23.2.2009 | 00:00
Ábyrgðin er mikil
Á erfiðum efnahagstímum er mikilvægt að stjórnvöld gangi fram fyrir skjöldu og ákveði að fara í framkvæmdir og halda uppi atvinnu og verkefnum.
Þegar vel gengur í samfélaginu eiga stjórnvöld að draga úr framkvæmdum eins og hægt er og safna forða fyrir mögru árin, ár eins og við horfum nú fram á. Þegar síðan kreppir að þurfa stjórnvöld að taka ákvarðanir um framkvæmdir til þess að halda uppi atvinnustigi. Þetta er ekki flókin hagfræði í raun. Framkvæma þegar illa gengur og hrinda í framkvæmd atvinnuskapandi verkefnum. Draga svo allan opinberan rekstur saman þegar vel gengur og draga þá úr framkvæmdum eins og frekast er kostur. Vandinn er hins vegar sá að erfiðlega hefur gengið að draga úr framkvæmdum og þjónustu þegar vel gengur. Þess vegna hefur hagfræðin undanfarin ár farið meira í að halda því fram að sennilega sé best að opinber rekstur og framkvæmdir séu óháðar efnahagsstöðunni og reynt að halda rekstrinum í lágmarki heilt yfir. Það hefur þó ekki gengið eins vel og hefur opinber rekstur jafnvel haft tilhneigingu til að blása út á góðæristímum, sérstaklega á það þó við um starfsemi og þjónustu á vegum sveitarfélaganna.
Nauðsynlegt að forgangsraða
Þegar kreppir að eins og núna er nauðsynlegt að draga saman eins og frekast er kostur og hagræða í allri þjónustu. Þá er nauðsynlegt að forgangsraða þjónustunni og skilgreina grunnþjónustu sérstaklega og slá skjaldborg um hana. Á sama tíma er gríðarlega mikilvægt að gera allt sem hægt er til þess að halda uppi atvinnustigi. Þegar lausar eru um og yfir 3000 íbúðir er ljóst að ekki er grundvöllur fyrir því á þessum tíma að byggja meira af íbúðum. Skrifstofuhúsnæði er laust um allt svo ekki þarf að byggja meira af því. Upplagt er hins vegar á þessum tímum að klára byggingar eins og Tónlistar og ráðstefnuhúsið, byggja skóla og íþróttamannvirki, brýr og önnur opinber mannvirki sem ríkið á ekki að byggja á góðæristímum heldur einmitt nú.
Það er stórt og mikið velferðarmál að halda uppi atvinnu, afleiðingar atvinnuleysis eru miklar og flestar neikvæðar. Fólk missir kjark og þor við langvarandi atvinnuleysi, sjálfmyndin skerðist og viðvarandi vanlíðan gerir vart við sig. Því lengur sem einstaklingur er atvinnulaus því meiri verða líkurnar á því að hann fari aldrei út á vinnumarkaðinn aftur. Við verðum að finna leiðir til þess að skapa atvinnu - atvinnu - atvinnu - næstum því hvað sem það kostar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:28 | Facebook
Um bloggið
Jórunn Frímannsdóttir
Bloggvinir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Áslaug Friðriksdóttir
- Baldvin Jónsson
- Einar Vignir Einarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Ingólfur H Þorleifsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Kjartan Pálmarsson
- Ólafur fannberg
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sigríður Jónsdóttir
- Vignir Bjarnason
- Vilborg G. Hansen
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- Vefritid
- Axel Jóhann Axelsson
- Ásta Hafberg S.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Charles Robert Onken
- Einar B Bragason
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Erlendur Örn Fjeldsted
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Gísli Blöndal
- Gunnar Gunnarsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjalti Sigurðarson
- Jóhann Pétur
- Jón Daníelsson
- Jón Magnússon
- Jón Ríkharðsson
- Kjartan Magnússon
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Mál 214
- Natan Kolbeinsson
- Pjetur Stefánsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Stefán Helgi Valsson
- Theodór Bender
- Vilhjálmur Árnason
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.5.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 85148
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Jórunn.
Það er eitt atriði sem má taka til alvarlegrar athugunar og það er að koma á Atvinnubótavinnu og skal ég rökstyðja það.
Sjálfur hef ég unnið þannig vinnu þegar ég var atvinnulaus. Að vera atvinnulaus er eitt og sér niðurdrepandi sálarlega,en þegar þú finnur að þú ert einhvers virði og ert þó að gera eitthvert gagn.
Þá hækkar sjálfsvirðingin og svo kynnist fólk úr gjörólíkum stéttum og stöðum og það eykur visku,
Ég man það að ég vann meðal annars með prófesor,einstæðri móður.trésmið og fl og fl
Að vera saman 4 tíma á dag við að lagfæra Golfvöllin við Korpúlfsstaði á sínum tíma, gerði okkur að fólki á ný.
Ríkið getur komið að þessu ásamt Reykjavíkurborg og fleiri sveitarfélögum.
Mér datt þetta svona í hug .
Kveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 04:15
er þetta hægt í dag ? nú hafa 13 - 20 milljörðum verið ráðstafað í tónlisarhúsið nokkuð sem ég féll ekki fyrir hvorki nú né áður
Þórarinn kemur með gott innlegg en er þetta hægt ? standa ekki upp hópar sem telja sig eiga ákveðna vinnu td samkv launakjörum ofl ofl ?
Jón Snæbjörnsson, 23.2.2009 kl. 15:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.