3.1.2009 | 09:49
Efling heimaþjónustu með nýjum samningi
Í Reykjavík njóta nú yfir þrjú þúsund heimili félagslegrar heimaþjónustu og meira en eitt þúsund njóta heimahjúkrunar. Þeir sem njóta þjónustunnar eru að miklum hluta aldraðir, en fjöldi einstaklinga á öllum aldri nýtur einnig langtímaþjónustu vegna fötlunar eða tímabundinnar aðstoðar vegna sjúkdóma eða slysa.
Borgarstjóri, Hanna Birna Kristjánsdóttir og heilbrigðisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson undirrituðu á dögunum þjónustusamning um að borgin taki við rekstri heimahjúkrunar í Reykjavík. Jafnframt verða heimahjúkrun og félagsleg heimaþjónusta sameinuð undir einni stjórn með það að markmiði að efla þjónustuna til hagsbóta fyrir borgarbúa. Um er að ræða tilraunaverkefni til þriggja ára og á næstu mánuðum verður unnið að innleiðingu þess.
Að búa við sjálfstæði og virkni á eigin heimili er eitt af grundvallaratriðum þess að halda góðri líkamlegri og andlegri heilsu og vellíðan. Rannsókn á vegum heilbrigðisráðuneytisins árið 2007 á vilja þeirra sem eru á biðlista eftir hjúkrunarheimili sýndi að stór hluti þeirra sem bíða eftir vistun vilja fremur búa áfram á eigin heimili með fenginni aðstoð en að dvelja á dvalar- og hjúkrunarheimili. Með því að leggja meiri áherslu á þjónustu heim er verið að mæta óskum íbúa í höfuðborginni og bæta hag þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda. Með hinum nýja samningi er því brotið blað í heimaþjónustu í Reykjavík.
Heimaþjónusta í Reykjavík verður rekin af Velferðarsviði borgarinnar. Mikil áhersla hefur verið lögð á það í fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2009 að standa vörð um þessa mikilvægu þjónustu. Allan samningstímann mun starfsfólk í heimahjúkrun og félagslegri heimaþjónustu svo vinna saman að því að leita lausna og leiða til veita heildstæða og samfellda þjónustu heim. Það er trú mín að með þeirri samþættingar- og sameiningarvinnu sem framundan er verði það enn betri kostur fyrir Reykvíkinga að búa heima með stuðningi.
Þessi grein birtist í Fréttablaðinu föstudaginn 2. janúar 2009.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Jórunn Frímannsdóttir
Bloggvinir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Áslaug Friðriksdóttir
- Baldvin Jónsson
- Einar Vignir Einarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Ingólfur H Þorleifsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Kjartan Pálmarsson
- Ólafur fannberg
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sigríður Jónsdóttir
- Vignir Bjarnason
- Vilborg G. Hansen
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- Vefritid
- Axel Jóhann Axelsson
- Ásta Hafberg S.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Charles Robert Onken
- Einar B Bragason
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Erlendur Örn Fjeldsted
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Gísli Blöndal
- Gunnar Gunnarsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjalti Sigurðarson
- Jóhann Pétur
- Jón Daníelsson
- Jón Magnússon
- Jón Ríkharðsson
- Kjartan Magnússon
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Mál 214
- Natan Kolbeinsson
- Pjetur Stefánsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Stefán Helgi Valsson
- Theodór Bender
- Vilhjálmur Árnason
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.5.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 85148
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert frábær Jórunn. Gleðilegt ár.
Vilhjálmur Árnason, 3.1.2009 kl. 13:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.