20.2.2009 | 00:22
2. sætið í Reykjavík
Þá er það komið á hreint
Eftir að hafa velt því fyrir mér í nokkra daga hvort ég ætti að gefa kost á mér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins til alþingis, komst ég að þeirri niðurstöðu að nú væri rétti tíminn. Þá tóku við vangaveltur um það hvaða sæti ég ætti að sækjast eftir og það var ekki auðveld ákvörðun, en niðurstaðan er skýr og klár og sækist ég eftir öðru sæti á lista flokksins míns.
Eflaust kemur það mörgum á óvart að ég skuli setja markið svo hátt en eftir að hafa velt þessu fyrir mér fannst mér ekkert annað koma til greina. Ég treysti mér fyllilega til að leiða annan listann í Reykjavík og gera það vel. Ég hef áhuga á að vera í forystunni og vil sýna það með táknrænum hætti að ég hef kjark og þor til þess að takast á við stór og mikil verkefni. Það er svo fólksins í flokknum að ákveða hvort það þori að leggja traust sitt á mig og gefa mér tækifæri til að sýna hvað í mér býr.
Ég hef mikla og fjölbreytta reynslu hvort heldur er af lífinu sjálfu eða af pólitískum vettvangi. Það er mikilvægt við þær aðstæður sem nú eru uppi í þjóðfélaginu að fá nýtt fólk inn á Alþingi með nýjar áherslur, það skiptir þó einnig miklu máli að fá fólk með reynslu. Ég hef látið verkin tala þau þrjú ár sem ég hef setið í meirihluta í borginni og sem formaður Velferðarráðs hef ég unnið að mörgum breytingum í þágu borgarbúa. Þar má nefna breytingar á félagslega leiguíbúðakerfinu, sameiningu heimahjúkrunar og heimaþjónustu, nýja stefnu í málefnum utangarðsfólks, uppbyggingu fyrir eldri borgara og flutning á málefnum geðfatlaðra frá ríki til borgar svo fátt eitt sé nefnt. Sam formaður Strætó mátti ég ganga beint í það að takst á við mikla hagræðingu og tókst mér að ná sátt um þær breytingar sem nauðsynlegt var að fara í. Ég var beðin um að taka að mér formennsku í Knattspyrnufélaginu Þrótti haustið 2007. Ég lét til leiðast og sé ekki eftir því, enda öll okkar börn á kafi í knattspyrnu í Þrótti og gaman að geta stutt við félagið með svo afgerandi hætti.
Ég hef mikinn áhuga á að takast á við þau erfiðu og flóknu verkefni sem eru framundan við endurreisn þjóðfélagsins og vonast eftir stuðningi til þess.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:36 | Facebook
Um bloggið
Jórunn Frímannsdóttir
Bloggvinir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Áslaug Friðriksdóttir
- Baldvin Jónsson
- Einar Vignir Einarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Ingólfur H Þorleifsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Kjartan Pálmarsson
- Ólafur fannberg
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sigríður Jónsdóttir
- Vignir Bjarnason
- Vilborg G. Hansen
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- Vefritid
- Axel Jóhann Axelsson
- Ásta Hafberg S.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Charles Robert Onken
- Einar B Bragason
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Erlendur Örn Fjeldsted
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Gísli Blöndal
- Gunnar Gunnarsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjalti Sigurðarson
- Jóhann Pétur
- Jón Daníelsson
- Jón Magnússon
- Jón Ríkharðsson
- Kjartan Magnússon
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Mál 214
- Natan Kolbeinsson
- Pjetur Stefánsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Stefán Helgi Valsson
- Theodór Bender
- Vilhjálmur Árnason
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.5.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 85148
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar