21.2.2009 | 23:34
Virkjum samtakamáttinn
Þessi grein birtist í Hverfablaði Laugardals, Háaleitis og Bústaða sem dreift var nú um helgina
Í hverfinu okkar er mikið af stofnunum, félagasamtökum og sjálfboðaliðasamtökum. Á þessum sérkennilegu tímum sem við nú lifum skiptir miklu máli að virkja samtakamátt sem felstra. Kraftur, þekking, útsjónarsemi og upplýsingar eru þættir sem skipta sköpum þegar kemur að því að mæta nýjum og breyttum aðstæðum. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar fer ekki varhluta af ástandinu sem nú er í samfélaginu og er þegar farið að gæta aukins álags á sviðinu. Það kemur þó ekkert á óvart og allt frá því í byrjun október hefur sviðið búið sig undir það að mæta auknu álagi og takast á við versnandi árferði. Aukið samráð er liður í að virkja nærsamfélagið og vera í enn betri tengslum við þróunina í hverfum borgarinnar.
Aðgerðaáætlun í byrjun október
Á fundi Velferðarráðs hinn 8. október síðastliðinn var aðgerðaáætlun Velferðarsviðs samþykkt. Í framhaldi var ákveðið að stofna aðgerðateymi sem halda utan um framkvæmd áætlunarinnar. Í teyminu eru 2 framkvæmdastjórar þjónustumiðstöðva (Breiðholts og Árbæjar) og skrifstofustjóri velferðarmála auk verkefnisstjóra. Teymið hefur haldið fundi 1-2 í viku frá októbermánuði. Þessu teymi er ætlað að halda utan um framkvæmd aðgerðaáætlunarinnar, samræma aðgerðir og upplýsingar. Verkefni aðgerðarteymisins hafa verið margskonar. Teymið heldur utan um tölfræðiupplýsingar fyrir Velferðarráð og miðlar upplýsingum um stöðu mála hverju sinni til dæmis til hópsins "Barnanna í borginni". Aðgerðateymið hefur undirbúið fræðslufundi fyrir almenning sem haldnir hafa verið í öllum hverfum borgarinnar og fylgist með breytingum varðandi aukna þörf fyrir þjónustu á þjónustumiðstöðvunum, bæði í gegnum tölfræðiupplýsingar og með öðrum hætti. Þá hefur teymið hvatt til og haft umsjón með gerð viðbragðsáætlana á þjónustumiðstöðvum og reynt að skapa aukið svigrúm til að mæta aukinni þörf. Teymið tók saman yfirlit yfir úrræði og tilboð sem standa fólki sem er í vanda til boða og eru þær upplýsingar nú aðgengilegar á vef borgarinnar. Teymið hefur þegar haldið fundi með forsvarsmönnum ýmissa félagasamtaka sem eru í hjálparstarfi, vinnumiðlun og fleiri aðilum.
Samráðshópar í hverfum borgarinnar
Þó aðgerðateymið hafi ákveðna yfirsýn er mikilvægt við núverandi efnahagsástand að ná samstöðu allra í samfélaginu. Nauðsynlegt er að nýta kosti nærsamfélagsins og þróa þjónustu þeirra fjölmörgu sem huga að velferð samborgara sinna, þannig geta ný viðfangsefni orðið til þess að nýjar lausnir fæðist. .
Á fundi Velferðarráðs nýverið var samþykkt að setja í gang sérstök samráðsteymi á hverri þjónustumiðstöð Velferðarsviðs. Þeim er ætlað að styðja enn frekar við starf aðgerðateymisins á hverfagrunni og skapa samráðsvettvang stofnana, félagasamtaka og sjálfboðaliða á hverfagrunni. Til þessa samráðs verða boðaðir aðilar frá heilsugæslu, lögreglu, skólum (framhaldsskólum, grunnskólum og leikskólum), trúfélögum, íþróttafélögum, vinnumiðlun, stéttarfélögum, frjálsum félagasamtökum og fleirum. Það er von okkar í Velferðarráði að þessir hópar geti eflt samtakamátt hverfanna, fundið nýjar lausnir og sameinað krafta sína í að takast á við þann öldusjó sem við nú siglum í gegnum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Jórunn Frímannsdóttir
Bloggvinir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Áslaug Friðriksdóttir
- Baldvin Jónsson
- Einar Vignir Einarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Ingólfur H Þorleifsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Kjartan Pálmarsson
- Ólafur fannberg
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sigríður Jónsdóttir
- Vignir Bjarnason
- Vilborg G. Hansen
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- Vefritid
- Axel Jóhann Axelsson
- Ásta Hafberg S.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Charles Robert Onken
- Einar B Bragason
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Erlendur Örn Fjeldsted
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Gísli Blöndal
- Gunnar Gunnarsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjalti Sigurðarson
- Jóhann Pétur
- Jón Daníelsson
- Jón Magnússon
- Jón Ríkharðsson
- Kjartan Magnússon
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Mál 214
- Natan Kolbeinsson
- Pjetur Stefánsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Stefán Helgi Valsson
- Theodór Bender
- Vilhjálmur Árnason
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.5.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 85148
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.