3.2.2009 | 18:41
Þjónustubreyting hjá Strætó bs.
Að Strætó bs standa öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu: Hafnarfjörður, Álftanes, Garðabær, Kópavogur, Reykjavík, Seltjarnarnes og Mosfellsbær. Hvert sveitarfélag hefur sinn fulltrúa í stjórn félagsins.
Talningar
Það er margt ánægjulegt að gerast hjá Strætó bs þessa dagana. Aukning hefur orðið í farþegafjölda og ljóst er að þegar harðnar á dalnum líta margir til þess að nýta sér þann frábæra samgöngumáta sem Strætó er. Gerðar hafa verið ítarlegar talningar á notkun Strætó undanfarið og hafa talningar sýnt að nú síðustu mánuði hefur farþegum fjölgað. Fjölgunin á sér helst stað á annatímum og því nauðsynlegt að auka við þjónustuna á sumum leiðum á annatíma með því að setja inn aukavagna. Það sést vel á súluriti hér að neðan hvernig notkunin er á vögnunum miðað við mismunandi tíma dags.
Fjölgun
Fjölgun farþega kallar á aukna þjónustu t.d. í formi aukavagna á ákveðnum tímum. Til þess að mæta minnkandi tekjum sveitarfélaga á sama tíma og rekstrarkostnaður Strætó eykst var ákveðið af stjórn Strætó bs. að aðlaga þjónustuna að þeirri fjölgun sem hefur átt sér stað og er að eiga sér stað og gera nauðsynlegar ráðstafanir í rekstri fyrirtækisins. Sveitarfélögin standa undir 80% af rekstri Strætó bs. á meðan greiðslur farþega eru um 20%.
Þjónustuaðlögunin sem samþykkt var í stjórn Strætó bs. lítur fyrst og fremst að því að slá skjaldborg um annatímann og miða þjónustuna út frá notkun og talningum sem liggja fyrir, en ferðir farþega eru skilgreindar tvenns konar:
- 1. Ferðir til og frá vinnu eða skóla þar sem farþeginn er bundinn af því að mæta á ákveðnum tíma. Þá er nauðsynlegt að akstur vagnanna sé tiltölulega þétt, en þessar ferðir eru aðallega á annatíma..
- 2. Ferðir farþega sem ekki eru bundnar af ákveðnum föstum tíma, heldur getur farþeginn valið það hvenær hann fer af stað, það eru ferðir utan annatíma.
Við þjónustuaðlögunina var einmitt tekið mið af þessu.
Stefnumótun til framtíðar
Stjórn Strætó bs er einhuga í því að fara í stefnumótunarvinnu til framtíðar fyrir Strætó bs og er sú vinna nú hafin. Stjórnin er sammála um það að gera enga byltingu í leiðarkerfinu. Stjórn og stjórnendur munu horfa til þess að laga kerfið sem best að þörfum notendanna. Haldið verður áfram að nota talningar til þess að meta stöðuna og vita hver notkunin er hverju sinni og hvernig hún breytist frá einu tímabili til annars.
Það er afar mikilvægt að skilgreina þjónustuna enn betur en þegar hefur verið gert. Sérstaklega þarf í því sambandi að horfa til þess að:
- skilgreina akstursþéttni eftir fjölda farþega
- skilgreina lengd að stoppistöð eftir þéttleika íbúðasvæðis
- skilgreina hver hlutur farþega í rekstrinum eigi að vera
- skilgreina ný markmið um gæði þjónustu
og áfram mætti telja.
Þessi vinna fer nú fram í stjórn og hjá stjórnendum Strætó bs og verður leitað til notenda í þessari vinnu. Sjálfsagt er líka við svona stefnumótunarvinnu að leita í smiðju nágrannalandanna. Þar er mikil þekking á því hvað gengur upp og hvað ekki í rekstri þjónustu sem okkar. Flest nágrannalönd okkar eru komin mun lengra en við í því að reka almenningssamgöngur og þar er víða að finna sambærilegt þjónustusvæði og það sem Strætó bs er að þjónusta. Þar má finna upplýsingar um það með hvaða hætti þjónustan er skilgreind eftir mismunandi gerð samfélaga.
Þjónustuaðlögunin sem nú hefur verið samþykkt mun bæta þjónustuna á annatímum en draga úr þjónustunni utan annatíma. Með þessum aðgerðum höfum við brugðist við gjörbreyttri stöðu sveitarfélaganna á sama tíma og okkur hefur tekist að standa vörð um störfin eins og frekast er unnt og ekki farið í gjaldskrárhækkanir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Jórunn Frímannsdóttir
Bloggvinir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Áslaug Friðriksdóttir
- Baldvin Jónsson
- Einar Vignir Einarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Ingólfur H Þorleifsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Kjartan Pálmarsson
- Ólafur fannberg
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sigríður Jónsdóttir
- Vignir Bjarnason
- Vilborg G. Hansen
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- Vefritid
- Axel Jóhann Axelsson
- Ásta Hafberg S.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Charles Robert Onken
- Einar B Bragason
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Erlendur Örn Fjeldsted
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Gísli Blöndal
- Gunnar Gunnarsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjalti Sigurðarson
- Jóhann Pétur
- Jón Daníelsson
- Jón Magnússon
- Jón Ríkharðsson
- Kjartan Magnússon
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Mál 214
- Natan Kolbeinsson
- Pjetur Stefánsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Stefán Helgi Valsson
- Theodór Bender
- Vilhjálmur Árnason
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.5.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 85148
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar