28.2.2009 | 00:43
Dagur í lífi frambjóðanda
Þessi dagur hefur verið ótrúlegur og ekki mínúta aflögu.
Byrjaði á fundi hjá Strætó bs. þar sem ég var til rúmlega 10. Fór þaðan á fund í stjórn útivistarsvæða Orkuveitu Reykjavíkur. Lauk þeim fundi um hálf tólf og settist þá út í bíl fyrir utan Orkuveituna til að eiga nokkur símtöl í næði. Klukkan tólf mætti ég svo á fund í Orkuveitu Reykjavíkur þar sem ég stökk inn sem varamaður. Á þeim fundi reyndi ég að undirbúa mig fyrir upptökur á Vídeó-i fyrir prófkjörið sem var á vegum flokksins og skrifaði ég punkta í lófann á mér til að hafa með mér þangað. Mætti í upptöku vegna Vídeósins upp úr tvö og var þar til rúmlega þrjú. Þaðan niður í Ráðhús að kíkja á nokkur gögn. Mætti svo í Mjóddina á fund Hverfaráðs Breiðholts klukkan hálf fimm. Að þeim fundi loknum niður á skrifstofu að reyna að ná í stjórnarmenn sem eru að koma á Brunch-fund hjá mér á morgun kl.11. Var á skrifstofunni að reyna að gera klárt, hringja og stússast til hálfátta, þegar sonur minn sótti mig og skutlaði upp í Borgarleikhús þar sem ég hitti manninn minn og naut þess um stund að horfa á leikritið milljarðamærin snýr aftur. Eftir að við komum svo heim upp úr ellefu hef ég verið að senda sms og koma því á framfæri að ég ætla að opna kosningaskrifstofuna í Glæsibæ á morgun og vonast auðvitað til að sjá sem flest.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.3.2009 kl. 10:06 | Facebook
Um bloggið
Jórunn Frímannsdóttir
Bloggvinir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Áslaug Friðriksdóttir
- Baldvin Jónsson
- Einar Vignir Einarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Ingólfur H Þorleifsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Kjartan Pálmarsson
- Ólafur fannberg
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sigríður Jónsdóttir
- Vignir Bjarnason
- Vilborg G. Hansen
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- Vefritid
- Axel Jóhann Axelsson
- Ásta Hafberg S.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Charles Robert Onken
- Einar B Bragason
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Erlendur Örn Fjeldsted
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Gísli Blöndal
- Gunnar Gunnarsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjalti Sigurðarson
- Jóhann Pétur
- Jón Daníelsson
- Jón Magnússon
- Jón Ríkharðsson
- Kjartan Magnússon
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Mál 214
- Natan Kolbeinsson
- Pjetur Stefánsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Stefán Helgi Valsson
- Theodór Bender
- Vilhjálmur Árnason
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.5.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 85148
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessi dagur sýnir svo að ekki verður um villst að það margt að gera. Taktu þessu rólega þannig að það logi lengur á kertinu.
365, 28.2.2009 kl. 22:54
Það er hárrétt hjá þér. Þetta er törn núna en auðvitað er ekki hægt að ganga lengi svona.
Jórunn Ósk Frímannsdóttir , 1.3.2009 kl. 10:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.