Atvinna skiptir öllu máli

Á tímum eins og þeim sem við nú lifum gerum við okkur betur en nokkru sinni fyrr grein fyrir því hvað atvinna skiptir Íslendinga máli.  Við höfum getað leyft okkur að vera vandlát og talið okkur allir vegir færir.

Það skiptir miklu á tímum eins og þessum að stjórnvöld sýni að þau séu þess megnug að halda áfram og gera það sem þau geta til að halda uppi atvinnustigi.  Ég er ánægð með ákvörðun okkar að halda áfram með Tónlistar- og ráðstefnuhúsið.  Sú ákvörðun vekur vonandi jákvæðar kenndir í hjörtum okkar og von sem við öll höfum þörf fyrir.

Við megum ekki gleyma því að það eru margir vegir ennþá færir og nú er eins gott að feta þá vegi. Við þurfum að byggja nýja tíma á nýjum gildum og normum.  Við þurfum að nýta þær frábæru auðlindir sem við eigum, við eigum svo margt. Það eru ekki margar þjóðir sem geta státað af jafnmiklum gæðum og við Íslendingar, enda erum við öfunduð af auðlindum okkar um allan heim.  

Horfum bjartsýn fram á veginn, þetta verður erfitt en vonandi er botninum að verða náð og þá getum við horft til betri tíma með blóm í haga..... J

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Jórunn Frímannsdóttir

Höfundur

Jórunn Ósk Frímannsdóttir
Jórunn Ósk Frímannsdóttir

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • ...i_mbl_blogg
  • ...logo
  • ...k_mynd_stor
  • Jólakortamynd 2009 003
  • DSCN2230

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 85148

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband