ...i_mbl_blogg
  • ...logo
  • ...k_mynd_stor
  • Jólakortamynd 2009 003
  • DSCN2230

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 85148

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband